Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 8

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 8
LEIKLI5T rennslinu ekki fyrr en um miðnætti enda þarf nokkrum sinnum að stöðva sýninguna til að laga eitt og annað sem betur má fara, t.d. þarf að færa sviðsmynd svo leikarar hafi pláss til að hreyfa sig eins og þarf — og detti ekki út af sviðinu. Sumir eru í bún- ingum, aðrir ekki og sumir að hálfú leyti. Búningana gerir Gerla og kjóll Margrétar er víður og mikill, fjólublár að lit, en hún er aftur á móti ekki með neitt á höfðinu - nema hárið á sér auðvitað sem klippt er samkvæmt nýjustu tísku og því í litlu sam- ræmi við kjól samkvæmt tísku miðalda. Tónlistin, sem samin er af Leifl Þórarins- syni, er aftur á móti fullgerð og í einu atriðinu dansa örlaganornirnar eftir henni ögrandi dans, sýningunni er ætlað að ná til sem flestra og til þess að gera verkið að- gengilegt fyrir hvern sem er þá hefúr Sverrir Hólmarsson þýtt það upp á nýtt á máli sem er nær daglegu tali. „Shakespeare er alþýðuskáld", segir Margrét í 20 mínútna hléi sem gert var á rennslinu. „Leikrit hans voru mjög vinsæl hjá alþýðunni, enda ætluð öllum — ekki einhverjum útvöldum hópi. Og við erum hér að reyna að fara aðra og kannski beinni leið að efninu. Leikrit Shakespeares eru þó sígild. í Macbeth er sagt frá hjónum sem láta ágirndina stjórna lífi sínu - þau völdu það illa í sjálfum sér í stað þess góða. Ágirndin leiddi þau í að ffemja ódæðisverk og eitraði síðan líf þeirra, þó þeim hafl tekist að fá það sem þau ætluðu sér. Ódæðismennirnir fá svo makleg mála- gjöld að lokum. Við erum öll svona. Innra með okkur býr bæði gott og illt. Stundum skil ég t.d. ekki hvað það var sem bjargaði mér ffá því að lenda ekki illa út úr líflnu. Ég var á sínum tíma í hópi þar sem spenn- an var ráðandi. Við vorum sífellt að gera eitthvað sem æsti það vonda upp í manni, en allt í einu var eins cfg ég fengi nóg. Ég held að það hafl verið vegna þess að heima við bjó ég við gott atlæti. Ég átti virkilega gott heimili." Spjallið þessa kvöldstund varð stutt, því rennslið tók langan tíma eins og fyrr segir. í hléinu afsakaði Margrét að hún hefði ekki munað allan textann sinn, en hún sagðist vera eitthvað svo þreytt. Varla er það skrít- ið þar sem æft er frá klukkan 10 að morgni til miðnættis, sex daga vikunnar, en að vísu með 3ja klukkustunda hléi um miðjan daginn. Vinkona Margrétar, Ása, sem sat við hlið blaðamanns úti í sal sagði að þær Margrét hefðu verið saman í París nokkr- um vikum áður - til að slaka á - en Mar- grét slakaði þó ekki meira á en það að hún var að læra þar textann sinn og Ása hlýddi henni yfir. „Hún kunni hann alveg utanað og ég meira að segja líka — einnig hlut- verkið hans Erlings," sagði Ása. Við Mar- grét mæltum okkur því mót daginn eftir. „En þú ætlaðir að vera með mér!“ segir þá Helga, dóttir Margrétar, og vonbrigðin leyna sér ekki. Málamiðlunarleið var fúndin: Helga kemur með í viðtalið sem verður heima hjá blaðamanni, en þar er lítill hundur sem hefur mikið aðdráttarafl fyrir börn sem ekki eiga hund sjálf. Daginn þar á eftir hittumst við svo. Helga fer strax að leika sér við Týru og Egil, fjögurra ára ólátabelg blaðamanns. Helga virkar einstaklega þroskuð og elsku- legt barn. Margrét Ijómar þegar hún talar um dóttur sína. „Ég skil ekki enn hvernig mér tókst að eignast svona barn, annar eins gallagripur og ég er,“ segir hún. „Mér flnnst hún alveg yndisleg og mér líkar svo vel við hana sem persónu — og þetta segi ég ekki af því að ég er mamma hennar, mér myndi líka við hana þó hún væri dótt- ir einhverra annarra." Margrét