Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 44

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 44
MUGLEIÐinGAR (slcmd í frveim TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON UÓSM.: BJÖRN HRÓARSSON Atlantshafssprungan fer í gegnum ísland eins og punktalínan á myndinni sýnir. Á sprungunni sjálfri eru helstu eldstöðvamar. 1. Krafla, 2. Askja, 3. Grimsvötn, 4. Lakagígir, 5. Katla, 6. Hekla, 7. Helmaey, 8. Surtsey. Vestan sprungunnar er landslag víða svipað og í Ameríku. 9. Hombjarg gæti átt sér hliðstæðu á Grænlandi eða í Alaska. 10. Vatnsnesið er á vissan hátt kanadiskt útlits. 11. Mýrar gætu verið á Nýfundnalandi. 12. Margir útlendingar hafa sagt að leiðin til Þingvalla minni svolítið á ökuleiðir í villta vestrinu og 13. Geysir í Haukadal lætur huga margra reika til Yellowstone National Park í Bandaríkjunum. Austan sprungunnar tekur svo evrópskt landslag yfirhöndina þótt viða á ís- landi sé landslag ólíkt öllu öðm sem þekkist í heiminum, t.d. 14. víða í Ódáða- hrauni. 15. Vopnafjörður gæti þá veríð hvar sem er við Atlantshafsströnd Evr- ópu. 16. SeyðisQörður gæti allt eins verið í Noregi, 17. Hallormsstaðaskógur ber með sér ýmis einkenni alvöm skóga í Skandinavíu og 18. Skaftafell í Öræf- um gæti verið einhvers staðar í austurrísku Ölpunum. Margar kenningar eru til um uppruna íslands. Ein er á þá leið að einhvern tíma endur fyrir löngu hafi tvö tungl sveimað umhverfis Jörðina. Kannski hafa allar pláneturnar haft tvö eða fleiri tungl í þá daga en Sólin hefitr sennilega gleypt mána Merkúrs og tungl Venusar hafa hrap- að í höf plánetunnar með þeim afleiðing- um að síðan er Venus öll hulin eitruðum skýjum. En hafi tvö tungl einhvern tíma fylgt Jörðinni getur verið að annað þeirra (það minna) hafi hrapað í norðanvert Atl- antshafið fyrir um það bil sextíu milljón- um ára með þeim afleiðingum að geysileg flóðbylgja og miklar loftslagsbreytingar hafi drepið allar risaeðlurnar. Við tungl- hrapið hefur botn Atfantshafsins svo klofn- að frá norðri til suðurs. En hluti tunglsins stendur ennþá upp úr hafinu — eftir kenn- ingunni að dæma — og gengur undir nafn- inu ísland. Landrekskenningin Önnur kenning er nefnd landrekskenn- ingin. í henni er meðal annars gert ráð fyr- ir að Atlantshafið sé smám saman að breikka með þeim afleiðingum að Evrópa og Afríka annars vegar og Ameríka hins vegar séu smám saman að fjarlægjast hvor aðra. Við gliðnunina hefur ísland smám saman orðið til norðarlega á Atlantshafs- sprungunni. Vestan sprungunnar er Amer- íka en Evrópa austan megin. Og þar sem ísland er á Atlantshafshryggnum miðjum má segja að annar helmingur landsins sé Ameríkumegin en hinn Evrópumegin. Þegar betur er að gáð kemur líka í ljós að vesturhluti landsins, vestan Eyjafjarðar og Rangárvallasýslu, líkist Ameríku hvað landslag varðar en hinn hlutinn er líkari Evrópu. Það er til dæmis fátt sameiginlegt með Snæfellsnesi og Breiðafirði annars vegar og Vopnafirði og Hallormsstað hins vegar. Mér datt þetta í hug um daginn þeg- ar ég rabbaði við Kjartan Lárusson, for- stjóra Ferðaskrifstofu íslands. Þá minntist hann á að gott væri að hafa tvær góðar ökuleiðir um miðju landsins, Kjalveg og malbikaða Ódáðáhraunsbraut. Reyndar var hann fyrst og ffemst að tala um skemmtilegar ökuleiðir utan hringvegar- ins en þetta sagði hann meðal annars. „Landið klippt í tvennt“ „Óvíða í Evrópu er aðalumferðaræð lands lögð á eins fallegan hátt og í gegnum eins falleg héruð og á íslandi. Þetta kemur af sjálfu sér hjá okkur þar sem landrýmið gefur ekki kost á öðru, til dæmis á suður- ströndinni þar sem ekið er undir ægifögr- um skriðjöklum Vatnajökuls tímunum saman. Um 70 prósent af leiðinni ffá Reykjavík til Hornafjarðar eru orðin mal- bikuð. Svipaða sögu er að segja um leiðina til Akureyrar en margir hafa ekki gert sér grein fyrir því að vegir landsins hafa stór- batnað á undanförnum árum. Leiðin á milli Sauðárkróks og Siglufjarðar er mal- bikuð inn allar sveitir og leiðin til Akur- eyrar hefur styst mikið við malbikið. Veg- urinn þangað frá Reykjavík er orðinn svo góður að munurinn á bílferð og flugferð þangað fer stöðugt minnkandi. Það tekur klukkutíma að fljúga á -milli og með klukkutíma bið á hvorum flugvelli eru það þrír tímar. Það tekur rúma sex tíma að fara þetta með rútu. Rútuferðir eru orðnar mjög þægilegar. Þar er hægt að halla sæt- inu aftur, virða fyrir sér landslagið og hafa það virkilega notalegt. Svo er stoppað á leiðinni til að teygja úr sér. Og ekki má gleyma því að oft verða óhjákvæmilegar seinkanir á flugferðum. Þegar búið verður að malbika Sprengisand, sem er ekki eins mikið mál og margir halda, fer fólk að geta „klippt landið í tvennt" hvað ferðalög varðar. Það má ekki gleyma því að það býr fólk um allt land.“ Geimfararnir héidu að þeir væru komnir til tunglsins Seinna bætti Kjartan við: „Að keyra hringinn og taka alla útúrdúr- ana með í reikninginn er vel gerandi á tíu dögum en það tekur svona tvær vikur ef maður vill virkilega njóta þess. Fjöldi manns, sem á tveggja drifa bíl, getur mjög 42 VIKAN 16. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.