Vikan


Vikan - 27.07.1989, Page 54

Vikan - 27.07.1989, Page 54
5MA5AC5A Eftir Robert Edmond Alter Ég hef ekki trú á skttvopnum Hann var gamall einstæðingur sem hafði aðsetur sitt úti í skógarfenjunum við fljótið; borinn og barnfæddur þarna í Okefenokee og hafði aldrei borg augum litið, ekki einu sinni komið í þorp sem vert væri að nefna því nafni. Hann sá sjónvarp í íyrsta skipti þegar kosningabarátta þeirra Lyndons Johnson og Goldwaters var að heíjast; það var í búðarholunni hjá lend- ingarstaðnum við fljótið og að hans dómi át hvor þeirra úr sínum poka, ekki nokkur leið að gera upp á milli þeirra. — Þú segir það, varð feita kaupmannin- um, Joel Stutt, að orði. — Hvorn þeirra hugsar þú þér þá að kjósa, Jube sæll? Þá brosti Jube gamli sínu milda, breiða brosi og hallaði undir flatt. — Hvorugan, held ég, svaraði hann, mér finnst það ekki sitja á mér að gera nokkuð það sem styggt gæti annan hvorn þeirra eða sært; þetta eru sjálfsagt öðlingsmenn, báðir tveir. Það gat verið örðugt að átta sig á honum Jube gamla Wiggs. Það var eins og kaup- maðurinn sagði á stundum við snörufang- arana, skytturnar og krókódílaveiðimenn- ina og konurnar þeirra, þegar sá mann- skapur var staddur í búðarholunni hans í viðskiptaerindum eða þó kannski fyrst og fremst til að rabba saman stundarkorn. - Maður getur aldrei vitað með vissu hvort þetta er alvara hans og að hann sé þá eins heimskur og hann sýnist eða hvort hann er í rauninni að gera gys að manni. Meðal þeirra sem þekktu Jube gamla nokkuð að ráði mundu þeir þó hafa verið í meirihluta sem álitu að honum væri full alvara með orðum sínum og væri hann þó ekki eins heimskur og hann virtist í fljótu bragði. Og hjartagóður var hann, ekki var að efast um það; maður sem svo sannar- lega vildi engum mein gera. En Joel kaupmaður hafði nú samt nokkr- ar áhyggjur af Jube gamla. Honum féll við karlskarið og hann gat ekki litið svo á að það væri forsvaranlegt að svona aldraður einbúi hefðist við þarna úti í skógarfenjun- um, fjarri allri byggð, jafnvel þó að hann hefði búið þar alla ævi og faðir hans einn- ig. Afl hans reyndar líka, að minnsta kosti mestan hluta ævinnar... það var Wiggs, afinn, það þráablóð, sem lét svo um mælt, þegar hann kom heim úr borgara- styrjöldinni, að hann vildi ekkert meira hafa við þennan heim saman að sælda, hann mætti fara til fjandans sín vegna. — Ég er staðráðinn í að taka mér bólfestu ein- hvers staðar þar sem ég þarf aldrei að líta lifandi Norðurríkjamann eða uppreisn- armann augum á meðan ég tóri og farvel Frans. Svo má sjálfúr neðribyggðarforing- inn hirða lýðinn... — En athugaðu það, Jube sæll, sagði Joel, þá sjaldan gamli maðurinn lét sjá sig í búðarholunni við lendingarstaðinn. Þeir, hann afi þinn og hann faðir þinn, þeir höfðu báðir að minnsta kosti byssu að vopni. Sérðu það ekki, maður, að þetta getur verið stórhættulegt! Að hafast ein- samall við þarna úti í skógarfenjunum, langt frá allri byggð, innan um slöngur og krókódíla — og hafa ekki einu sinni byssu! Það er ekki nokkurt vit, maður! Það fer varla hjá því að þú ljúkir ævinni annað- hvort í slöngubúk eða krókódílskjafti! En Jube hallaði einungis undir flatt. — Byssu, já, sagði