segir að hún og pabbi Helgu, Örn Þorláksson, séu skilin en að samband- ið á milli þeirra allra sé þó mjög gott og að hann sjái ekki sólina fyrir dóttur þeirra. Við erum að drekka kaffi á meðan við röbbum saman og blaðamaður býður Mar- gréti upp á Iíkjör með kafflnu, en Margrét afþakkar — annað rennsli er að hefjast effir skamma stund og hún má alls ekki slaka neitt á. Margrét kom heim úr námi árið 1978 en leiklistarnámið tók þrjú ár og Margrét var í skóla í Bretlandi sem heitir Mountview Theatre School í norðurhluta London. Fljótlega eftir heimkomuna giffu þau Örn sig, en þau höfðu hist eitt sumar- ið þegar Margrét var í fríi heima á íslandi. Hversu góður er listamaður? Leikferillinn minn fór ffemur hægt af stað því hér er yfirleitt ekki prófað í hlutverk hér, nema í sönghlutverk. Leik- stjórar velja yfirleitt leikara sem þeir þekkja eða hafa séð leika, þannig að nýir leikarar eiga dálítið erfitt með að fá tæki- færi til að sýna hvað þeir geta og mér flnnst að það ætti að taka upp próf fyrir hlutverk almennt. Annars er mjög erfitt að meta hversu góður ákveðinn listamaður er. Tökum t.d. tvo tónlistarmenn sem flytja sama verkið. Tæknilega séð eru þeir jafngóðir, en aðeins annar þeirra kveikir eitthvað í brjósti þér... þrár, langanir, gleði, sorg. Hvers vegna? Hversu góður einn listamaður er miðast kannski við það hversu mörgum finnst hann góður. Ég á mér alla vega þá ósk að mér takist að við- halda því takmarki mínu að mér takist að ,reyna alltaf að gera betur í hverju nýju verki sem ég vinn. Gefa 30-40 ár af ævi sinni og hafa ekki enn mannsæmandi laun Alþýðuleikhúsið er á fjárlögum í ár, við fengum 7 milljónir í ár og þess vegna réð- umst við í þetta stóra verk. Macbeth er reyndar fimmta leikritið sem ég leik í und- ir stjórn Ingu Bjarnason. Munurinn á Al- þýðuleikhúsinu og hinum leikhúsunum hefúr kannski einna helst verið sá að þar hefúr hópur af fólki, leikarar jafnt og aðrir, unnið að því í sameinigu að koma upp sýn- ingu. Allir hafa lagt á sig ómælda vinnu enda hefúr verið ekki verið um annað að ræða en duga eða drepast. Andinn sem við þetta hefur skapast innan leikhópsins hef- ur verið alveg stórkostlegur — ekki að það geti ekki einnig gerst án allrar þessarar vinnu — og oftast hafa sýningarnar fengið góða krítík, þannig að atvinnuleikhúsun- um hefur kannski fundið að sér vegið — en þetta hefur kannski líka verið hrós fyrir allt það sem við höfum á okkur lagt. En ég hef líka verið að vinna hjá L.R. í vetur var ég í Sveitasinfóníu Ragnars Arnalds og næsta vetur verð ég í tveim leikritum hjá þeim í Borgarleikhúsinu. Ef við hugsum út í það þá er mjög stutt síðan L.R. varð at- vinnuleikhús. Margir leikarar þar þurftu að vinna aðra vinnu með leiklistinni til að geta ffamfleytt sér og sínum. Þetta fólk er svo búið að gefa svo óskaplega mikla vinnu og 30-40 ár af ævi sinni og er kannski ekki enn með mannsæmandi laun! í raun eru þetta óbein, ómæld verðmæti sem þetta fólk hefur skilað, fyrir utan að gefa 30-40 ár af ævi sinni. Þjóðfélag eins og okkar, sem kallast menningarþjóðfélag, á að sjá sóma sinn í því að umbuna þessu fólki!“ Hún var svo merkileg þessi kona Margrét er reið yfir þessari meðferð á sumum starfsbræðra og -systra sinna, enda alin upp á heimili þar sem jafhréttis- og réttlætisandinn var ríkjandi og faðir henn- ar er Áki Jakobsson stjórnmálamaður. Nokkur hlutverka Margrétar hafa verið sönghlutverk, enda er hún með mjög Margrét og Erlingur Gíslason í hlutverkum sínum í uppfærslu Alþýðuleikhússins á Macbeth í Óperunni. 8 VIKAN 16. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.