Vikan - 27.07.1989, Side 21
sýningin sem ég tók þátt í þegar ég kom
hérna fyrst út í fyrravor. Þá hljóp ég í
skarðið fyrir konu sem fór í barnsburðar-
leyfi. Nú er hún mætt til leiks á ný og þá
lauk mínu hlutverki þar.“
— Hefur fólk komið að heiman til að sjá
þig dansa á sviðinu hér í Köln?
„Ég á yndislega vini sem margir hafa
komið hingað í heimsókn til mín og til að
sjá mig dansa. Allir hafa í raun stutt mig
ákaflega vel og það er gott að vita af því.
Góður andi en
mikil samkeppni
Katrín stóð upp og náði sér í vatnsglas.
Hún hefur þetta sérstaka göngulag sem
einkennir ballettdansara — svífandi létt og
svolítið útskeif. Hún settist á nýjan leik og
leit á klukkuna. Ákveðið var að við notuð-
um nokkra stund til þess að ganga um
þetta skemmtilega listasalh, Wallraff
Richartz, héldum um leið spjallinu áfram
og kannski væri unnt að smella af henni
nokkrum myndum.
Blaðamaður hélt því áfram að svala for-
vitni sinni um viðmælanda sinn annars
vegar og ballettinn hins vegar og spurði
Katrínu hvort henni þætti andrúmsloftið
við ballettinn í Köln betra eða verra en
hún hefði átt að venjast heima?
„Mér finnst það mjög gott og mannlegt.
Maður heyrir sögur annars staðar frá þar
sem stjórnendur þjösnast á dönsurunum
sínum eftir geðþótta. Þessi atvinnugrein
getur verið feiknarlega grimm, einkum þar
sem allir eru að reyna að ota sínum tota.
Hér líður manni mjög vel. En þó andrúms-
loftið í flokknum hérna sé mjög gott fann
ég strax að það var af öðru tagi en ég átti
að venjast heima. Hér flnnur þú fyrir sam-
keppni, þú mátt aldrei láta bilbug á þér
finna, þú verður að standa þig og vera
sterkur hvað sem raular og tautar. Hér fer
maður lítinn stuðning frá hinum, sem
kemur náttúrlega til vegna samkeppninn-
ar. Heima er meira um gagnkvæman
stuðning að ræða.“
Við vorum komin upp á aðra hæð
safnsins. „Stilltu þér upp þarna við mál-
verkið eftir Salvador Dali,“ bað blaðamað-
ur. Katrín sat fyrir eins og hún hefði aldrei
gert neitt annað. Síðan voru spurningarnar
látnar dynja á henni á nýjan leik.
— Heima virðist dansflokkurinn vera í
nokkrum vandræðum að fá til sín nægilega
marga karldansara. Hvernig er hlutfallið
hér?
„f okkar flokki eru nefhilega miklu fleiri
karlar en konur, sem er mjög fátítt. Jochen
þykir skemmtilegra að semja fyrir karl-
menn en auðvitað eru konur nauðsynlegar
í öllum sýningum. Þegar hann setti upp
„Ég dansa við þig“ í Þjóðleikhúsinu þurfti
hann að bæta okkur upp með því að flytja
inn tvo karldansara héðan.“
— Hvert er svo hlutfallið á milli Þjóð-
verja og útlendinga í flokknum?
„Hér eru allra þjóða kvikindi. Við erum
tuttugu og fjórir dansarar frá þrettán
löndum, svo ólíkum sem íslandi, Víetnam
og Nýja-Sjálandi. í raun eru ekki nema ör-
fáir Þjóðverjar þarna á meðal. í þessum
dansflokkum er ávallt mikið gegnum-
streymi af fólki. Dansarar fara gjarnan á
milli balletthúsa til þess að öðlast sem
mesta reynslu. Þýskaland virðist vera ákaf-
lega vinsælt á meðal ballettdansara um
þessar mundir. Hér eru líka svo margir
dansflokkar, við liggur að hver einasti
smábær á þessum slóðum búi yfir eigin
ballettflokki."
Nútímaballett
meira gefandi
- En hvort skyldi nú dansflokkurinn
hennar Katrínar leggja meiri áherslu á
klassískan ballett eða nútímaballett?
„Við heyrum ekki til þeim hópum sem
reyna að tileinka sér hinn sígiida ballett.
