Vikan


Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 12

Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 12
FOLK Þau Ágúst Már og Guðný búa um þessar mundir í Svíþjóð og áttu aðeins fárra daga viðdvöl er þau komu hlngað til lands til að láta gefa sig saman. Það er rétt að spyrja hvenær fótboltaá- huginn hafl byrjað. „Ég hef verið um það bil sjö ára gamall þegar ég byrjaði að sparka eitthvað að ráði og ef ég man rétt þá æfði ég reglulega þar til ég var um flmmtán ára gamall. Þá tók ég mér alveg tveggja ára hlé og æfði ein- göngu badminton en ég hafði verið að dútla í því frá því ég var ellefu ára gamall. Ég varð að hætta á tímabili í boltanum eða þangað til ég varð sextán ára vegna þess að ég tók þá ákvörðun að einbeita mér að badmintoninu til að ná einhverjum árangri. Ég hætti reyndar í því þegar ég var átján ára, var þá byrjaður aftur í fótbolta og hef verið í honum áfallalaust síðan." Fannst þér þú fá meira út úr því per- sónulega að æfa badminton, sem er ein- staklingsíþrótt, heldur en að æfa hópíþrótt eins og knattspyrnu? „Nei, nei, alls ekki. Það er samt augljóst að í fótboltanum er það liðsheildin sem öllu máli skiptir en í hinu treystir maður aftur á móti fullkomlega á sjálfan sig. Það er nú líka alltaf aðeins skemmtilegra að eiga árangurinn alveg einn heldur en að deila honum með heilu liði. Mér finnst stemningin í kringum fótboltann hins veg- ar frábær og hún hefur hingað til vegið meir.“ Það er ljóst að Ágúst hefúr verið viðloð- andi íþróttir meirihluta ævi sinnar og náð mjög góðum árangri. Hann er tuttugu og átta ára gamall og hlaut titilinn íþrótta- maður KR árið 1988. Það þýðir að hann er miklum hæfileikum gæddur. Liði sem notar flesta leikmenn gengur oft illa Hvenær byrjaðir þú að spila með meist- araflokki? „Ég var um það bil átján ára gamall og var á síðasta ári í 2. flokki þegar ég fékk að spreyta mig með meistaraflokki. Ég hef spilað alla flokka með KR enda mikill vest- urbæingur í mér!!“ Hvernig er andinn í fótboltanum þegar komið er yfir í meistaraflokk? „Yfirleitt er andinn mjög góður og þjálf- arinn reynir að gera sitt besta hverju sinni þegar hann velur liðið. En það er samt allt- af matsatriði hvaða lið er best og menn gera sér fulla grein fyrir því. Leikmenn eru líka það þroskaðir að þeir eru ekki að láta það fara í taugarnar á sér. Það kemur nátt- úrlega stundum upp að þjálfarar geta verið ósanngjarnir og ef liði gengur kannski illa finnst mönnum að þeir eigi að fá að vera í liðinu. í heildina ríkir almennt ánægja með liðin og maður verður nánast aldrei var við leiðindi. Það er að vísu misjafnt eftir þjálfúrum hvernig þeir nota þann mann- skap sem þeir hafa. Það hefúr oft verið þannig að í liði, sem gengur vel og hefúr oft náð að verða íslandsmeistari, hafa orð- ið fæstar mannabreytingar. En það er ekk- ert algilt samt og fer alveg eftir þjálfúrum og þeirri fjölbreytni sem liðið hefur yflr að búa. Það hefúr líka sést að liði, sem notar flesta leikmenn, gengur oft illa og er kannski í fallhættu fyrir þær sakir að það nær ekki samspili og heildarmynd þess er brotin á mörgum stöðum. Þetta er ótrú- lega misjafnt hverju sinni og í raun aldrei hægt að segja neitt fyrirffam um ákveðið lið. Það er svo margt í boltanum sem kem- ur ekki í ljós fyrr en eftir tiltekna leiki og þá fyrst er hægt að sjá ýmislegt sem vantar upp á og um leið hægt að