Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 47

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 47
HEIL5A hótaði og hann reyndi að bjóða mér fé, en því ákafari sem hann varð þeim mun stað- ráðnari varð ég. Að lokum hló ég að hon- um og sagði, að honum væri nær að skreppa til tunglsins en reyna að kvænast konu minni. Hér hefur þú ástæðuna fyrir sjálfsmorði Kens. Hann var ákaflega viðkvæmur og til- finningaríkur. Þegar honum skildist að ég meinti það sem ég sagði, þá missti lífið til- gang í hans augum. Þess vegna skaut hann sig. Með minni byssu. En gleymdu ekki að Ken var heimil- isvinur og kom og fór um hús mitt eins og honum hentaði. Sama eftirmiðdag og hann sagði konunni minni ffá ákvörðun minni, var ekkert einfaldara fyrir hann en að taka byssuna. Hann vissi að hún lá í hægri skrif- borðsskúffunni. Hugmyndin um sjálfsmorð virðist mér jafh sennileg og hugmyndin um að ég hafl myrt Ken. Með sjálfsmorði mælir einnig sú vitn- eskja að fingraför Kens voru á vopninu. Auðvitað sneri ákæruvaldið heiðarleika mínum gegn mér. Ég efást um að ég hefði verið dæmdur ef ég hefði ekki skýrt á heiðarlegan hátt frá því að ég hafi oft sýnt Ken byssuna og að hálfum mánuði áður hafi hann sjálfur prófað hana í kjallaranum í mínu eigin húsi. Um þetta hefði kona mín einnig getað borið vitni. Á móti morði mælir ennfremur sú staðreynd að enginn hafi séð mig koma að eða frá íbúð Kens, kvöldið sem hann lést. Að vísu var gömul kona á fjórðu hæð sem hélt að sig minnti að ef til vill hafi hún séð einhvern karl- mann sem gæti alveg eins verið ég. Vitnis- burð hennar tættir þú í súndur á snilldar- legan hátt. Svo röskur varstu við það að dómarinn fiillyrti og lét bóka að enginn hafi séð mig við íbúð Kens áður nefnt kvöld. Hvernig ætti svo sem nokkur að hafa séð mig þar sem ég var með konu minni þetta kvöld. Ég veit að bæði þú og ákæruvaldið gerð- uð ykkar besta til að finna konu mína. Leit- in hefur eflaust verið kostnaðarsöm þegar tekið er tillit til þess að þú notaðir stórar auglýsingar í dagblöðunum með áskorun til hennar um að gefa sig fram. Árangurs- Iaust! Og ég sem vissi hvar hún var, gat ekki sagt það. Nú ertu hissa! En sannleikurinn er sá að ég vissi allan tímann hvar kona mín var niðurkomin. En ég hafði ríka ástæðu til að segja ekki frá því. Eins og vitað er var ég með konu minni kvöldið sem Ken lést. Við vorum í sumarbústaðnum okkar. Við áttum þar hræðilegt uppgjör, sem endaði með því að ég myrti hana. Ég kyrkti hana og kastaði líkinu niður í brunninn. Þar liggur það enn. En nú skilurðu örugglega hvers vegna ég gat ekki skýrt frá því hvar konan mín væri stödd. Og nú trúir þú mér örugglega, þegar ég endurtek að Ken framdi sjálfsmorð. Ég var hjá konu minni þegar hann lést. TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON Kæla á áfram bruna- stað eftir að maður er orðinn ískaldur á staðnum—til hvers? Kæling á brunastað er fyrst eftir bruna til þess að ná hitanum af staðn- um og hann valdi ekki meira tjóni en orðið er. Þegar staðurinn er svo orð- inn kaldur, þá þarf að kæla hann áfram vegna þess að ýmis ensím, sem eru niðurbrjótandi efni og hafa slopp- ið út úr skemmdum frumum vegna brunans, geta illa unnið við svo lágan hita og verða því lítið virk. Halda þarf því hitastigi lágu á staðn- um meðan líkaminn er að Iosa sig við þessi óæskilegu ensím og koma í veg fyrir að þau valdi frekari spjöllum. Engin lykt í kvefi Þegar fólk er kvefað þá myndar nef- slímhimnan mikið af slími. Það hindrar að lyktarefnin í loftinu kom- ist í snertingu við skynfrumumar efst í nefinu og við flnnum litla lykt. Hellur í Kömbunum í miðeyranu er loft, sem þarf að hafa sama þrýsting og loftið utan eyr- ans, þegar þrýstingurinn í umhverf- inu breytist, breytist einnig þrýsting- urinn í miðeyranu, og það eigum við að þakka kokhlustinni. Hún er mjó pípa er liggur á milli miðeyrans og nefkoksins. Eftir henni berst loft milli miðeyrans og andrúmsloftsins. Breytist þrýstingur í andrúmslofti snögglega, eins og á sér stað þegar snögg hæðarbreyting verður, eins og þegar við ökum niður Kambana, get- ur farið svo að kokhlustin hafi ekki við að jafna út loftþrýstinginn. Hljóð- himnan dregst þá inn. Ef þetta gerist þarfnast hún smáveg- is hjálpar. Einfaldasta ráðið er að klemma saman nasirnar og blása var- lega út í nefið. Á þann hátt þrýstir maður Iofti gegnum kokhlustina og út í miðeyrað, hljóðhimnan fer í sína eðlilegu stöðu og hellan hverfur. Er hægt að skemma sjónina með því að nota röng gleraugu? Það er útbreiddur misskilningur að gleraugu, sem ekki eru við manns hæfi skemmi augun. Þau gera það ekki. Hins vegar þreytist fólk í augun- um og engum þykir gott að sjá verr til lengdar. Getur mjólk valdið eyrnabólgu? Já. Sé verið að gefa bami mjólk úr pela eða úr brjósti getur farið svo, ef bamið er útafliggjandi, að mjólk renni úr koki bamsins, eftir kok- hlustinni og inn í miðeyrað. Þar getur hún valdið eymabólgu. Reynið því að hafa bamið nokkuð upprétt þegar því er gefin mjólk eða önnur fæða. Vera léttklæddur í veikindum Það getur verið nauðsynlegt að vera léttklæddur og hafa svalt inni hjá sér þegar maður er kominn með um 40°C, eða yfir. Það er vegna þess að ýmis efni líkamans þola ekki slíkan hita og geta ekki starfað rétt, en það er nauðsynlegt fyrir líkamann. Verður því að breyta utanaðkomandi áhrifum til að lækka hitann. Verkjalyf ýmis- konar, sem fást í apótekum án lyf- seðils, geta haft hitalækkandi áhrif og er þá gott að taka þau. Eru aukaslög hættuleg? Það er mjög algeng truflun á starf- semi hjartans, að hjartað slái aukaslag. Reglan í hjartslættinum truflast við aukaslag og svo hvíld á milli. Það er eins og hjartað hoppi í brjóstinu eða ætli að hoppa upp í háls. Þessi slög em mjög algeng, ef menn hafa neytt mikils af örvandi efnum eins og kaffi eða tóbaki eða em þreyttir eða kvíðnir. Aukaslögin stafa því sjaldnast af hjartasjúkdómi. 16. TBL. 1989 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.