Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 37

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 37
ATVmMULEIT fræðings. Fólki gefst kostur á að taka bandarískt sálfræðipróf, Strong Interest In- ventory (þýtt og staðfært) sem miðar að því að leiða í Ijós til hvers hugurinn stefnir, það er í hvaða starfi líklegt sé að viðkomandi muni una sér best. Fjölmargir hafa gengist undir þessi próf sér til hjálpar við náms- eða starfsval og það kemur fyrir, segir Einar Páll, að fyrirtæki fara fram á að umsækjendur hafi tekið prófið, niðurstöð- ur þess eru aldrei birtar fyrirtækjunum nema með vitund og vilja umsækjenda. Hinn aðalþátturinn í starfsemi Ábendi er aðstoð og miðlun við mannaráðningar. Þeir sem eru í atvinnuleit fylla út sérstök eyðublöð þar sem fram kemur hvers kon- ar störfúm þeir hafa mestan áhuga á, æski- legur vinnutími, launaóskir, náms- og starfsferill, tölvu- og tungumálakunnátta, fjölskylduhagir, ástæða fyrir því að skipt er um starf og meðmælendur. Umsóknin er merkt trúnaðarmál og kemur sjálf aldrei fyrir augu annarra en starfsmanna skrifetof- unnar. Þegar ósk kemur ffá vinnuveitanda er farið í gegnum umsóknirnar og teknar út þær sem koma til greina hvað varðar tegund starfs, launaóskir, vinnutíma, sér- þekkingu og svo ffamvegis. Af þeim sem til greina koma eru 3—4 líklegustu um- P settu fram launakröfúr á einhverju á- kveðnu bili. Launakröfúrnar eru mat ein- staklinganna á því hve mikils virði þeir eru sem vinnuafl og ráðningastofan hefur eng- in afskipti af því. Atvinnurekendur setja sömuleiðis lfam launahugmyndir sínar varðandi viðkomandi starf og launakjörin eru síðan eitt af mörgum atriðum sem á- kvarða hvort tiltekið starf hentar viðkom- andi eða ekki. Einar Páll var spurður álits á mikilvægi klæðaburðar og framkomu í viðtali. Hann sagðist telja að snyrtimennska skipti alltaf máli, en það færi mjög eftir eðli starfsins sem auglýst væri í hve framkoma og klæðnaður hefði mikið að segja. „Það sem skiptir mestu máli er að fólk sýni starfinu áhuga og virki trúverðugt. Það kemur fljótlega í ljós ef fólk fer að leika eitthvert hlutverk, það verður tilgerðarlegt." Þegar vinnuveitandi telur að umsækj- andi komi sterklega til greina er venjulega haft samband við þá meðmælendur sem hann hefur gefið upp. Vinnuveitandi er yfirleitt aðeins að fúllvissa sig um að um- sækjandinn uppfylli grundvallarskilyrði svo sem stundvísi, samviskusemi og reglu- semi, en ekki er ætlast til að meðmælend- ur gefi ítarlega umsögn. sækjendurnir boðaðir í viðtal. Vinnuveit- andinn fær sendar upplýsingar um við- komandi umsækjendur byggðar á umsókn- um þeirra. Einnig fáer vinnuveitandinn senda viðtalsskýrslu sem Ábendi hefur út- búið til að auðvelda vinnuveitandanum að átta sig á margvíslegum þáttum í fari og ferli umsækjandans. Einar Páll var spurður að því hvort um- sækjendurnir væru eitthvað sérstaklega undirbúnir undir viðtalið við vinnuveit- anda. Hann sagði svo ekki vera, en um- sækjendur væru ekki sendir í viðtal nema nokkuð öruggt væri að þeir hentuðu í starfið og hefðu því þegar gengið í gegn- um ákveðna síu. Hann sagði sjálfeagt að umsækjendur BÝSNA MARGT KEMUR FRAM í FYRSTA VIÐTALI Ari Guðmundsson, starfsmannastjóri Landsbankans, hefúr langa reynslu af því að ráða fólk til starfa. í Landsbankanum starfa um eitt þúsund manns víðs vegar um landið. Ari segir að eins og atvinnuástand- ið hafi verið á landinu að undanförnu sé mun meiri eftirspurn eftir störfúm í bank- anum en þörf er fýrir, og þar hefur eins og víðar verið hverfandi lítið um nýjar ráðningar. Það hefur lengi tíðkast að fólk komi í bankann og spyrjist fýrir um vinnu og leggi síðan inn umsókn á sérstökum umsóknareyðiblöðum sem bankinn hefúr útbúið. Helstu almennar kröfúr sem bank- • Ari Guðmundsson, starfsmannastjóri Lands- bankans, segir reynslu- leysi alls ekki vera til baga. Það sé nauðsyn- legt að „hlúa vel að ungviðinu“ og geti verið afar ónœgjulegt „að ala fólk upp til starfa innan bankans." 16. TBL. 1989 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.