Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 50

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 50
SNYRTinG Jcvfnvel veikustu neglur geta oriið langar Brynhildur Þorsteinsdóttir snyrti- fræðingur gaf lesendum góð ráð varðandi handsnyrtingu og naglalökkun í 9. tbl. Vikunnar og að þessu sinni segir hún frá því hvernig hægt er að byggja upp jafnvel veikustu neglur, þannig að þær geti orðið langar og fallegar. Nöglin er í lögum og á milli þeirra er bæði raki og fita, þannig að þegar nöglin mýkist eða þornar af einhverjum orsökum þá hættir lögunum við að losna hvert frá öðru og neglurnar klofna. Neglur sumra hafa ríkari tilhneigingu til þess arna en annarra og konur sem hafa þannig neglur gefast vanalega upp á að safna nöglum. En ýmislegt er til á markaðnum sem getur komið nöglunum til hjálpar; styrkt þær þannig að þær geti orðið langar án þess að klofna. Brynhildur vinnur með REVLON vörur þannig að hún kynnir hér það sem til er í því merki nöglunum til bjargar. Langar neglur verða ekkl til á einum degi! Það tekur jafnvel sterkustu neglur nokkrar vikur að ná einhverri lengd. I fýrsta lagi nærir naglabandakremið, sem getið var í fyrri greininni, naglabönd- in og hefur um leið góð áhrif á neglurnar. Kremið er notað á hverjum degi, jafht á lakkaðar sem ólakkaðar neglur. Uppbyggingarkúrar fyrir neglurnar Síðan eru til sérstök efni til að bera á neglurnar. Þau hafa þá eiginleika að styrkja veikar neglur, næra naglaböndin og hina óuppkomnu nögl. Active Grow frá Revlon er eitt slíkra efna og með reglu- legri notkun þess má byggja upp veikar neglur. Dropateljari er á umbúðum Active Grow og er 1 dropi af efninu settur á hvert naglaband — á hverju kvöldi — og því nuddað vel inn. í fyrsta sinn sem efnið er notað þá verður nöglin að vera alveg hrein og án alls lakks eða annarra efna. Síðan er óhætt að lakka neglurnar. Árangur fer vanalega að sjást eftir þrjár vikur, en til að byggja nöglina vel upp þá eru tveir mánuðir lágmarkstími. Þessi meðferð, sé hún framkvæmd samvisku- samlega, gefur mjög góðan árangur sem endist í 6 mánuði eða lengur. Meðferðin er síðan endurtekin eftir þörfum. Nýjasti naglauppbyggingarkúrinn ffá Revlon er hlaup sem kallast Nail Builder Gel og inniheldur það kalsíum. Þetta efhi á að virka svo vel að munur finnst á nöglinni strax eftir fyrstu notkun. Þegar hlaup- blandan einstaka er borin á nöglina þá myndar hún sterka húð á nöglinni, sem eykur á þykkt naglarinnar um leið og hún ver hana og nærir. Líkja má áferðinni á þessari húð við skjöld fyrir nöglina, svo sterk á hún að vera og hún er fallega gljá- andi þannig að nöglin virkar lökkuð. Auk þess að nota það eitt sér, þá má einnig nota hvort tveggja sem undirlakk eða yfir- lakk - og það tekur aðeins örskamma stund að þorna. Brynhildur sagðist þekkja til konu sem hefði verið búin að prófa allt mögulegt fyrir neglurnar, án árangurs. Hún hefði verið búin að sætta sig við að Þegar naglauppbyggingarefni eru borin á nöglina þá mynda þau um hana eins konar skjöld sem ver hana og nærir, þannig að jafnvel veikustu neglur eiga að geta orðið langar. hún gæti ekki haft langar neglur, en ákvað þó að prófa einu sinni enn þegar Nail Builder Gel kom á markaðinn. Hlaupið virtist innihalda þau efni sem hennar negl- ur þurftu á að halda því nú er hún með langar fínar neglur. Og naglalakkið endist þá og endist Að lokum vildi Brynhildur segja frá naglalakksþynninum frá Revlon, Solvent. Hver kannast ekki við það að eftir jafhvel mjög skamman tíma er nýja naglalakkið orðið svo þykkt og óþjált að ómögulegt er að nota það lengur, þannig að það endar jafhvel í ruslafötunni þó glasið sé hálffullt. En með því að nota aðeins örfáa dropa af þynninum út í lakk sem farið er að þykkna þá verður það eins og nýtt — og það má setja þynni út í aftur og aftur — þannig að hægt er að nota lakkið upp til agna. Bryn- hildur sagði að konur hefðu kvartað yfir því að þeim fýndist þynnirinn nokkuð dýr, en þær gleymdu því að hvert glas dugir í fjölmörg naglalakksglös þannig að líta má á eitt glas af naglalakksþynni sem fjár- festingu til nokkurra ára. Poppkornsæði Vr insældir poppkorns virðast ætla að haldast um aldur og ævi. Eftir að ör- bylgjupoppkornið kom á markaðinn virð- ist það meira að segja enn vinsælla en nokkru sinni - enda afbragðs gott úr ofn- inum. Poppkorn er ríkt af trefjaefnum og kolvetnum en margir aðdáendur þess eru í þeim hópi fólks sem alltaf er að hugsa um línurnar og margir hafa því spurt hvort poppkorn sé fitandi. Eflaust ef borðað er allt of mikið af því en af upplýsingunum hér má ráða hversu mikið óhætt sé að borða. Tegund Hita- einingar Fita (1 bolli) (grömm) Án bragðefna, poppað án fitu 23 minna en 1 Poppað ífitu 41 2 Örbylgjupopp, saltað 35-70 2-4 Sykurhúðað 134 1 FRÓÐLEIKUR 48 VIKAN 16.TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.