Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 9

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 9
LEIKLI5T fallega söngrödd og var söngur aðal- aukafagið hennar í skólanum, eins og hún segir. Hún á ekki langt að sækja sönghæfi- leikann, móðir hennar Helga Guðmunds- dóttir ætlaði sér að verða söngkona og móðurfólk hennar, sem ættað er úr Hrísey, er þekkt sem mikið söngfólk — lífsglatt og söngelskt. „En það var hún amma mín, Sigríður, sem mér flnnst svo sérstaklega merkileg kona. Hún var í námi í Kaupmannahöfn fyrir aldamót, þar sem hún lærði klæð- skeraiðn og bakaraiðn. Þegar hún kom heim þá giftist hún Guðmundi Jörunds- syni — Hákarla-Jörundar sem var einn rík- asti maður á Norðurlandi á sínum tíma. Hún og afi bjuggu á Þönglabakka í Þor- geirsfirði og voru mjög stórhuga því að þau lögðu allan föðurarfinn hans undir og ætluðu að kaupa togara — sem hefði þá verið fyrsti togari íslands! Afi var að undir- búa förina út til að sækja togarann en áður en til þess kom þá drukknaði hann. Amma stóð nú ein uppi með stóran barnahóp og var búin að missa nær allt sitt. Ýmsir lögðu hart að henni að leysa upp heimilið, en hún gat víst ekki hugsað sér að sjá af einu einasta barni. Kannski hefur það líka hjálp- að til að hún var búin að afla sér menntun- ar og um leið víðsýni, þannig að hún hefur frekar en margar aðrar konur treyst sér til að standa á eigin fótum. Alla vega neitaði að leysa upp heimilið og það sem meira er: hún gekk inn í banka á Siglufirði og bað um lán, sem hún fékk og fyrir það byggði hún sér steinhús. Hún vann síðan fyrir sér með klæðskerastörfum, saumaði karlmannaföt, og tókst að koma öllum börnum sínum tii manns. Hún hefur verið mjög merkileg kona og sósíalísk, því hún var einnig mikil baráttu- kona og hélt því alltaf fram að það að vera sósíalisti og að vera kristinn ætti saman. Mamma mín elst sem sagt upp á hjá þess- ari konu. Mamma fékk snemma áhuga á tónlistinni og amma studdi öll sín börn til að gera það sem þau langaði til, sem varð síðan til þess að mamma fór í Tónlistar- skólann í Reykjavík. Mamma spilaði meira að segja í hljómsveit Karls Runólfssonar á ísafirði. Hún og systir hennar ætluðu síðan í ffamhaldsnám til Vínar, en áður en til þess kom þá veiktist systir hennar af berkl- um og dó. Þetta hefur verið mikið áfall, því önnur systir þeirra dó líka, mamma fór því ekki í frekara nám enda hitti hún pabba um þetta leyti og þau giítu sig. Ég ólst því upp á miklu tónlistarheimili og fékk góðan stuðning í tónheyrn og raddbeitingu sem hefur komið sér til góða í starfmu." Alltaf að ala upp annarra börn Margrét er farin að líta á klukkuna og Helga er búin að koma og spyrja hana hvort þær þurfi ekki að fara að fara — hjálp- ar mömmu sinni að passa upp á tímann. Ekki eru nema örfáar mínútur þar til hún á að vera mætt niður í Óperu, en þangað er stutt. Við eigum því að venjast að leikhús- in starfi á fullu yfir vetrarmánuðina — þeg- ar veðrið er vont og erfitt að drífa sig út úr húsi - og séu lokuð á sumrin, hvernig stendur því á þessari leiksýningu núna um hásumar? „Þetta er tilraun hjá okkur til að lífga upp á sumarið þegar lítið er að gerast í menningarlífinu. Við köllum þetta Hunda- aga ’89 og þeir sem að þeim standa eru ónlistarfélag Kristskirkju, Alþýðuleikhús- og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. erndari daganna er dr. Alfreð Jolson SJ, úskup. Listin gerir allt fyrir mann — gerir ífið þess virði að lifa því; gleður, vekur, eitir ánægju. Hún verður ekki metin til ár. Listina má ekki heldur færa úr tengsl- við fólkið; það á enginn að þurfa að gsa sem svo: ‘Þetta er of merkilegt fyrir g.’ Listamenn mega ekki heldur sýna oka. Þú ferð inn í listgrein með lítillæti síðan getur það gerst að það er eins og ðin séu af þér tekin og þú veist ekkert vernig þetta fer. Og mér finnst að þeir em búa yfir einhverjum hæfileikum verði láta aðra njóta þeirra." Þær drífa sig að lokum mæðgurnar, orðnar 5 mínútum of seinar, en það var erfitt að slíta talinu. Áður en Margrét fer fær Egill nokkur orð í eyra frá henni, því hann var reglulega ókurteis. „Ég er alltaf að ala upp annarra manna börn,“ segir hún og það gerir varla nema gott — allavega ef 'afhvel tekst til og með uppeldið á Helgu. ■ Ég var á sínum tíma í hópi þar sem spennan var ráðandi. Við vorum sífellt að gera eitthvað sem æsti það vonda upp í manni, en allt í einu var eins og ég fengi nóg ... ■ Margir leikarar L.R. þurftu að vinna aðra vinnu með leiklistinni til að geta framfleytt sér og sínum. Þetta fólk er svo búið að gefa svo óskap- lega mikla vinnu og 30-40 ár af ævi sinni og er kannski ekki enn með mannsæmandi laun! ■ Ýmsir lögðu hart að henni að leysa upp heimilið, en hún gat víst ekki hugsað sér að sjá af einu einasta barni. ■ Listina má ekki heldur færa úr tengslum við fólkið; það á enginn að þurfa að hugsa sem svo: ’Þetta er of merkilegt fyrir mig.’ 16. TBL 1989 VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.