Við dönsum að sjálfsögðu líka klaSsískan
ballett en við leggjum meiri áherslu á nú-
tímadansinn. Þó svo til dæmis Hnotubrjót-
urinn sé sígilt verk hefur Jochen fert hann
mikið í stílinn og þar með nær nútíman-
um. f Wuppertal og Bochum eru til dæm-
is flokkar sem nær einvörðungu helga sig
dansleikhúsi. f raun má segja að við reyn-
um að þræða hinn gullna meðalveg. Joc-
hen semur mjög mikið fýrir flokkinn og
auðvitað drögum við dám af honum.
Sjálfri finnst mér meira gefandi að dansa
nútímaballett en auðvitað er nauðsynlegt
að byggja á hinum klassíska grunni í dans-
inum. Stundum finnst mér eins og þessi
gamli, klassíski dans sé orðinn svolítið
staðnaður. Nú orðið búa dansarar yfir svo
mikilli tækni og gamli ballettinn er einmitt
byggður á henni. Því finnst dönsurum
klassíski ballettinn vera góður sem akró-
batík, til þess að koma fimi sinni og tækni
á framfæri, en hann vantar á hinn bóginn
eitthvað til að gefa áhorfendum. Dansar-
ann hvetur hann heldur ekki til sköpunar,
eins og nýi ballettinn sem er í raun meira
„leikhús" eins og við köllum það.
í íslenska dansflokknum höfúm við
ávallt reynt að halda okkur við hinn klass-
íska grunn en reynt um leið að spreyta
okkur á nýjum straumum og stefhum í list-
greininni. Um árið settum við upp sýningu
sem nefhdist „Stöðugir ferðalangar". Þá
hófst spennandi þróun sem flokkurinn
fylgir enn sem betur fer. Gallinn er bara sá
að hann á í stöðugri baráttu um tilverurétt
sinn. Starfsemi hans er háð svo mörgum
þáttum, eins og áhorfendafjölda, leikhús-
inu, hversu mikið flokkurinn fær að sýna
þar og svona mætti lengi telja.“
Ræturnar í
íslenska dansflokknum
Og auðvitað hlýtur síðasta spurningin
að hljóða svo: — Kemur þú til með að
dansa aftur heima?
,Já, auðvitað stefhi ég að því. Ég hef
heldur ekki bundið mig hér nema næsta
starfsár. Þegar ég byrjaði hér fýrir ári var
ég staðráðin í því að vera bara í eitt ár. Það
er eins og eitthvað togi í mann. Nú hef ég
ffamlengt dvöl mína hér í Köln um stund-
arsakir en að því búnu mun ég að öllum
líkindum koma heim.
Ég verð samt að viðurkenna að hvað at-
vinnuna snertir er ekkert sérstaklega
spennandi að fara heim í bráð. Þar ríkir
þessi mikla sýningafæð en um leið og það
ástand breytist vildi ég langhelst mega
dansa þar. Auðvitað eru rætur mínar í ís-
lenska dansflokknum og því er sárt að
þurfa að yfirgefa hann til þess að geta
þroskað hæfileika sína.
Mér hefur líkað mjög vel að búa hér í
Köln. Borgin er vinaleg en ég verð að
segja það eins og er að mér finnast Þjóð-
verjar kannski ekki svo mjög skemmtileg-
ir. Það er vafalítið vegna þess að ég hef
ekki lagt mig nægilega ffarn við að kynnast
þeim. Samstarfsfólk mitt er flest útlending-
ar eins og ég, þess vegna tölum við ensku
saman — og þýskan verður út undan.“
Eftir að hafa gengið nokkra stund um
listasafhið var haldið á ný út í iðandi
mannlífið. Klukkan var farin að ganga
fimm og innan skamms þurfti Katrín að
vera mætt til að undirbúa sýningu
kvöldsins. Það var engan skrekk að sjá á
henni þó hún ætti eftir að fara með stærsta
hlutverkið í Hnotubrjótnum fýrir fullu
húsi eftir örfáar klukkustundir.
Sýningunni verður ekki lýst hér í smá-
atriðum. En hún var feiknarlega skemmti-
leg og kröftug. Landa okkar, Katrín Hall,
var sjálfri sér og uppruna sínum til mikils
sóma. Enda ætluðu áhorfendur aldrei að
geta hætt að klappa fyrir henni að sýningu
lokinni. Þá var gaman að vera íslendingur
í miðjum salnum í Óperunni í Köln. □
15. TBL 1989 VIKAN 21