Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 36

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 36
ATVIMI1ULEIT annars koma hefðbundnar upplýsingar um menntun og fyrri störf og fleira án þess að það sé ítarlega tilgreint og ekki síst hvers vegna viðkomandi sækir um starfið og hvaða eiginleikum hann telur sig búinn til þess að geta gegnt því. Hins vegar fylgir umsókninni svo kallað Resumé eða Curr- iculum vitae (æviágrip) þar sem nákvæm- lega er tilgreint um menntun og fyrri störf, reynslu og kunnáttu sem máli kann að skipta. Þar er vísað í meðmælendur, til- greint um prófskírteini og því um líkt. Curriculum vitae er ekki í samfelldu máli, heldur þurr upptalning í eins konar skýrsluformi. Það má helst ekki vera lengra en ein síða, snyrtilega og skipulega upp sett. Pia Holten, danskur atvinnuráð- gjafi sem skrifað hefúr vinsæla bók um starfsumsóknir, Jobsögning með omhu, mælir eindregið með að þetta form sé notað. Hún leggur til að yfirlitið yfir náms- og starfeferilinn byrji á kynningu, það er nafni, aldri, heimilisfangi og síma. Því næst kemur skólaganga í réttri tímaröð, þá starfereynsla, þar sem byrjað er á núver- andi starfi farið til baka. Ef um er að ræða umsækjanda sem er að sækja um sitt fyrsta frambúðarstarf er rétt að tíunda alla sumarvinnu og hlutastörf með skóla. Eldra og reyndara fólk ætti aðeins að nefna helstu störf sem það hefur unnið. Að síð- ustu koma persónulegar upplýsingar, svo sem um hjúskaparstöðu og börn, heilsufar og fleira. Engin regla er til um hve ítarleg- ar þessar upplýsingar þurfa að vera, en rétt að gefa upp það sem máli skiptir, forðast málalengingar en halda engu leyndu sem seinna meir gæti komið óþægilega upp á yfirborðið. VIÐTAL Ef allt gengur að óskum og umsækjand- inn er boðaður í viðtal hefet næsti og af- drifaríkasti áfanginn. Erlendis er mikið lagt upp úr því að umsækjandi afli sér upplýs- inga um viðkomandi fyrirtæki eða stofnun og komi vel upplýstir í viðtalið. Hér á landi er því hins vergar svo farið að oftar en ekki veit umsækjandi alls ekki hjá hvaða fyrirtæki hann er að sækja um hjá og þessi leynd getur stundum komið sér illa. Þegar umsækjandinn er hins vegar kallað- ur til viðtals fáer hann að vita hvert fýrir- tækið er. Oft er fyrirvarinn stuttur, en þó skaðar ekki að kanna um hvers konar fýrir- tæki er um að ræða, til dæmis, er þetta verksmiðja, heildsala og hvað ffamleiðir hún eða flytur inn. Sérfræðingar segja að algengast sé að sá sem ráðninguna annist geri upp hug sinn á fyrstu 30 sekúndum viðtalsins, og noti síð- an það sem eftir er tímans til að réttlæta ákvörðun sína. Hvort sem þetta er rétt eða ekki hlýtur það ævinlega að vera til góðs að koma vel fýrir við fyrstu kynni. Hér koma nokkur heilræði: ■ Mættu snemma. Erlendar kannanir sýna að óstundvísi hefur afar slæm áhrif á vinnuveitandann. Jafnvel hér á landi þar sem óstundvísi er landlægur ósiður er lág- mark að mæta á réttum tíma í vinnuviðtal. ■ Klæddu þig snyrtilega og látlaust. Þú veist ekki fýrirfram hvernig andinn er á vinnustaðnum og því best að hafa vaðið fyrir neðan sig. ■ Hafðu með þér affit af prófskírtein- um og öðrum vitnisburði um góða ffammistöðu til þess að geta sýnt ef þörf krefur. ■ Hlustaðu vel á það sem sagt er við þig og svaraðu öllum spurningum í samræmi við það sem spurt er um. ■ Ekki mæta með tyggjó, ekki reykja eða borða á meðan á viðtali stendur. Gríptu ekki fram í fýrir þeim sem er að ræða við þig og hróflaðu ekki við neinu á skrifborðinu. ■ Sýndu starfinu áhuga án þess að vera með neina tilgerð. Segðu aðeins eitthvað jákvætt um sjálfa þig og reynslu þína. Talaðu aldrei illa um fyrri vinnuveit- endur. ■ Ef spurt er hvers vegna þú hafir eða viljir hætta í núverandi starfi er best að láta ekki mikið uppi um launakröf- ur eða leiðindi. Best er að segja að maður vilji breyta