Vikan


Vikan - 27.07.1989, Side 46

Vikan - 27.07.1989, Side 46
MEGRUN Lífræn aðferð til staðbundinnar grenningar TEXTI: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR „Body-Design“ megrunar- kerfið, sem nýkomið er til landsins, er lífræn aðferð til staðbundinnar grenningar. Krem eru borin á svæðin sem fólk vill grenna og notað er plast sem vafið er um svæðin. Framleiðendur mæla með því að fyrst sé farið í heitt bað og jafnvel nudduð þau svæði, sem grenna á, til þess að örva blóðrásina. Svo er rétt að fara á salemið áður en hafist er handa við meðferðina. Kremið er borið á og nuddað inn í hörundið án þess þó að það hverfi alveg inn í húðina. Næg- ir þriðjungur úr glasinu á lík- amann hverju sinni. Kremið inniheldur meðal annars hesta- kastaníu, nornahesli, berg- fléttu og fleira. Efni úr þessum jurtum auka meðal annars þvaglát og hafa áhrif á bláæða- kerfið. Næsta skrefið er að vefja sig plasti frá ökklum upp að brjóstum. Svo er hvíld í klukkutíma. Mælt er með að liggja með kodda undir höfði og fótum. Ekki er gott að svitna meðan plastið er utan um líkamann því við það minnkar verkun kremsins. Eftir klukkustund á að klippa plastið sundur og nudda því sem eftir er af kremi á húðinni vel inn í hana. Ef tek- ið er mál af þeim svæðum, sem á að grenna, fyrir og eftir með- ferðina er hægt að fylgjast með breytingum. Meðferðin er svo tekin á 5— 8 daga fresti þangað til tilætl- uðum árangri er náð. Milli meðferða er notað annað krem sem inniheldur einnig efni úr jurtum. Það er hlaup sem á að nudda alveg inn í hreina húðina kvölds og morgna. Þeir sem skyldu varast að nota Body-Design meðferðina eru sykursjúkir, ófrískar konur og konur með barn á brjósti, fólk með æðahnúta og þeir sem hafa of háan blóðþrýsting skyldu varast að vefja plastinu mjög þétt utan um sig. Ekki á að nota meðferðina meðan á blæðingum stendur." • LJÓSMYNDASAMKEPPNI KODAK EXPRESS GÆÐAFRAMKÖLLUNAR OG VIKUNNAR • 17 myndavélar o.fl. Eina skilyrðið er að notuð sé Kodak filma og framkallað hjá Kodak Express Gæðaframköllun. Hún er á eftirtöldum LATTU OKKUR FRAMKALLA SUMARBROSIÐ! Allir geta tekið pátt í Sumarbrosinu, hinum einfalda sumarleik. Hann felst einfaldlega í því að skila inn myndum af sumarbrosi (fólki eða dýrum) eða broslegri mynd. í hverjum mánuði verða birtar fjórar athyglisverðustu myndirnar og besta mynd sumarsins verður valin í september úr öllum innsendum myndum. Vegleg verðlaun eru í boði: utanlandsferð. • Verslanir Hans Petersen, Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Kringlunni og Lynghálsi • Ljósmyndaþjónustan, Laugavegi 178 • Kaupstaður, Mjódd • Veda, Hamraborg, Kópavogi • Filmur og Framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði • Ljósmyndahúsið, Dalshrauni 13, Hafnarfirði • H(jómval, Keflavík • Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi • Bókaverslun Jónasar Tómassonar, (safirði • Pedrómyndir, Hafnarstræti og Hofsbót, Akureyri • Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti, Akureyri • Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki • Vöruhús KÁ, Selfossi. Lesið nánar um Sumarbrosið í Vikunnil

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.