Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 46

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 46
5MA5AC5A SEKUR EDA SAKLAUS? A því leikur enginn vafi að þetta er erfiðasta mál sem ég hef varið alla / % mína lögfiræðingstíð. Og ég tap- JL JL. aði því! Fyrir stundarfjórðungi var skjólstæðingur minn tekinn af lífi í raf- magnsstólnum. Meðan á vörninni stóð barðist ég eins og sært ljón við að bjarga lífi hans og eftir að dómurinn var felldur leitaði ég til fjölda áhrifamanna í von um náðun, síðast til sjálfe ríkisstjórans. Árang- urslaust. Klukkan 7.15 nú í morgun færðu þeir hann úr klefa sínum í dauðadeildinni yfir í stóra auða herbergið með ferkantaða stólnum. Hann veitti engan mótþróa, leit aðeins stjörfúm augum fram fyrir sigþegar þeir spenntu hann fastan. Nokkrum mínút- um síðar titraði líkami hans sem snöggvast og höfúðið lagðist til hliðar. Síðustu orð EFTIR NIELS BONNIK hans voru — og ég segi með köldu bióði — Auðvitað. Var það satt? Og ef það var satt, hvers vegna hafði ég þá gefist upp. í heilan mán- uð hafði ég notað hverja einustu mínútu af tíma mínum til að kynna mér málið. Full- yrðingar ákæruvaldsins voru allar mjög sennilegar, en skjólstæðingur minn neitaði sekt sinni allan tímann. Hafði mér sést yfir einhver atriði? Voru veikir hlekkir í sann- anakeðjunni þannig að ég hefði átt að geta rofið hana og ffelsað með því manninn frá rafrnagnsstólnum? Þessu var ég að velta fyrir mér þegar ég var á leið til skrifetofu minnar þar opnaði ég peningaskápinn og tók úr honum stórt, gult umslag með utanáskriftinni: Opnist eftir dauða minn. Nú er ég látinn. Ég get sagt sannleikann. Og sannleikurinn er að ég hef verið líflátinn fyrir morð sem ég hef ekki framið. Trúið mér! Hvers vegna skyldi ég neita því núna, þegar allt er um garð gengið? Ég settist við skrifborðið, handlék um- slagið um stund. Síðan reif ég það upp og las bréfið sem þar var. „Nú er ég látinn og get sagt sannleikann. Og sannleikurinn er að ég hef verið líflát- inn fyrir morð sem ég hef ekki framið. Trúið mér! Hvers vegna skyldi ég neita því núna, þegar allt er um garð gengið? Ákærulíkurnar voru sterkar — en máls- atvikin eru þau að ég drap ekki Ken Jon- athan. Auðvitað beinist grunurinn að mér. Konan mín hafði haldið fram hjá mér með Ken, það vissu allir — einnig ég — og í mál- um sem þessu er hinn kokkálaði eiginmað- ur efetur á lista yfir þá grunuðu. Hafi hann fúllgilda fjarvistarsönnun, þá er hann frjáls ferða sinna, hafi hann hana ekki þá fer hann í stólinn sem ég var settur í nú í morgun. En ég hafði trausta fjarvistarsönnun. Kvöldið sem Ken var myrtur (eða framdi sjálfemorð sem mér finnst öllu líklegra) var ég hjá konunni minni. Hefði hún borið vitni mundi hún hafa lagt eið að því og hvers vegna ekki, — það var sannleikurinn. En hún hélt sig fjarri lögreglan gat ekki fúndið hana — og ákærandinn notaði það sem líkur: konan mín kaus fremur að fela sig en bregðast mér fyrir réttinum. Og þú kæri verjandi, innst inni heldur þú að ákærandinn hafi haft rétt fyrir sér! Hvers vegna gaf kona mín sig ekki fram ef hún gat með því bjargað lífi mínu? í dag get ég gefið þér fúllnægjandi skýringu á því hvers vegna hún gaf sig ekki ffam. En drögum fyrst nokkur atriði fram í dagsljósið og síð- an getum við reynt að sýna fram á að Ken Jonathan hafi framið sjálfsmorð. Ken lést um það bil kl. 11 að kvöldi föstudagsins 12. nóvember. Við hliðina á líkinu fannst Browning byssa. Einu skoti hafði verið hleypt af. Síðar var kúlunni náð úr hjarta Kens. Browning byssan var mín eign. Því hef ég aldrei neitað. Auk þess voru fingraför mín á henni — en á skaftinu voru einnig fingraför Kens. Sjálfemorð var sem sagt möguleiki. Ástæða mín virtist augljós. Kona mín var ástkona Kens. En Ken hafði einnig ástæðu til að fremja sjálfemorð. Ég held í sannleika sagt að hann hafi elskað konu mína. Þar var um að ræða hreina, sanna ást — ekki aðeins líkamlega ást. Daginn áður en Ken lést, áttum við uppgjör. Ken hafði komið upp á skrifetofú mína og beðið mig um að veita konu minni skilnað. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk vitneskju um samband þeirra sem þó virtist flestum kunnugt. Auðvitað fékk þetta á mig en ég er — öfugt við Ken — af þeirri manngerð sem getur hamið tilfinningar sínar. Ég neitaði að verða við bón hans. Ken nauðaði óg bað,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.