Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 17

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 17
EFRI ARIN Það gerir manni goft að hafa eHthvað að hugsa María Helgadóttir er fædd á ísaflrði árið 1914. Hún hefur alltaf verið starfsöm kona. Eftir lát mannsins síns hóf hún starf á símstöðinni við símaafgreiðslu. Þá voru öll símtöl, jafnt innan- sem utan- bæjar, afgreidd í gegnum símstöðina. María vann þar frá 1955 til 1962 þegar hún flutti til Reykjavíkur og starfaði þá hjá símanum, á skrifstoíú og á 02 og 03. Hún var ein þeirra ómetanlegu kvenna sem mynduðu árum saman einu tengsl okkar við önnur byggðarlög og sem veita okkur enn upplýsingar um símanúmer. Mér hef- ur löngum þótt það göldrum líkt hvað konunum á stöðinni tekst að finna síma- númer út frá oft á tíðum ógreinilegum eða lítt skiljanlegum upplýsingum frá fólki. Árið 1984, þegar hún varð sjötug, hætti María störfum hjá símanum. „Ég var ekki tilbúin að hætta að vinna. Af tilviljun fékk ég hálfsdagsstarf við sauma á Hótel Sögu og var í því starfi þangað til ég veiktist, en þá hætti ég. Það er eðlilegt að fólk fari að hafa áhyggjur af því á effi árum hvað taka eigi við eftir að það hættir störfum, hvað það eigi að gera við tímann, sérstaklega ef heilsan helst góð. Þegar það er svo hætt störfum verður það að grípa til einhvers. Og jafnvel þótt maður missi heilsuna að einhverju leyti en geti lifað með því með sæmilegu móti, þá getur maður samt haft eitthvað fyrir stafni. Það gerir manni gott að hafa eitthvað um að hugsa og er eigin- lega alveg nauðsynlegt." Það er svo 1987 að María kynnist félags- starfi aldraðra í Gerðubergi. Hún komst að því að þar væri boðið upp á saumaskap, vefhað, föndur, leirvinnu, málun, bókband, bastvinnu, kór, dans og spila- mennsku. Hún varð himinlifandi þegar hún sá að boðið var upp á bókband og á- kvað að skella sér í það. „Þegar ég var stelpa bjuggum við við hliðina á bókbindara. Það voru tveir slíkir á ísafirði sem höfðu það starf eitt að binda inn bækur. Slíkt gerði almenningur ekki þá. Svo tók faðir minn, Helgi Guðbjarts- son, upp bókband í tómstundum á effi árum. Ég er þess vegna ekki óvön hug- myndinni. Ég átti óinnbundnar bækur frá því í gamla daga og byrjaði á þeim en svo fóru dætur mínar að senda mér bækur sem þær höfðu erft frá afa sínum, Þorsteini Guð- mundssyni klæðskera á ísafirði, og ömmu sinni Þórdísi Egilsdóttur.“ Af bókum sem María hefur bundið inn má nefna sem dæmi Sakamálasögur Jónas- ar frá Hrafnagili frá 1947, Eitt veit ég eftir Einar H. Kvaran ffá 1959, Galdur og galdramál á íslandi eftir Ólaf Davíðsson frá Það var ekki fyrr en María komst í kynni við félagsstarf aldraðra í Gerðubergi að hún lærði bókband, 1940, Vestfirskar þjóðsögur í samantekt Arngríms Bjarnasonar ffá 1909, íslenskar þjóðsögur sem Einar Guðmundsson safn- aði, frá 1932, Eddu Þorbergs Þórðarsonar ffá 1941 og Sögu Natans Ketilssonar og Skálda Rósu eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna Núpi ffá 1912. Hún batt einnig inn allt ritsafn Vilhjálms Stefánssonar fýrir Steingerði dóttur sína. Er einhver áhugi á svona bókum? ,Já, mér finnst vera mikill áhugi. Fólkið sem er að vinna í bókbandinu í Gerðu- bergi er með margt góðra bóka. Bækurnar verða líka eigulegri og varðveitast lengur ef þær eru innbundnar. Kennarinn okkar er með afskaplega fallegt efni í bækurnar. Mér finnst hann sérstaklega smekklegur í vali, enda hef ég samanburð." Þegar María sýnir okkur bækurnar verð- um við að samsinna því. Það hlýtur að vera hverri manneskju ánægja að hafa svo fallega gripi í bókahillunni. 16. TBL 1989 VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.