Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 14

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 14
EFRI ARIM ÞURFA EKKI AÐ VERA KVÍÐV/íNLEG LEITIR ÞÚ SKEMMTUNAR, ÁHUGAMÁLA OG FÉLAGSSKAPAR VIÐTÖL: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON \'T' ið lifum á tímum æskublómans. i Æskan er dýrkuð á öllum svið- um. Tímarit skarta myndum af ungu og fallegu fólki, mýgrútur af tískuverslunum býður vöru fýrir ungt fólk eingöngu. Tónlistariðnaðurinn miðar ffamleiðslu sína við unglinga, auglýsingar dynja yfir ungt fólk með tælandi tilboðum. Líkamsrækt, fegurð líkamans og heilbrigði hans, stingur í stúf við skemmtanalífið á næturbúllum borgarinnar en allt er leyfi- legt þegar maður er ungur og lífið blasir við. Það er ekki lengur tilfellið að „maður á besta aldri“ sé á sextugsaldri. Hann er „réttum" megin við þrítugt. Gamla fólkinu finnst æði oft að í öllum skarkalanum og hraðanum hafi gleymst að eðlileg framvinda af æsku og miðjum aldri sé elli. Og þá meina ég eðlileg elli. Dæmi um þessa gleymsku er .að hætt er við að gamla fólkið sé ekki spurt þegar gerðar eru skoðanakannanir, rétt eins og álit þess skipti engu máli í þjóðfélaginu. Það er eins og fólk haldi að þroski stöðvist við tuttugu og eins árs aldur, að hugsun haldist skýr til fimmtugs og eftir það sé ekki um annað að ræða en þrauka. Eldra fólk finnur sárt til þessa hugsunarháttar og væri hverjum einstaklingi hollt að setja sig í spor aldraðra í stað þess að ýta þeim til hliðar. Það vill koma flatt upp á íslendinga að hugsa þurfi til ellinnar. í Evrópu þykir sjálfsagt að fara að safha fyrir öruggri elli þegar komið er á fertugsaldurinn, og ívið seinna í Bandaríkjunum. En það er fleira en fjárhagslegt öryggi sem hugsa þarf um. Hvað spyrja margir sig: Hvað ætla ég að Frh. á bls. 16 Frá húsamálun í listmálun Ríkharður Hjálmarsson fæddist á Blönduósi árið 1916. Þegar hann fluttist til Reykjavíkur lærði hann húsamál- un hjá Oswaldi Knudsen og Daníel Þor- kelssyni. Hann stundaði síðan húsamálun til ársins 1976. Eftir það var hann stöðu- mælavörður í sjö ár. Hann fluttist að Norðurbrún 1 ásamt konu sinni og kynnt- ist félagsstarfi aldraðra árið 1982. „Mig hafði aldrei langað til þess að verða listmálari. Að vísu var það einu sinni, eftir að ég hafði hafið nám hjá Os- waldi Knudsen og Daníel Þorkelssyni, að ég kom heim til mömmu með olíuliti og striga og málaði eina mynd. Hún er sögð nokkuð góð þessi mynd en það þarf að gera við hana. Annars fannst mér nóg að blanda liti á húsveggi, þannig að ég málaði ekki fleiri en þessa einu. Mér fannst ekki auðvelt að hætta störfum. Það getur orðið svo leiðinlegt að hafa ekkert fyrir stafhi. Ég var heldur ekki undir það búinn að hætta. í félagsstarfinu sá ég að Sveinbjörn Ein- arsson var að kenna málun. Ég byrjaði þess vegna að mála myndir, aðallega eftir ljós- myndum. Ég mála mest í akríl, en einstaka myndir eru hjá mér í olíu, pastel og aquar- elle. Ég hef haldið eina málverkasýningu í Hveragerði í gamla hótelinu þar. Mér finnst erfitt að mála þegar eitthvað er að og ég fæ ekki tóm til þess að hvíla mig og komast í stemmningu. Ég hef verið veikur síðan í haust, losnaði af sjúkrahús- inu 16. desember og svo veiktist kona mín í febrúar. Ég er hjá henni eftir hádegið á hverjum degi, og stundum þarf ég að fara í rannsóknir upp á spítala. Það er kannski lausn að fara að mála á morgnana." 14 VIKAN 16.TBL1989 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.