Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 25

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 25
TOM5TUMDIR Sigrún Erlingsdóttin Keppum á jafnréttisgrundvelli Sigrún Erlingsdóttir er 17 ára og er því með yngstu keppendunum í fullorð- insflokki, sem hún keppir nú í annað árið í röð. Hún kvaðst hafa farið fyrst á hestbak áður en hún varð eins árs og hafl faðir hennar haldið á henni fyrir ffarnan sig í hnakknum. Hún var aðeins 8 ára þegar hún keppti fyrst, síðan hefúr hún att kappi við félaga sína á hverju ári, fyrst í barna- flokki, síðan unglingaflokki og nú í fúllorð- insflokki. Því er Sigrún enginn nýgræðing- ur í hestamennskunni. Hún var nýkomin frá því að keppa í tölti, en hún hafði verið svo óheppin að vera fyrsti keppandinn í greininni sem er mjög óvinsælt. Dómar- arnir eru nefhilega sagðir hafa tilhneigingu til að nota fýrstu tvo til þrjá hestana til þess að koma sér í æfingu og átta sig á hlutunum. Því gjaldi keppendur þess í einkunnagjöf sem er þá óþarflega varkár og lág. Þess má geta að í töltkeppninni voru 58 keppendur skráðir, þar af voru aðeins 7 konur. Sigrún hefúr alla tíð verið með hesta sína í hverfi Gusts í Kópavogi. Móðir hennar, Sigrún Sigurðardóttir, hefur stundað reiðkennslu í mörg ár og auðvitað hefúr dóttirin hlotið mesta kennsluna hjá henni. { sumar starfar Sigrún sjálf við reið- skóla hestamannafélagsins Andvara í Garðabæ. Hún var spurð að því hvort ekki hafi verið mikii viðbrigði að keppa í fúllorðins- flokki í fyrsta skipti: ,Jú, það eru gerðar til manns miklu meiri kröfur og auðvitað er keppnin meiri og harðari. Það var mikil breyting að hrapa niður úr efstu sætunum í unglingaflokki niður í lægri sæti á meðal hinna fúllorðnu." — En hvers vegna eru svona fáar konur hér á meðal keppenda eins og raun ber vitni? „Margar stelpur taka þátt í unglinga- starflnu en það er eins og þær missi móð- inn þegar þær verða eldri. Við hljótum bara að vera svona góðar eiginkonur mannanna okkar — við leyfum þeim að stunda hestainennskuna af lífi og sál á meðan við sitjum heima og gætum barna og eldum mat,“ sagði Sigrún og hló við. Aðspurð hvað tæki við næst, sagði hún að landsmót hestamanna yrði haldið í Skagafirði næsta sumar. „Auðvitað reyni ég að vinna mér þátttökurétt til að mega keppa þar fýrir félag mitt, Gust í Kópa- vogi.“ Hún sagðist ekki vera vitund feimin við að eiga í harðri baráttu við alla þessa karla: „Mér finnst mjög gott að í hestamennsk- unni keppi konur við karla á jafnréttis- grundvelli. Þess vegna fýndist mér kjána- legt að efrta til keppni í kvennaflokki,“ sagði Sigrún Erlingsdóttir að lokum. 16.TBL 1989 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.