Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 42

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 42
5MÁ5AC5A nauðbeygður að fara mér hægt, tók það mig lengri tíma en ella að fara til dyra. Hann laut höfði lítið eitt og bætti síðan við. — Mig langar til að biðja þig að fylgja mér inn í stsofuna. Ég hef mikla þörf fyrir að fa mér sæti. Hún gekk á undan honum inn í stofuna. Það var að sjálfsögðu ímyndun, en henni fannst sem skammbyssuhlaupinu væri þrýst í bak sér. — Leggurðu það kannski í vana þinn að heimsækja bláókunnugt fólk fyrirvaralaust um lágnættið? spurði hann. — Nei, svaraði hún og það fór kulda- hrollur um hana alla. — Bíllinn minn situr fastur fyrir utan veginn spölkorn hérna frá. Og ég... ég hef að öllum líkindum villst... Inni í stofunni blakti ljós á kertum í silf- urstjökum og flöktandi skuggar stigu ann- arlegan dans um veggina, en ffam á gólfið lagði rauðgullinn heitan bjarma frá eldin- um í arninum. Hún sneri sér að manninum með skammbyssuna og einhvern veginn tókst henni að þvinga sig til að segja: — Ég átti ekki annað erindi en það að biðja um að fá að hringja. Dyrnar voru ólæstar og þar sem enginn svaraði, þá... þá anaði ég inn í einhverju hugsunarleysi. Hún leit undan hvössu og föstu augnaráði hans það var eins og hann horfði í gegnum hana. — Ég þráði það eitt að mega komast í skjól andartak, mælti hún enn veikri röddu. — Það er ekki nein ástæða til að miða stöðugt á mig skammbyssu. — Kæra unga kona, mælti hann hæversk- lega og nú gætti ekki lengur tortryggni eða kulda í rödd hans. Þú hafðir vissulega lög að mæla. Ég hef sýnt þér óafsakanlega ó- kurteisi. Að svo mæltu stakk hann skamm- byssunni í vasann og haltraði þungum skrefum að næsta hægindastól. — Það leyn- ir sér vissulega ekki að þú hefur strítt í ströngu við storminn og slydduna, bætti hann við og hlammaði sér í stólinn. Það vottaði fyrir brosi á fölu andlitinu. — Þú ert holdvot. Færðu þig nær arninum og yljaðu þér um stund...“ Henni varð litið á gólfábreiðuna. Slóð hans yfir að stólnum var mörkuð dökkum, votum flekkjum. Ósjálfrátt laut hún niður og brá lófanum á flekkinn sem næstur var. — En ... þetta er blóð, hrópaði hún upp yfir sig og fölnaði. — Hér er allt útatað blóði. Þú hefur þá... skotið hann... Hann laut ffam í sætinu og virti fyrir sér flekkina. — Já, en væna mín, sagði hann, ef þú athugar þetta nánar þá hlýtur þú að sjá að blóðflekkirnir liggja hingað yfir að stólnum, þar sem ég sit nú. Nei, ég skaut hann ekki heldur þvert á móti. Hann skaut mig. Þú ert náföl, rétt eins og þú hafir séð draug. Hvað heldur þú eiginlega að ég sé? Brjálaður morðingi kannski, eða eitthvað þess háttar? Þessi óboðni gestur, náunginn sem liggur bundinn þarna frammi í and- dyrinu, ruddist hingað inn í því skyni að ræna mig. Ég gerði ekki annað en að af- vopna hann og berja í rot. Hann var ekki líkt því eins tillitssamur, eins og þér sjáið. Ég batt eins fast og ég þorði að slagæðinni til að stöðva bloðrásina úr sárinu, en ann- að hvort hefur losnað um bandíð eða að ég hef ekki bundið það á réttum stað. Ég verð að viðurkenna, að ég kann ekki neitt þess háttar. Það blæðir mikið, sýnist þér það ekki? Hann dró buxnaskálmina dálítið upp á legginn og hún sá að hann var illa særður. Hann hafði bundið vasaklút rétt ofan við sárið og hún horfði þegjandi á hann, á meðan hann reyndi að herða hann fastar að fætinum. Það dró eilítið úr blóðrásinni. — Ég hef fengið nokkra þjálfun í hjálp í viðlögum, sagði hún rólega. — Viltu ekki leyfa mér að hjálpa þér? — Værir þú fáanleg til þess? Ég yrði inni- lega þakklátur, sagði hann. Hún kraup á kné við fætur hans. — Viss- irðu ekki sjálfur að þér blæddi svona mikið? spurði hún. Hann hristi höfuðið — Ef svo hefði verið, mundi ég strax hafa hert á vasaklútnum, sagði hann. — Finnurðu þá alls ekki neinn sársauka? — Alls ekki, svaraði hann enn. Fóturinn virðist algerlega dofinn. Ég finn meira að segja alls ekki fyrir klútnum hve fast sem ég herði hann. — Gott, svarði hún. — Þá þjáistu þó ekki. Hún þrýsti fingurgómnum að vöðvunum ofan við sárið. — Finnurðu ekki til neins? — Það er rétt svo að ég finn snertingu, sagði hann. Og þó ekki svo að heitið geti... Hún leit á hann. — Er nokkuð hér