Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 12

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 12
5KAFMIÐALEIKURINM Flogið með Flugleiðum í vellystingum á Saga Class á vit ævin- týranna í París. Það er ekki hægt að koma til háborgar tiskunnar öðruvísi en að líta í nokkrar tískuverslanir. Með „Le Chasseur de Maxim’s“ fyrir utan veitingastaðinn heimsfræga eftir ljúfa kvöldstund. TEXTI: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Iglaða sólskini og 30 stiga hita nutu þær mæðgurnar Kolbrún Jónsdóttir og Ágústa Steingrímsdóttir ævintýralegrar helgarferðar til Parísar siðustu daga júlímánaðar. Ágústa hafði verið svo heppin að eiga skafmiðann úr lesendakönn- un Vikunnar, sem dreginn var út og færði henni þannig þessa lúx- usferð í boði Vikunnar, Flugleiða og tískukóngsins Pierre Cardin. Ferðavinningur þessi hafði vakið verulega athygli og hefúr ásamt Costa del Sol ferðunum þremur í boði Veraldar og Castillo de Vig- ia, tvímælalaust átt sinn stóra þátt í því að þúsundir seðla bár- ust blaðinu á þeim tveim mánuð- um sem lesendakönnunin stóð yfir. Það var í vor að Vikan og Klassík sf. sem flytur inn snyrti- vörur Pierre Cardin, sendu skeyti til tískukóngsins með fyrirspurn þess efhis hvort hann væri tilbúinn til að taka á móti ís- lenskum gestum á tískusýning- una þar sem hann mundi kynna haust- og vetrarlínuna í fatnaði. Slíkar sýningar eru aðeins fyrir sérstaka boðsgesti, en það mátti kanna viðbrögðin. Það liðu ekki nema tveir klukkutímar þar til svarskeyti hafðiborist ffá Cardin. Gestirnir voru boðnir hjartanlega vel- komnir. Og ekki nóg með það, Cardin vildi einnig fá að bjóða þeim til kvöldverðar á veitinga- staðnum Espace og sömuleiðis þeim sögufræga stað Maxim’s en báðir þessir staðir eru nú í hans eigu. Nýjasta ilminn í snyrtivöru- framleiðslunni skírði hann ein- mitt eftir síðast nefhda veitinga- staðnum. Til að kóróna boðið hafði Cardin jafnframt á þessum ör- skamma tíma bókað boðsgesti sína á hið glæsilega hótel Park Avenue Hotel, sem er afar vel staðsett í borginni. Flogið á Saga Class Flugfarþegum á leið í slíka lúx- usheimsókn til Parísar var svo vitaskuld ekki hægt að bjóða ann- að en fyrsta flokks þægindi í flugi og þess vegna var bókað á Saga Class Flugleiða heiman og heim. Þeim mæðgum, Kolbrúnu og Ágústu var því eðlilega farið að líða eins og þjóðhöfðingjum strax á leiðinni út sunnudaginn 23. júlí. Það gekk fljótt og vel fyrir sig að losna við töskurnar og fá brottfararspjöldin þar sem farþegar Saga Class ganga beint að sérstakri þjónustu við kom- Leiðsögumaðurinn sem Peugeot bifreiðaverksmiðj- umar lögðu til fræðir hér mæðgumar um merkan sögustað sem staðnæmst var við. una til Leifsstöðvar. Eftir að hafa síðan verslað nægju sína í Frí- höfhinni gátu þær svo látið fara vel um sig í sérstakri setustofu Saga Class farþega iram að því að brottfarartiikynningin hljómaði í hátalarakerfinu. Um borð þurftu þær ekki held- ur að kvarta. Flugfreyjurnar bók- staflega dekruðu við þær mæðgur. Kvöldverður á Espace Á Orly flugvelli í París beið þeirra Ijósmyndari Vikunnar, Gunnlaugur Rögnvaldsson. Ók hann þeim á hótelið þar sem gafet tími til að taka upp úr töskunum og búa sig fyrir kvöld- verðinn á Espace. Sá staður er um þessar mundir einhver vin- sælasti samkomustaður glæsi- fólks borgarinnar, sem fer þang- að til að sýna sig og sjá aðra. Á leiðinni bar Eiffellturninn m.a. fyrir augu. Hann á einmitt aldarafmæli þessa dagana eins og raunar mátti lesa utan á honum. Þúsundir ljósapera mynduðu aldurinn upp eftir turninum. Það voru vel mettar og sælar mæðgur úr Hafnarfirði, sem lögðust til svefiis í vel búnu hót- elherbergi Park Avenue Hotels eftir miðnætti. Og þeirra beið spennandi dagskrá daginn eftir. Tískuföt fyrir tugi milljóna Um miðjan næsta morgun var svo haldið á tískusýningu Pierre Cardin þar sem höfðu verið tekin frá sæti fyrir okkar fólk á úrvals- stað. Þaðan virtu þær Ágústa og Kolbrún fyrir sér hæstlaunuðu tískusýningarstúlkur Parísar- borgar líða um sviðið í tískufatn- aði þeim sem dýrustu tískuversl- anir heims munu bjóða við- skiptavinum sínum í haust og vetur. Samanlagt verðmæti þess fatnaðar sem fyrir augu bar skipti tugum milljóna króna, enda ekki verið að sýna þarna fatnað fyrir einhverjar meðal Jónur. 12 VIKAN 16. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.