Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 24

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 24
Elsa Magnúsdóttir: Konurnar ragar við að etja kappi við karlana Elsa Magnúsdóttir rekur hárgreiðslu- stofu í Reykjavík og vinnur utan heim- ilis alian daginn. Hún er mjög áhugasöm í hestamennskunni sem hún stundar ásamt manni sínum Pjetri N. Pjeturssyni og dótt- urinni Sigríði, sem er 9 ára. Hún hefur náð umtalsverðum árangri á íþróttamótum síðustu misserin. Aðstöðu hefiir fjölsky'ldan í Hafharflrði, á athafhasvæði hestamannafélagsins Sörfa. „Þar er gott að vera,“ sagði Elsa, „og félags- skapurinn með eindæmum góður." Að- spurð um þátttöku kvenna sagði hún að hjá Sörla væru margar kynsystur hennar duglegar í hestamennskunni, þó fáerri tækju þátt í keppni. „Sem betur fer eru konurnar samt að færa sig upp á skaftið." Hún kvaðst ekki hafa í raun stundað hestamennskuna mjög lengi. „Ég byrjaði ekki að ráði fyrr en árið 1978 og að keppa fyrir þremur árum. Ég hef sannarlega mátt vera ánægð með árangur minn fram að þessu, í fyrra tók ég til dæmis þátt í úrslita- keppninni í fjórgangi." Aðspurð hvers vegna konur væru svona faar í keppni, sagði hún að þær væru líkleg- ast bara ragar að keppa við karlana og þær héldu að þær væru eitthvað veikari á þessu sviði. „Ég skil þetta bara alls ekki. — Stund- um eru eiginmennirnir sjálfsagt frekir og nota bestu hestana fyrir sig og láta frúrnar ríða því sem lakara er. Annars sýnist mér þetta vera að breytast og hlutur kvenna smám saman að aukast. Maður sér það til dæmis í unglingaflokkn- um, en þar eru fjölmargar stelpur í keppni. Viðv erðum bara að vona að þær láti ekki deigan síga og haldi ótrauðar áffam.“ Olil Amble: Maður verður að trúa á sjálfan sig Olil Amble er norsk og kom hingað til lands fyrir nokkrum árum. Hún býr ásamt manni sínum, Gísla Gísiasyni, og barni í Stangarholti á Mýrum. Þar vinna þau við tamningar og þjálfun hesta og stunda auk þess nokkra hrossarækt. Olil gerði garðinn frægan, fljótlega eftir að hún kom hingað til lands, á hestinum Fleyg frá Kirkjubæ og unnu þau saman til margra verðlauna á íþróttamótum. Á landsmótinu síðasta, sem haldið var á Hellu 1986, sigr- aði OIil eftirminnilega í töltkeppninni á gæðingnum Snjalli frá Gerðum, og því er hún enginn nýgræðingur í greininni. Að sjálfsögðu var Olil mætt til að taka þátt í fs- landsmótinu í Borgarnesi. Hún var að fýlgjast með töltkeppninni þegar blaðamaður hitti hana en ætlaði inn- an skamms að fara að undirbúa hest sinn því nokkru seinna um daginn ætluðu þau að spreita sig á gæðingaskeiði. Fyrir nokkr- um árum var afar sjaldgæft að konur tækju þátt í skeiðkeppni, — en nú er öldin önnur og einar 5 konur voru skráðar í þá grein að þessu sinni, — en á hinn bóginn 42 karlmenn. Olil kvaðst hafa byrjað 10 ára í hesta- mennskunni heima í Noregi en þó ekki farið á bak íslenskum hesti fýrr en nokkr- um árum seinna. „í Noregi eru miklu fleiri konur en karlar sem stunda hesta- mennsku. Þegar ég kom hingað fyrst voru örfáar konur á meðal keppenda á þeim mótum sem ég tók þátt í. Ég held að kon- urnar haldi að það sé svo erfitt að taka þátt í keppni, kannski gera þær meiri kröfur til sjálffa sín en karlarnir. Maður verður auð- vitað að trúa því að maður geti þetta, og alls ekki taka það of nærri sér þótt ekki gangi alltaf sem skyldi. Ég er á hinn bóginn mjög bjartsýn núna, því það er svo greinilegt að konunum er að fjölga. Við erum smám saman að sýna umheiminum og okkur sjálfum, fram á það að hestamennska og keppni í hestaíþrótt- um er ekki bara fyrir karla. í unglingaflokk- unum eru fjölmargar ungar stúlkur um þessar mundir sem eiga örugglega eftir að halda áffam. Þetta hefur breyst mikið á allra síðustu árum sem betur fer. Þetta sér maður út um allt land. Á þessu ári hafa þrjár konur sigrað á íþróttamótum í keppni í fimm gangtegundum. - Það segir sína sögu, ekki bara að þær séu farnar að gera sig gildandi í keppni - heldur líka það að þær eru farnar að eiga við skeiðið. Olil býr í sveit og er með lítið barn. Hvernig fer það saman við tamningarnar? „Ég ríð ekki eins mikið út núna og ég gerði áður. En við höfum verið með stúlku okk- ur til aðstoðar og höfum því öll þrjú reynt að skiptast á að vera með dótturinni og hugsa um heimilið á milli þess sem við för- um út í hesthús og leggjum á. Þetta hefur gengið alveg prýðilega." TÓnSTUriDIR 22 VIKAN 16.TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.