til, öðlast meiri ábyrgð, vinna meira krefjandi starf, að nýja starfið sé nær þínu áhugasviði og svo framvegis. ■ Þegar þú ert beðinn að lýsa kost- um þínum og veikleikum skaltu ekki vera feimin við að nefna kosti þína sem mest koma starfinu til góða. Óþarfa hóg- værð og lítillæti borgar sig ekki, en á hinn bóginn skaltu forðast að upphefja þig á kostnað annarra. Ef talið berst inn á þær brautir er best að gera viðmælandanum ljóst að þú gerir þér grein fýrir að þú hafir og getir gert mistök, en sért tilbúin að horfast í augu við þau og forðast að gera þau aftur. ■ Sjálfsagt er að gera raunsæjar launakröfur og nefna í því sambandi á- kveðið bil. Gott er að nefha þau laun sem þú hefur eða hafðir í síðasta starfi og láta í ljós hvort þú viljir fá launahækkun eða hvort það skipti ekki máli. ■ Ef þú ert spurð uin framavonir inn- an fýrirtækisins er rétt að fara varlega í sakirnar. Margir yfirmenn myndu ekki vilja ráða manneskju til starfa sem fljótlega ætlaði sér að ógna þeim sjálfum eða búast mætti við að yrði aldrei ánægð fyrr en hún kæmist til metorða. Best er að láta í ljós hóflegan metnað og svara á þeim nótum að þú viljir vinna þitt starf vel og sam- viskusamlega og að þú væntir þess að með tímanum verði þér falin meiri ábyrgð. Sá sem sækir um vinnu er í raun að bjóða fram þjónustu sína í vissum skiln- ingi og reyna að selja hæfni sína og per- sónu. Hann þarf því að beita ákveðinni sölumannstækni, lýsa kostum sínum og sannfæra kaupandann um hann geri rétt í að ákveða þessi kaup. Sýndarmennska og smjaður er hins vegar nokkuð sem reynt fólk sér strax í gegnum. Menn verða að leika eftir eyranu hverju sinni, en það er ávallt best að vera heiðarlegur og blátt áffam í orði og ffamkomu. Gömul væmin saga sem margir þekkja, um piltana tvo sem voru að sækja um vinnu, býr yfir óhagganlegum sannleika. Annar pilturinn var illa greiddur með sorgarrendur undir nöglunum, óburstuðum skóm og bar ekki við að hirða upp bók af gólfinu sem for- stjórinn hafði komið þar fýrir sem lúmskri gildru. Hinn pilturinn átti góða móður sem brýndi fyrir honum góða siði, enda mætti hann vel greiddur með hreinar neglur í burstuðum skóm og tók bókina strax upp af gólfinu. Það þarf ekki að spyrja að því hver hafði fengið sendUstarf- ið sem um var að ræða — og væntanlega endað sem forstjóri. ALDREI AÐ GEFAST UPP Þó svo að vel hafi verið vandað til um- sóknar og viðtal gengið að óskum fer oft svo að einhver annar hreppir hnossið. Þá er bara að halda áfram og gefast aldrei upp. Ef viðkomandi hefur mætt til viðtals ætti hann ekki að hika við að spyrja hve- nær vænta megi ákvörðunar. Fyrirtæki og stofnanir sem auglýsa eftir fólki eiga skil- yrðislaust að láta alla umsækjendur vita bréflega ef umsókn er hafhað. Það er hel- ber dónaskapur að ætlast til þess að fólk sendi inn persónulegar upplýsingar án þess að fá nokkurn tíma svar. Kurteislegt • Hjá Ábendi gefst fólki kostur á að taka bandarískt sálfrœðipróf sem miðar að því að leiða í Ijós til hvers hugurinn stefnir, það er í hvaða starfi líklegt sé að viðkomandi muni una sér best. • „Það sem mestu máli skiptir er að fólk sýni starfinu áhuga og virki trúverðugt." ljósritað svarbréf ásamt endursendri um- sókn ætti ekki að vera neinu fyrirtæki of- viða. RAÐNINGASTOFUR Ráðningastofur eru nokkrar starfandi í Reykjavík og þar getur fólk í atvinnuleit látið skrá sig sér að kostnaðarlausu. Þang- að leita vinnuveitendur með óskir sínar um starfsfólk og síðan er reynt að velja saman störf og fólk eftir óskum og þörfum beggja aðila. Einar Páll Svavarsson varð fýrir svörum hjá Ábendi, ráðgjafar- og ráðn- ingaþjónustu við Engjateig í Reykjavík. Hjá Ábendi er annars vegar veitt ráðgjöf í sambandi við náms- og starfeval. Sú ráðgjöf er í höndum Ágústu Gunnarsdóttur sál- 34 VIKAN 16.TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.