Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 35

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 35
ATVmriULEIT ATVINNULEU TEXTI: ÞÓREY EINARSDÓTTIR . UÓSM.: KATRÍN ELVARSDÓTTIR Þegar kemur að því að leita að frambúð- arstarfi liggur beinast við að leita til ráðn- ingastofa eða kanna atvinnuauglýsingar dagblaðanna. Stundum er fólk beðið um að hringja eða mæta á staðinn, í sumum til- fellum eru umsækjendur beðnir um að fylla út sérstök umsóknareyðublöð sem fást hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofhun, en oftast nær eru lysthafendur beðnir um að senda inn skriflega umsókn. Umsóknar- eyðublöðin eru þægileg fyrir þá sem eiga erfitt með að koma fyrir sig orði á blað, en þau gefa umsækjandanum lítið feri á persónulegri ffamsetningu. ATVINNUUMSOKN Það er mikil kúnst að semja góða at- vinnuumsókn. Víða erlendis, einkum í Bandaríkjunum þar sem raunar eru skrif- aðar bækurúm alla skapaða hluti, má finna fjöldann allan af bókum, um hvernig setja á fram umsókn og fylgja henni síðan eftir. Mannaráðningar ganga að mörgu leyti öðruvísi fyrir sig þar í landi þar sem flest fyrirtæki eru miklu stærri og umsvifameiri en hérlendis, en þó má hafa nokkurt gagn af þessum bókmenntum varðandi hvernig rétt sé að bera sig að og hvað beri að varast. Grundvallarboðorðið er að sé fólk í alvöru að leita að starfi skuli það ganga til verks af fullri alvöru. Því má alls ekki kasta höndunum til umsóknarinnar. Hún felur í sér fyrstu kynni atvinnuveitandans af um- sækjandanum, kynni sem ef til vill verða ekki lengri, en kunna hugsanlega að varða alla framtíðina. Stórt fyrirtæki í Reykjavík réð fyrir nokkru til sín ritara. Hátt í þriðja tug um- sókna bárust um starfið og margir hæfir. Eitt af því fyrsta sem sá sem ráðninguna annaðist gerði var að raða upp öllum um- sóknunum og flokka þær eftir útliti og uppsetningu umsóknarinnar. Illa skrifaðar og klúðurslegar umsóknir féllu strax úr og að lokum voru þeir umsækjendur sem áttu þrjár vönduðustu umsóknirnar kallaðir til viðtals. Svipuðum aðferðum og þessum er víða beitt. Ályktunin sem atvinnuveitand- inn eða ráðningastjórinn dregur af vand- aðri og snyrtilegri umsókn er sú að hún beri vott um snyrtimennsku og vönduð vinnubrögð viðkomandi, en það eru mikilsverðir kostir við hvers kyns störf. Umsóknin ætti alltaf að vera vélrituð eða skrifuð á tölvu nema sérstaklega sé beðið um eiginhandarumsókn. í Banda- ríkjunum og fleiri löndum tíðkast að senda inn umsókn í tvennu lagi, annars vegar eiginlegt umsóknarbréf, þar sem meðal 16. TBL. 1989 VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.