Vikan


Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 30

Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 30
FOLK VIKAN í BREMERHAVEN Á búðarápi með íslenskum sjómönnum - sem allir koma við hjá þeim Eddu og Magnúsi TEXTI OG MVNDIR: HJALTI JÓN SVEINSSON Einn er sá staður í Brem- erhaven í Þýskaiandi sem íslenskir sjómenn heimsækja þegar þeir eiga þess kost. Þessi staður lætur kannski ekki mikið yflr sér en engu að síður þyrpast menn þangað um ieið og þeir stíga fæti á land. Þetta er verslun sem þau hjónin Edda Pálsdótt- ir og Magnús Björgvinsson reka undir naíhinu Óðinn. Raunar nær starfsemi fyrir- tækisins yfir fleira en verslun- arreksturinn því það annast ýmiss konar fyrirgreiðslu við íslensk fiskiskip, sem sigla með afla sinn til Bremerhaven, en það er önnur saga. Verslunin umrædda er sú fyrsta sinnar tegundar sem opnuð er í Bremerhaven. Þar geta sjómennirnir keypt sér tollffjálsan varning, svo sem áfengi, tóbak, sælgæti, ilmvötn, rafmagnstæki og margt fleira sem of langt yrði upp að telja hér. Raunar eru fleiri aðilar í borginni sem selja sjómönn- unum toilfrjálsan varning en það fer þá þannig firam að þeir fara með bæklinga um borð í skipin sem sjómennirnir geta síðan pantað eftir. En hjá þeim Eddu og Magnúsi geta þeir séð vöruna með eigin augum áður en kaupin eru gerð. Þetta þyk- ir flestum vænlegri kostur heldur en að panta eftir bækl- ingum. Á vakt allan sólarhringinn >rAfgreiðslutíminn hjá okkur er sveigjanlegur og fer eftir því hvenær skipin koma inn. Venjulega opna ég ekki fyrr en um sjöleytið og er þá fram eft- ir kvöldi en á sunnudögum er ég hér þegar skipin koma inn og loka ekki fyrr en áhafnirnar hafa keypt það sem þær van- hagar um,“ sagði Edda þegar blaðamaður Vikunnar leit inn Edda og Magnús fyrir ffaman fríverslunina Óðin. hjá henni um daginn. Þá var mikið um að vera. Reykjavík- urtogarinn Vigri var þá rétt skriðinn í höfn og það var ekki að sökum að spyrja, sjó- mennirnir þyrptust inn í versl- unina um leið og þeir höfðu gert sig klára eftir siglinguna og farið í „bæjarfötin". Edda var á þönum við að af- greiða. Einn vildi kaupa gott ilmvatn handa konunni, annan vantaði öflugan skrúflykil og sá þriðji spurði um úrvals koníak. Edda sætti færis með að spyrja frétta að heiman, á milli þess Ein sjómannsfrúin á Vigra notaði tækifærið og keypti ýmislegt sem hana vanhagaði Magnús var að puða á lagem- um þegar blaðamann bar að garði. ODORE GEWUHZE GmbH J. STAESZ JR GEWURZE ODIN Schillsausrústung Gr IMPORT - EXPORT HOEBELSTR. NR 24 sem hún afgreiddi varninginn, og það var ekki fyrr en menn höfðu keypt nægju sína sem hún gaf sér tíma til að spjalla við blaðamann. „Það koma svona tvö eða þrjú skip í viku yflr vetrartím- ann en heldur fáerri á sumrin. Flestir versla hér hjá okkur og þetta er orðið miklu viðameira en mig óraði nokkurn tíma fyrir. Við erum einnig með pöntunarþjónustu og það hef- ur ferst mjög í vöxt að menn notfæri sér hana. Þeir panta allt milli himins og jarðar, svo sem verkferi og varahluti í bíla svo eitthvað sé nefht." Opnuðu í fyrrasumar Það var í fyrrasumar sem Edda og Magnús opnuðu versl- unina. Áður höfðu þau einung- is verið með pöntunarþjónust- una sem þau reka enn. Versl- unin var því hrein viðbót. „Við erum tveir sem erum stærstir í skipahöndluninni," sagði Magnús. „Hinn er aðeins með pöntunarþjónustu svo við höf- um verslunina fram yflr hann ef svo má segja. Það reyndist engum erfiðleikum bundið að fá að opna hana, við sóttum bara um leyfi hjá tollyfirvöld- um og það reyndist auðsótt mál.“ Magnús sagði ennfremur að við þau hjónin versluðu sjó- menn af öllum íslenskum fiski- skipunum nema þrem. „Menn koma bara hingað og kaupa það sem þá vantar, rétt eins og þeir væru staddir í Hagkaupi. Við erum vel staðsett hérna rétt við höfhina og verðið hér er mjög hagstætt, þar sem var- an er tollfirjáls." Og svona eins og til að undirstrika þessi síðustu orð Magnúsar kallaði einn skip- verjinn á Vigra innan úr versl- uninni: „Hver fjárinn, Edda, þessi ilmvötn hjá þér eru tals- vert ódýrari en í Fríhöfhinni. Ég held að maður verði að skella sér á eitt glas.“ 30 VIKAN 15. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.