hann. Það er nú einu sinni sisvona að sá sem hefur byssu við höndina hleypir af henni skoti fýrr eða síðar. Afi gamli skaut margan manninn í borgarastyrjöldinni, faðir minn skaut og skaut á þá í átökunum við Crane Crick og svo var drengurinn minn skotinn þarna í Okinawa. En ég er þannig gerður að ég vil ekki vinna neinum manni mein. Ég mundi ekki geta litið til sólar þegar skaparinn léti hana upp renna morguninn eftir að ég hefði orðið mannsbani. Skaparinn var í þann veginn að láta sól sína ganga undir þegar Jube gamli reri kænunni sinni inn á síki sem rann út í Wuwanneefljótið úr dálitlum fenpolli, um- girtum hávöxnu skógarþykkni. Fugl lét til sín heyra uppi í liminu og bjöm, sem sat og sleikti lirfúr af föllnum trjástofni, lyfti hausnum og hnusaði þegar hann fann þef- inn af Jube gamla. Stórvaxin vatnaslanga hlykkjaðist undan þegar báturinn nálgað- ist og skrifaði hvert a-ið af öðru á myrkan flöt poilsins. Bakkar pollsins voru eitt fúafen, að svo miklu leyti sem þeir vom sjáanlegir fýrir hávöxnu sefinu, slútandi greinum og fljótandi trjábolum, og yfir þá gnæfði svo þéttur og hávaxinn frumskógurinn allt um kring eins og leiktjöld á sviði. Jube reri yfir þveran pollinn að bakkanum. Þar gat að líta híbýli hans. Gamlan og grautfúinn húsbát sem lá bundinn við miklar og kræklóttar trjárætur. Þarna á pollinum, undir myrku laufþakinu, var dvalarstaður hans að þessu sinni. Hann flutti nefhilega húsbátinn úr stað öðru hverju; það fór eftir því hvar vænlegast var að leggja gildrurnar í það og það skiptið. Það var mesta strit að færa húsbátinn; Jube gamli varð að binda hann aftan í kænuna og þá varð þungur róðurinn, eins og hús- bátsskriflið var vatnssósa orðið. Hann hafði aldrei haft þau peningaráð að hann gæti keypt sér utanborðsmótor og þó að það hefði kannski verið vinnandi vegur að spara saman fýrir honum hefði hann eytt þeim ósköpum í bensín að það var ekkert viðlit. Jube var ekki sem ánægðastur með stað- inn þar sem húsbáturinn lá að þessu sinni. Þama var nefnilega krökkt af krókódílum allt um kring. Krókódílamæðurnar hreiðr- uðu um sig inni í sefinu og þær voru ekki lambið að leika sér við um meðgöngutím- ann og fýrstu vikurnar eftir að þær gutu. En það var gnægð loðdýra í skóginum þarna í grennd við bakkana og það var honum í rauninni ærumál að viðhalda erfðavenjunni og hafa veiðigildrurnar þarna þá mánuðina sem þær gáfú mestan feng. Gamli maðurinn lagði kænunni að hús- bátnum og batt hana með kaðalspotta. Síð- an dró hann pokana með niðursuðudósun- um upp úr kænunni um borð í bátinn og dröslaði þeim aftur á veröndina. Þar var verkstæðið hans, ef svo mátti að orði komast. Þar stóð fláningarborðið hans og grindurnar þar sem hann strengdi skinnin. Jube gamli gekk út á landgöngubrúna á stjómborða. Tveggja metra langur krók- ódíll lá í sefinu og starði á hann köldum glyrnum. Krókódílunum þótti matur í dýraskrokkunum sem Jube fleygði fyrir borð þegar hann hafði flegið af þeim skinnið en eigi að síður fór fjarri að þeir auðsýndu honum nokkurt þakklæti. Þessi glennti til dæmis upp efri skoltinn, svo að sá í oddhvassa tanngarðana og rauðan 52 VIKAN 15. TBL 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.