Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 21

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 21
KARLMEMN Eru þingkonurnar brjóstagódar? TEXTI: GYÐA DRÖFN TRYGGVADÓTTIR ala fullorðnir karl- menn á þennan hátt um konur sín á milli eða eru slíkar umræður eingöngu bundnar við unglingsárin? Blaðamaður Vikunnar fór af stað og ætlaði að fá úr þessu skorið, en það var hægara sagt en gert því varla nokkur mað- ur sem var spurður vildi tjá sig um málið — kannski vegna þess að blaðamaðurinn er kvenkyns? En eftir að hafa náð því að tala við nokkra fullorðna karl- menn er ég viss um að þeir tala um konur sín á milli en hvernig þeir tala um þær er aftur mismunandi. Þá skiptir það að eigin sögn líka máli við hvern þeir eru að tala. Stundum taka þeir þátt í umræðum vinnufélaganna og láta ýmislegt út úr sér sem þeir myndu ekki gera ef þeir væru að tala við einhverja aðra. Annars er þetta mjög misjafht, „sumir virðast alltaf vera með kjaftinn opinn og eru oft mjög grófir í tali en aðrir mun hægverskari, fyrir utan þá sem ekki segja orð“. Svona komst einn viðmælandi minn að orði þegar hann var spurður hvort karlmenn töl- uðu um konur. En um hvað tala karlmenn þegar þeir tala um konur? Tala þeir til dæmis um óhamingju sína eða vandamál í ástalífinu? En það var ansi erf- itt að fá menn til að segja ná- kvæmlega um hvað þeir tala, sérstaklega ef umræðurnar urðu alvarlegar. Ekki talað um eigin- konurnar við vinnufélagana Maður einn, sem vinnur nú á gröfú en hefur unnið ýmis störf m.a. unnið við útkeyrslu á vörum og þá með mismun- andi aðilum, sagði að núna tal- aði hann um konur sem huggulegar eða myndarlegar „Vá! Sástu þessa - sú var aldeilis flott!" „Þessi œtti að sleppa því að fá sér ís og fara heldur í Ifkamsrœkt." „Heyrðu, ég sá að þú náðir í Möggu í gœrkvöldi! Hvernig var hún?" en ekkert meira, allavega þeg- ar vinnufélagarnir eiga í hlut, en þá er ekki talað um eigin- konurnar. Það gerir hann hins vegar við sína bestu vini að vísu væri einn þeirra vinnu- félagi sinn. „Sumir af mínum vinnufélögum eru mjög grófir í tali þegar þeir tala um konur og þurfa oft að vera að gorta sig af hinu og þessu, en þar er oft ýkt til að ná sem bestum söguþræði," sagði hann enn- fremur. Annar viðmælandi minn sem er lögreglumaður, sagðist fúslega viðurkenna að hann talaði um konur við sína félaga. „Mér finnst ekkert at- hugavert við að tala um konur sem kynverur. Það er hins veg- ar spurning hversu mikil al- vara fylgir þessum umræðum því þetta er oft meira í gamni en alvöru. Um samband mitt við konu mína tala ég við mjög fáa. Ég á nokkra trúnaðarvini og við þá tala ég um vandærði mín, ef einhver eru. Það er samt oft svo að karlmenn eiga konur sem trúnaðarvini en ekki aðra karlmenn og það er oft gott að leita ráða hjá þeim.“ Það virðist ekki fara eftir stöðu manna hvort þeir tala um konur sín á milli eða hvernig. Þó virðist erfiðara að fá menn sem eru í góðum stöðum til að viðurkenna að þeir geri það, þó á það að sjálf- sögðu ekki við um alla og ekk- ert hægt að alhæfa. Einn viðmælandi minn, sem er í góðri stöðu hjá virtu fýrir- tæki, sagði að hann talaði ekki oft um konur við sína vinnu- félaga, hann tæki stundum undir með þeim en hann meinti ekkert með því og væri feginn að konan hans heyrði ekki til hans. „Þegar ég þarf á því að halda að tala um sam- band mitt við eiginkonu mína þá kemur aðeins einn til greina; ég á einn trúnaðarvin og við hann get ég sagt allt og hann við mig.“ Grófastir sem komast sjaldnast í tæri við kvenfólk Það heyrðist á tal tveggja mánna þar sem þeir voru að tala um hvaða brjóst á hvaða þingkonum þeir gætu hugsað sér að sjá. „Ekki á Sigríði Dúnu! Ég er búinn að sjá Guðrúnu Helga í sundi og það er nóg. Guðrún Ágústsdóttir sýnist mér aftur á móti mjög brjóstagóð kona.“ Það er nokkuð öruggt að menn í hvaða stöðu sem er tala um konur sín á milli. Sum- ir vilja bara alls ekki viður- kenna það — en þegar einhver óæskilegur heyrir ekki til þá er aldrei að vita hvað gerist. Eins og áður sagði þá eru margir mjög grófir og alltaf með kjaftinn opinn. Sumir vilja meina að það séu þeir sem sjaldnast komast í tæri við kvenfólk, eiga erfitt með að sætta sig við það og búa því til sögur sem virka mjög krass- andi, en yfirleitt of krassandi til að þær geti verið sannar. Aðrir karlmenn hafa einfald- lega gaman af að velta konum fýrir sér; skoða útlitið og oftast þegar menn tala saman þá er það einmitt það sem þeir velta fýrir sér. Spá í rassastærð, brjóstastærð og allt þar fýrir ofan og neðan. Það er líklega sjaldgæfara að menn séu að tala um persónu- leika konunnar t.d. hversu góð konan sé og skemmtileg. Það er frekar að þeir geri það ef þeir geta sagt hversu hún sé frek og mikil grybba. En með vissu má örugglega segja að hvernig menn tala um konur er eins misjafnt og þeir eru margir — og það er ekki hægt að skipa þeim í tvo hópa: Þá sem tala um konur og hina sem ekki tala um konur! 16. TBL.1989 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.