Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 22

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 22
T0M5TUMDIR HESTAMENNSKA KARLASPORT? Vikan rœðir við nokkrar konur sem tóku þótt í íslandsmótinu í hestaíþrótum í Borgarnesi ó dögunum TEXTI 0G MYNDIR: HJALTI JÓN SVEINSSON Þúsundir íslendinga taka þátt í hestamennsku af lífi og sál og nú er svo komið að flokka má hana sem almenningsíþrótt á borð við sund og skíði. Gjarnan er sagt að hesta- mennskan sé fjölskylduíþrótt sem allir geti tekið þátt í - ungir og gamlir, konur, karlar og börn. Samt er það svo, að á íslandi eru miklu fleiri karlmenn en konur virkir í hestamennskunni. Vissulega hafa fjölmargar konur hana að áhugamáli og oft má sjá heilu fjölskyldurnar hirða hestana sína í húsi á vetrum og ríðandi á gæðingum sínum til dæmis í ferðalögum á sumrin. Samt eru karlmenn áberandi fleiri og þeg- ar kemur til keppni í hestaíþróttum og sýningum hvers konar - þá eru konur yfirleitt mjög fáar á meðal þátttakenda. í nágrannalöndunum er þessu hins vegar öfugt farið. Blaðamaður Vikunnar var staddur á íslandsmótinu í hestaíþróttum sem haldið var í Borgarnesi fyrir skömmu. Sem endranær voru konur þar í miklum minnihluta á meðal keppenda. Blaðamaður gaf sig á tal við nokkrar þeirra, spurði þær nokk- urra spurninga um þær sjálfar og reyndi um leið að fá svar þeirra við því, hvers vegna konur væru í raun svo lítið áberandi á mótinu. Berglind Ragnarsdóttir: Fer á hestbak á hverjum degi Segja má að fyrstu kynni Berglindar Ragnarsdóttur af hestamennsku hafl verið þegar hún reið yfir Kjöl á landsmót hestamanna í Skagafirðinum 1982. Bróðir hennar var þá einnig með í för ásamt fleira fólki en foreldrar Berglindar fylgdu hópn- um á bíl. Nú sem þá stunda þau hesta- mennskuna með börnum sínum og styðja þau með ráðum og dáð. Systkinin Berglind og Sveinn taka bæði þátt í keppni og þetta árið keppir Berglind í fyrsta skipti í full- orðinsflokki. Eins og Olil Amble var hún að bíða þess að taka þátt í gæðingaskeiðinu. Aðspurð sagði hún það mjög skemmti- legt að fá í fyrsta skipti að spreita sig á meðal hinna fullorðnu, svo og hinna fjöl- mörgu atvinnumanna. „Keppnin er harð- ari, en maður hefur bara gott af því. Mér finnst slæmt hvað fáar stelpur eru í þessu en mér sýnist þeim vera að fjölga." Beglind er ekkert smeyk, enda tók hún þátt í þremur greinum á íslandsmótinu, á tveimur hestum, - í tölti, fimmgangi og gæðingaskeiði. Hún sagði að hún eyddi miklum tíma í hestamennskuna bæði sum- ar og vetur og ekkert rúm gæfist til að stunda önnur áhugamál. veturna, þegar hestamir eru á húsi, reyni ég að fara á bak á hverjum degi,“ sagði þessi unga og efiii- lega hestakona. 20 VIKAN 16.TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.