Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 41

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 41
Hve margir snilldarlega úthugsaðir, vandlega skipulagðir og hdr- ndkvœmt útreiknaðir glœpir skyldu farast fyrir ó óri hverju sökum þess að aðalmaðurinn til framkvœmdanna fœr allt í einu tannpínu, þursabit eða einhvern annan slœman kvilla, einmitt þegar til ó að taka? Þótt einkennielgt kunni að virðast, þd mun það staðreynd að engin stofnun hefur enn reynt að safna um þetta skýrslum og gera nauðsynlegar athuganir. hverflð væri önnur eins auðn og það virt- ist í myrkrinu. Vafalaust höfðu raflínurnar slitnað í rokinu eins og símalínurnar, og fyrir bragðið sást hvergi ljósglæta. Einhver byggð hlaut að vera hér. Átti hún að snúa við og setjast aftur inn í bílinn? Ef storm- sveipirnir höfðu ekki þegar velt honum, þá var ólíklegt að þeir hefðu það. af. Enn nam hún staðar og var í þann veginn að snúa við þegar hún kom auga á daufa ljós- glætu í myrkrinu. Hún hafði ekki lengur minnstu hugmynd um áttir, ekki einu sinni hvaða stefnu hún ætti að taka til að finna bílinn; hún var orðin rammvillt - en það gerði í rauninni ekkert til fyrst að hún hafði komið auga á þessa flöktandi ljós- glætu. Hún tók stefhuna á hana, hallaði sér í óveðrið og fetaði sig áffam, reikandi í spori og sá að hún nálgaðist ljósið við hvert skref þó að seint sæktist. Og eftir því sem hún gekk lengur, fannst henni sem ljósin yrðu fleiri, en var þó ekki viss um það. Mundi að shkar sjónhverfing- ar geta orðið þegar lengi er starað á fjar- lægt ljós í myrkri. Hún gekk út af veginum, þegar hann lá ekki lengur í beinni stefhu á Ijósglætuna, öslaði yfir grasflöt, kleif yfir limgerði og komst loks á innkeyrslu að heimahúsi. Þá gat hún loks greint form og útlínur byggingarinnar í myrkrinu; hvítar súlurnar báðum megin við aðaldyrnar, sem ljósið úr gluggunum lýsti daufum bjarma. Hún varð gripin ósegjanlegum fögnuði. Hvílík heppni. Og hún greikkaði sporið eftir megni heim að húsinu. Andartak nam hún staðar á dyraþrepinu, leit niður um sig og gretti sig þegar hún sá hvernig hún var útleikin eftir veðrið og forarleðjuna. „Eins og hundur dreginn af sundi,“ hugsaði hún með sér. Svo knúði hún dyra og beið þess að þeim yrði lokið upp; lagði við hlustirnar eftir fótataki í anddyrinu. Það leið góð stund án þess nokkuð gerðist eða heyrðist og hún knúði enn dyra, fastar en áður. Og enn leið löng stund. Þetta var harla einkennilegt. Ein- hver hlaut að vera heima. Hún tók hönd- inni um snerilinn og varð enn meira undr- andi, þegar hún komst að raun um að dyrnar voru ólæstar. Hún ýtti hurðinni ffá stöfum. En það reyndist ekki unnt að opna hana nema lít- ið eitt, því að eitthvað virtist vera á gólfinu í anddyrinu sem ekki varð þokað til. Hún hikaði andartak en beit svo á jaxlinn, herti upp hugann, beitti öxlunum og tókst með erfiðismunum að smeygja sér inn um gætt- ina milli stafs og hurðar. Það var myrkt inni í anddyrinu; hún rak fótinn í eitthvað sem lá á gólfábreiðunni, missti jafnvægið og skall fram fyrir sig. Og þegar hún komst að raun um það, um leið og hún bar hend- ur fyrir sig, að það var maður sem lá þarna, bundinn og hreyfingarlaus þá rak hún upp vein. Hún reis í skyndi á kné við hlið honum og stirnaði upp þegar vindhviða feykti úti- dyrahurðinni upp og hún gat greint höfuð og herðar mannsins í dauffi skímunni sem lagði inn um gættina. Hún þreifaði eftir slagæðinni á úlnlið hins bundna manns og veitti því þess vegna ekki athygli að fóta- tak nálgaðist. Hún fékk ekki greint neitt annað en sinn eigin hjartaslátt uns hæ- versk karlmannsrödd talaði til hennar: — Gott kvöld... Hverju á ég þennan heiður að þakka? Hún hrökk við, leit um öxl þangað sem röddin átti upptök sín; sá fyrst gjáburstaða skóna, síðan langröndóttar buxumar; leit hærra uns augu hennar staðnæmdust við svartgljáandi marghleypuna sem að henni var beint. Hún spratt á fetur. - Hver... hver ert þú? spurði hún. - Catchart heiti ég, svaraði hann virðu- lega. — Og þú hefúr hér með gerst óboð- inn gestur í húsi mínu. Heimsókn þín verður að minnsta kosti að teljast harla óformleg... Nú fann hún slagæðina á máttvana úln- lið hins bundna manns hrærast við góma sér. Hann var þá að minnsta kosti með lífs- marki. Hún reis óstyrk og hikandi á fætur. - Hvers vegna miðarðu skammbyssu á mig? spurði hún titrandi röddu. — Vegna þess að annar óbðinn gestur heimsótti mig fýrr í kvöld, svaraði maður- inn og benti með skammbyssuhlaupinu á þann sem lá bundinn á gólfinu. Og hann hagaði sér þannig að ég er ekki viss um að ég taki sérlega vel á móti óboðnum gest- um ffamvegis. — Já... en ég barði að dyrum, stamaði hún. - Og þegar... þegar enginn svaraði... — Þér hefði verið svarað, ef þú hefðir haft þolinmæði til að bíða örlítið lengur, svaraði hann. - Það stendur þannig á að þjónustufólkið á ffí í kvöld — og að ég á dálítið örðugt með gang. Ég var lagður af stað til að opna fyrir þér, en þar sem ég var 16. TBL 1989 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.