Vikan


Vikan - 10.08.1989, Síða 7

Vikan - 10.08.1989, Síða 7
LEIKLI5T MARGRÉT ÁKADÓTTIR LEIKKONA: Verdum að leyfa öðrum að nióta hæfileikanna „Ég skil stundum ekki hvemig mér tókst að eignast svona bam ... annar eins galla- gripur og ég er.“ Margrét Ákadóttir með dóttur sinni Helgu Amardóttur. TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR LITLJÓSM.: KATRÍN ELVARSDÓTTIR í útlöndum eru leikarar það fólk sem almenningur virðist einna helst vilja fylgjast með og fá allt um að vita. Að vísu veitir leiklistin mönnum innsýn í annan heim og kannski meira spennandi heim en þeirra eig- in - heim þar sem gleðin og ævin- týramennskan eru oft ráðandi - þannig að margir virðast standa í þeirri trú að líf leikara hljóti að vera eins og í þessum tilbúna heimi. Önnur ástæða fyrir áhuga fólks á leikurum er að þeir eru listamenn og með list sinni tekst þeim að vekja ýmsar tilfinningar í brjósti fólks - aðdáun, gleði, sorg, öfund... sem gera það að verkum að fólk vill gjarnan fá meira um listamanninn að vita; kynnast því hvaða mann hann hefur að geyma og á þetta jafnt við um ísland sem útlönd. Einn slíkra listamanna er Margrét Ákadóttir leik- kona og féllst hún á að leyfa Vikules- endum að kynnast sér nánar. „Vertu komin í Óperuna klukkan átta á mánudagskvöldið." Stundvíslega er mætt en dyrnar eru læstar. Ungan mann ber sem betur fer þarna að í sömu svifum og hann hleypir blaðamanni inn. Enginn er á svið- inu né í salnum. Von bráðar fer þó fólk að streyma í salinn, leikarar, leikstjóri og aðr- ir sem standa að sýningunni á leikriti Will- iams Shakespeare Macbeth. Margrét er aðalleikkonan í leikritinu, leikur lafði Mac- beth en hann sjálfan leikur Erlingur Gísla- son. Margréti höfðum við beðið um viðtal fyrir þó nokkuð löngu en henni fannst það ekki tímabært fyrr en hún væri að leika í Macbeth og hún vildi líka að blaðamaður kæmi að horfa á hana í rennsli á leikritinu áður viðtalið hæflst. Það er spennandi að fá að vera á æfingu í leikhúsi. Sjö rennsli yfír leikritið í heild eru áætluð til viðbótar við rennslið þetta kvöld, þannig að margt á eftir að breytast og batna ffam að frumsýningarkvöldinu 30. júlí. Áður en leikritið hefst fer leik- stjóri með leikurunum yfir það sem betur hefði mátt fara í síðasta rennsli: Haddi, vertu ekki með hendur á mjöðm í atriðinu... Strákar, þegar þið voruð að sýna sorgina þá sneruð þið allir baki í áhorfendur. ...þá gleymir þú því sem ég sagði síðast og segir nú: Eyru þín... Bjössi minn, þú þarft að vera kominn miklu fyrr inn... „Förum þá í gengum þetta, en hröðum þessu öllu og þéttum," segir Inga Bjarna- »on leikstjóri að lokum. Ljósin slokkna og Inga hrópar-. „Gjörið svo vel að byrja.“ Leiktjöldin voru öll tilbúin og komin á sinn stað, en þau gerði Gunnar Örn list- málari og er þetta frumraun hans á þessu sviði. Ljósin eru að dofna en þá vill leik- stjóri fá að vita hvort hægt sé að beina ljós- um þangað sem hún situr, hún þurfi að geta lesið handritið. Svo reynist ekki vera og henni er í staðinn boðið vasaljós, sem híft er niður af svölunum í snúrunni á krullujárni. „Hvað með mig?“ segir aðstoð- arleikstjórinn, Ingunn Ásdísardóttir. „Ég á að sitja hér til hliðar og þarf líka að lesa.“ „Fleiri vasaljós eru ekki til,“ segir maður- inn á svölunum ákveðnum rómi sem segir að hann vilji ekki heyra orð um þetta meir, en hann bætir þó við: „Það er sjaldnast sem ekki er lesbjart." Og það er ekki laust við að manni finnist maður vera hluti af leiksýningunni þetta kvöld, jafnvel þó set- ið sé úti í sal sem óbreyttur áhorfandi. Macbeth í daglegu tali Þó Inga hafi beðið um að að öllum atrið- um yrði hraðað og þau þétt, þá lýkur 16. TBL. 1989 VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.