við höndina sem hægt er að nota sem sára- bindi? spurði hún. Hann benti á lítinn stokk sem lá opinn á stól rétt hjá. t stokknum þarna, sagði hann. Ég ætlaði einmitt að fara að binda um sárið þegar ég varð komu þinnar var. Hún reis á fætur náði í stokkinn og kraup enn á kné. — Ef þér er sama, þá skaltu ekki vera að horfa neitt á á meðan ég geng frá því, sagði hún. — Það lítur frekar út fyrir að það sért þú sjálf sem ekki þolir að horfa á það, varð honum að orði. — Líður þér eitthvað illa? — Það eru aðeins smávægileg óþægindi sem ég finn alltaf fyrir þegar ég sé blóð, svaraði hún og fann hvemig svitinn spratt ffam á enninu. En það líður frá. Hallaðu þér bara aftur á bak í stólnum og reyndu að láta fara vel um þig á meðan. Það hefur enn óþægilegri áhrif á mig ef þú horfir á mig... — Þá það, svaraði hann góðlátlega og hallaði sér aftur á bak í stólnum eins og hún bað. - Ég verð víst að leysa vasaklútinn, taut- aði hún lágt. Þú hefur ekki bundið á rétt- um stað og þess vegna blæðir svona mikið. Hún hreyfði fingurna hratt og fimlega eins og hún væri þessum starfa alvön. Leysti vasaklútinn, tók sárabindi, braut það saman og lagði það allfast að sjálfu sárinu. Eftir nokkra stund sagði hún hljómvana röddu: — Svona, þá er þessu lokið. Það ætti að minnsta kosti að duga, þangað til næst í lækni. Að svo mæltu dró hún buxnaskálm- ina aftur niður yfir sárið. Þú verður að vísu dálítið máttvana, en það er ekki nema eðli- legt eins og þér hefur blætt. Hann kinkaði kolli. Varir hans vom orðnar bleikar og andlitið náfölt. — Mér finnst ég eitthvað svo notalega léttur í höfðinu, varð honum að orði og brosti við. Mér líður í rauninni mjög vel. Hann hneig dálítið dýpra ofan í stólinn og lokaði aug- unum. Hún starði á hann af hljóðri athygli nokkra stund. Slagæðin á hálsi hennar tif- aði ótt og títt. Loks spurði hún nærfærnislega: — Líður þér illa? — Alls ekki, svaraði hann dræmt. Síður en svo. Ég finn ekki hið minnsta til. Hún gekk yfir að arninum og vermdi kaldar hendur sínar í ylnum af eldinum. — Þetta er ljótt sár, sagði hún. — Er læknirinn ekki væntalegur? — Síminn, umlaði hann. - Síminn... lög- regluna, eða nokkra hjálp. Hann reyndi að herða sig upp. — Kannski maður ætti að reyna einu sinni enn, sagði hann. — Get- urðu rétt mér símann? Hún gekk nokkur skref en nam skyndi- lega staðar, eins og hún myndi allt í einu eftir einhverju. — Hvar er síminn eigin- lega? spurði hún. — Hann stendur á borðinu þama út við vegginn. Hún náði í símann og dró leiðsluna eftir gólfábreiðunni. — Viltu ekki að ég reyni að hringja fyrir þig? spurði hún. — Nei, svo hjálparvana er ég ekki, svar- aði hann og reyndi að teygja ffam höndina en hún var svo máttlaus að við lá að hann hefði misst tækið niður á gólf. Hún virti hann fyrir sér á meðan hann hreyfði skífuna með mestu erfiðismunum. Hann hristi höfuðið öðm hverju, eins og hann sæi allt í móðu. Eftir nokkur andartök lagði hann tólið á aftur. — Ekkert svar, sagði hann. — Enginn sónn. Línan er steindauð. Aftur hallaði hann sér aftur á bak í stólinn. Andlit hans var nú orðið náhvítt. — Við verðum víst bæði að halda hérna kyrm fyrir, umlaði hann svo lágt og óskýrt að varla skildist... þangað til óveðrinu slotar... Hún fann hvernig svitinn draup af enni henanr og rann niður vangana og hvernig titringurinn fikraði sig upp eftir örmunum, upp í axlir og herðar og niður bakið. Hún færði sig afutrt nær aminum og hélt hönd- unum fast um olnbogana í því skyni að stöðva titringinn. Hann virti hana fyrir sér af forvitni og deplaði augunum til að sjá betur í gegnum móiðuna sem lagðist á sjónir hans. — það... það gengur eitthvað... að þér, sagði hann með erfiðismunum. Þú hefur þó vonandi ekki fengið lungnabólgu? — Nei, nei, flýtti hún sér að svara. — Ég er einungis kvíðin þín vegna. — Ekki neina vitleysu, umlaði hann. — Mér... mér líður Ijómandi... vel. Bara dálít- ið syfjaður... Hvað kemur til... að þú ert kvíðandi mín vegna? — Ég er hrædd um að ég hafi kannski gengið helst til langt, hvíslaði hún. Ég batt ekki að slagæðinni til að stöðva blóð- rásina úr sárinu. Þér er í þann veginn að blæða út. Hann starði á hana galopnum augum. — 40 VIKAN 16. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.