spá í einhverjar breytingar ef liðið þarf á þeim að halda." Hvað getur samkeppni meðal leik- manna gert fyrir liðið í heild? ,Alveg tvímælalaust mikið því menn reyna þá að leggja meira á sig til þess að vera betri en hinir og til þess að tryggja sig í liði. Það er líka alveg nauðsynlegt fyrir liðið að hafa úr góðum hópi að velja og ekki spillir fyrir að hafa sem fjölbreyttast lið því þá ætti heildarmynd þess að vera nokkuð trygg. Samkeppnin leiðir líka til þess að leikmenn fara ekkert ósjálfrátt að slaka á þó að þeir séu fastir í liði vegna þess að þeir vita að baráttan um stöðurnar er mikil og þeir komast ekki upp með að gefa neitt eftir. Þetta er nú oft undir mönn- um komið og fer eftir skapgerð hvers og eins. Sumir þurfa ekki neina samkeppni en aðrir brotna niður því samkeppnin hefur mikil áhrif á þá sem leikmenn." Það er greinilegt að þróunarkenning Darwins fellur einstaklega vel að fótbolt- anum; ...þeir lifa af sem skara ffam úr... Enda er ljóst að þeir leikmenn, sem skipa liðið, eru þeir sem standa sig best. Leik- menn verða að sanna sig sem slíkir til þess að fá uppreisn æru og til þess að verða ekki undir í baráttunni, það er baráttunni um stöðurnar. Stórir, þungir, litlir, snöggir Það tengist oft íþróttagreinum að fólk þarf að vera með sérstakt líkamslag til að falla vel að greininni. Til dæmis eru há- vaxnir leikmenn í körfubolta, lyftinga- menn eru þrekvaxnir og fimleikastelpur léttar og grannar svo dæmi séu nefnd. Er þetta líka einkennandi í fótboltanum? „Ekki get ég nú sagt það því að á fót- boltavellinum sér maður alls konar leik- menn, stóra og þunga, litla og snögga. Það er að einhverju leyti bundið við ákveðnar stöður hvers konar leikmenn spila þær. Það eru gjarnan stórir og sterkir menn í vörninni en litlir og snöggir í sókn.“ Nú hefúr þú spilað fótbolta nokkuð lengi og átt eflaust heilmikið eftir. Hvernig hefúr sá tími reynst þér og hvað hefur gef- ið þér mest? „Svona eftir á að hyggja finnst mér ómetanlegt að hafa fengið öll þau tækifæri sem fótboltinn hefur veitt mér. Það sem mér finnst einnig vega mikið er sá félags- skapur sem er í boltanum. Hann er mjög góður og maður hefur kynnst mörgum manninum og eignast marga góða vini. Það er líka alveg ótrúlegt hvað maður kynnist margs konar persónum í gegnum fótboltann. Ég tala nú ekki um ef farið er í keppnisferðir. Þá kemur oft rétti maður- inn í ljós og er kannski allt öðruvísi en maður hafði haldið sig þekkja. Eg hef líka rekið mig á það að oft heldur maður að menn séu örgustu fúlmenni jafnt utan vall- ar sem innan. Yfirleitt kemur í ljós að þetta eru hin mestu ljúfmenni utan vallar þegar þeir eru ekki að spila. Það er allt önnur stemning yflr mönnum innan vallar. Bar- áttan er það mikil og menn hugsa um það eitt að sigra. Það er alltaf hiti í leikjunum og menn láta oft einhver orð falla sín á milli en það er nú fljótt að gleymast og oft- ast eru leikmenn andstæðra liða ágætis kunningjar." Hvað er það sem kemur íslenskum knattspyrnumönnum áffarn? „Það er engin spurning um að þeir kom- ast alveg ótrúlega langt á skapinu sem þeir hafa — eru miklir skaphundar. Baráttuskap- ið er geysimikið og þegar við spilum við erlendar þjóðir fljótum við ansi langt á því.“ Aðeins nánar um þig sjálfan, Gústi. Áttir þú þér þann draum, þegar þú varst yngri, 12 VIKAN 15. TBL1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.