Vikan


Vikan - 27.07.1989, Síða 67

Vikan - 27.07.1989, Síða 67
5TJ0RNUMERKI Ljónið og ástin Eigir þú ljón fyrir aðdáanda kemst þú ekki hjá því að vita það. Hann er tilfinningaríkur, ákafúr elskhugi sem getur íátið sína heittelskuðu halda að hún sé miðpunktur alheimsins. Hann hælir henni og hrósar mikið en það þýðir ekki að ætla sér að fara út með ljóninu og vera ekki í sínu fínasta pússi. Rétt er að leggja sig heldur meira fram en venju- lega því ljónið ætlast til þess. Ljónið sem vinur Maður skemmtir sér kon- unglega með ljóninu og það er þægilegt að eiga það að vini. Þegar kemur að því að ljónið skuli endurgjalda gestrisni þá er það gert með miklum glæsi- brag. Það er ástæðulaust að óttast að ekki sé hægt að standa því jafhfætis á þessu sviði eða koma sér í fjárhags- vandræði til þess að endur- gjalda velgjörðir ljónsins, því SÍÐARI HLUTI: Þannig ew Ijónið líður nefnilega best þegar það fáer að gefa og þegar það sér að gjafirnar eru metnar. Sjái ljón- ið að vinunum gengur ekki allt of vel að skipuleggja líf sitt hættir því til að grípa inn í og leiðbeina. Ljónið vill vel en það getur þó orðið einum um of forvitið og afekiptasamt. Sé því bent á það tekur það slíku vel. Það er alltaf tilbúið að biðjast afeökunar og sendir gjarnan blóm til þess að sýna í verki að það sér eftir því sem það hefúr gert. Ljónið í daglega lífinu Ljónin eru mjög viðkvæm og viðkvæmari en flesta grunar. Það kemur kannski ekki fram í fýrstu en þau eru auðsærð og þá er ekki aðeins um tilgerð að ræða eða flótta frá raunveruleikanum heldur er þessi tilfinning raunveruleg. Vel getur verið að ákafinn sé einn besti eiginleiki ljónsins og ljónið er yfirleitt mjög glaðlynt og bjartsýnt en oft að ástæðulausu. Ljónin ættu að gæta sín á þessu því afleiðingin getur verið sú að þegar á móti blæs verða þau niðurdregnari og þunglyndari en margir aðr- ir. Þetta geðslag ljónsins minn- ir einmitt á skyndilega sumar- rigningu sem hreinsar loftið og kælir. En þetta líður fljótt hjá, ekki síst ef vinur segir fá- ein hressileg orð eða kemur með smágjöf. Já, það þarf kannski ekki meira en kaffi- bolla til þess að fá sólina til að gægjast fram milli skýjanna á nýjan leik. Ljónið er mjög dramatískt í framkomu og því hættir til að setja á svið smáleikþætti í tíma og ótíma. Ljón, sem er ekki í fúllkomnu jafnvægi, reynir að komast í sviðsljósið og vekja á sér athygli á allan mögulegan hátt en betur sett ljón lætur sér nægja að skemmta sjálfú sér og vinum sínum með smá- uppákomum. Ljónið hefur mikla þörf fyrir að tjá sig og það með ýmsu móti. Það getur haft gaman af að dansa eða mála og það gerir það hvort sem það gerir það vel eða illa og þeir sem ætla að gefa ráð eða gagnrýna geta alveg sleppt því. Ljónið og hjónabandið Ljónin verða að fara varlega í sakirnar í hjónabandinu þar sem þau eru svo ákveðin. Það er ekki auðvelt fýrir unga stúlku að giftast Ijóni sem er drottnunargjarnt og stjórn- samt.- Konur í ljónsmerkinu verða að læra að vera eigin- konur - þær vilja ráða en verða að gera það svo lítið beri á. Ljónið sem eiginmaður verður að gæta þess að vera ekki of drottnunargjarnt við konu sína en um leið er rétt að hún geri sér grein fyrir því að hvað sem ljónið kann að segja þykir því svo sannarlega vænt um konu sína. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Margar frístundir og óvenjumikið samband við kunn- ingjana hressa þig mikið og þú lítur bjartari augum á hversdags- leik tilverunnar. Þú er spenntur og eftirvæntingarfullur, en farðu samt rólega. Nautið 20. apríl - 20. maí Þú ert í tímaþröng en tekst þó að koma öllu af í tæka tíð. Þú vinnur á þitt band per- sónu er þú álítur mikils virði að njóta stuðnings frá. Fjárhagslegir erfiðleikar úr sögunni um tíma. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Annir þínar eru of miklar þannig að þú vinnur verk þín ekki eins vel og æskilegt er. Eyddu ekki miklum tíma I þras, það þýðir ekki að deila við dóm- arann. Þú skemmtir þér vel á laugardag. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Þú gefur kunningja þín- um hugmynd sem hann gerir sér mat úr. Þú færð hluta af vinnu þinni launaðan í hlunnindum. Þótt þú teflir á tæpt vað eru miklar líkur á að þú hafir heppnina með þér. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Fjölskyldu þinni bætist eign sem þarfnast nokkurrar umönnunar, en veitir ykkur öllum mikla ánægju. Þú ert óvenju af- kastamikill heima fyrir. Eldri kona leitar aðstoðar þinnar. Happatala fjórir. Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Þú ert ósanngjarn og ættir samkvæmt samvisku þinni að skera niður fullyrðingar þínar um ákveðið efni. Þú fyllist mikl- um eldmóði við björgun verð- mæta. Þú ert dálítið utan við þig og taugaóstyrkur. Vogin 23. sept. - 23. okt. Hugmyndir um breyting- ar á húsnæði eru ofarlega á baugi. Það ríður á að framkoma þín sé fyrsta flokks, það er ekki nóg að hæfileikarnir séu fyrir hendi. Þú verður fyrir töfum á ferðalagi. Sporðdrekinn 24. okt. —21. nóv. Þú' ert dálítið kvíðinn vegna verks sem þú hefur tekið að þér en skortir þjálfun til að hagstætt geti kallast. Kunn- ingjarnir bera upp við þig tillögu sem þú skalt íhuga vel. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þú hefur nýlokið verk- efni, sem hefur reynt mjög á kraftana, og ert því ekki vel bú- inn til nýrra átaka. Gefðu þér tíma fyrir sjálfan þig. Þú færð þaulsætinn gest. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Þú ferð í sendiferð sem verður mun skemmtilegri en við var að búast. Þú hagnast vel á vöruskiptum. Þú tekur virkan þátt í áhugamáli félaga þíns. Það er óvenju rólegt á vinnustað. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Þú ert mjög hamingju- samur og ánægður með lífið, en þú ert of þreyttur. Óvænt happ um miðja vikuna léttir af þér nokkurri byrði. Gleymska annarra gefur þér frest til að leggja hlut- ina niður fyrir þér. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Skemmtileg vika í vændum. Þú færð að sjá, heyra og reyna ýmislegt er þig hefur lengi dreymt um að kynnast. Um- gengni við fjölskylduna mætti vera meiri. Skuldheimtumenn eru nokkuð aðgangsharðir. 5TJORNU5PA 15. TBL 1989 VIKAN 65

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.