Vikan


Vikan - 27.07.1989, Page 41

Vikan - 27.07.1989, Page 41
QÆLUDYRin Það er í lagi að vera bæði með dýr og ungbörn á heimilinu TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR Hún Svava, sem sendi okkur þessa skemmtilegu katta- sögu, lagði einnig fyrir okkur spurningu. Spurn- ingin er: Má hafa ketti eða hunda þar sem eru ung börn, til dæmis ekki nema átta mán- aða gömul? Sérfræðingarnir segja okkur að ekkert sé því til fyrirstöðu en hins vegar verði heimilis- fólkið að gera sér grein fyrir því að ungt barn getur áreitt dýrið, miklu fremur en að dýr- ið áreiti barnið, og þess vegna verður að fylgjast vel með öllu. Börnum hættir til að vilja nota dýrið sem leikfang, þau eru alltaf að reyna að taka það upp, jafhvel setjast á bak þess ef það er nógu stórt til þess og barnið nógu lítið. Dýrið fær þannig seint eða aldrei að vera í friði. Fullorðna fólkið á heim- ilinu verður þá að skakka leik- inn. Ef um hvolp eða kettling er að ræða verður að taka tillit til þess að dýrið þarf mikið að sofa og hvíla sig, ekki síður en ungbarn, og verður að fá að vera í friði. Eldri dýr þurfa líka að fá að vera ein út af fýrir sig þegar þau óska þess, þótt þau þurfi ekki eins mikinn svefn og ungviðið. Þau þola alls ekki að alltaf sé verið að kássast utan í þeim og áreita þau. Það er þessi stöðuga áreitni sem getur valdið vandræðum og jafhvel orðið til þess að dýr- ið snúist til varnar. Það er þá ekki vegna þess að það sé grimmt í eðli sínu heldur vegna þess að það reynir að verja sig og það getur vel skap- ast ótti hjá dýrinu við þessar aðstæður. Hrætt dýr er engum til ánægju eða gleði og það getur valdið vandamálum. Af þessu leiðir að fólk verð- ur að gera sér fulla grein fyrir hvað það er að gera ef það tek- ur dýr inn á heimili þar sem eru ung börn, svo ung að þau skilja ekki að dýrið er ekki leikfang á borð við bangsa eða dúkku. Fullorðna fólkið verður að sjá til þess að dýrið fai ffið en það verður líka að fá at- hygli. Þetta gildir til dæmis þegar nýtt barn bætist í fjöl- skylduna. Margir bregða sér þá til dýralæknisins og biðja hann um að losa sig við hundinn eða köttinn og segjast vera hrædd- ir um að dýrið geti skaðað ungbarnið. Fá dæmi munu vera um að slíkt hafi gerst. Sér- ffæðingar segja að fólk noti komu bamsins sem átyllu vegna þess að innst inni vilji það losna við dýrið en hafi ekki fram að þessu getað feng- ið sig til að láta lóga því. En dýrið verður að fá að kynnast barninu og eigendurnir, sem ffam til þessa hafa sýnt dýrinu mikla umhyggju og veitt því ómælda athygli, mega ekki reka það út í horn og vanrækja það algjörlega. Ef dýrið nýtur sömu umhyggju og athygli og áður er ekki ástæða til að ætla annað en að fjölskyldan geti lifað saman í sátt og samlyndi ffamvegis sem hingað til. Dýrin og sumarfríið Önnur spurning sem okkur hefur borist: Er hægt að fá hunda og ketti geymda ein- hvers staðar meðan fólk fer í sumarleyfi og þarf að búa dýr- in sérstaklega undir þessa vist? Hjá Kattavinafélaginu feng- um við þær upplýsingar að hægt væri að koma köttum fýr- ir á Dýraspítalanum í Víðidal og auk þess á tveim stöðum öðrum á Reykjavíkursvæðinu. Á dýraspítalanum eru kettirnir ekki látnir út undir bert loft á meðan þeir eru þar í geymslu en fá að leika sér utan við búr- in hluta úr degi. Hunda má vista á Arnarstöð- um í Hraungerðishreppi. Þar er rekið Hundagæsluheimili Hundaræktarfélags íslands og Hundavinafélagsins. Á Arnar- stöðum eru hundarnir í básum en geta komist út í girðingar sem eru fyrir utan hvern bás. Einnig er farið með þá í göngu- ferðir svo þeir fá góða hreyf- ingu. Á dýraspítalanum er einnig hægt að fá hunda geymda og þar eru þeir hafðir úti allir saman í einni girðingu á daginn. Ekki er hægt að búa dýrin á neinn sérstakan hátt undir vistina fjarri heimili sínu en yfirleitt er talið rétt að láta þau hafa með sér bælið sitt eða að minnsta kosti eitthvað sem minnir þau á eigendurna. Fékk aÓ setja köttinn í dúkku- föt og bleiu Hæ, hæ, kæra Vika! Ég er ritstjórunum mjög þakklát fyrir gæludýraþáttinn og ég ætla að segja ykkur sögu af ketti sem ég átti. Hann hét Þormóður Logi, skrítið nafn en skýringin á því kemur íiram í sögunni. Hann Þormóður L. var mjög vitur köttur. Ég fékk að klæða hann í dúkkuföt og setja bleyju á hann. Eitt sinn, þegar ég var búin að klæða hann svo oft, þá var hann farinn að sitja graf- kyrr og rétti fram loppurnar þegar hann fór í peysuna. Svo var hann settur í kerru og keyrður um alla íbúðina. Hann var orðinn þekktur fýrir það hvað hann var sér- stakur og sumir buðu meira að segja í kattarræfilinn, aðrir sendu honum fisk á hverjum degi. Nafnið fékk hann af því að hann þefaði af logandi kerti þannig að veiðihárin brunnu og þar kom Loga nafiiið, en Þormóður af því að þegar hann lék sér þá lafði tungan út úr honum eins og hundi. Bless, Svava Kristín, Aratungu 15. TBL, 1989 VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.