Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 54

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 54
MÆFILEIKAPROF Gœtir þú rekið þitt eigið fyrirtœki? Frh. af bls. 49 SVÖR ■■■■■ l.d) 2.b) og c) 3b) og d) 4.a) 5.b) og d) 6.a) og d) 7.b) 8.d) 9.d) 1-6 Líklega lætur þér ennþá best að vinna í félagi við aðra frekar en að hefja sjálfstæðan at- vinnurekstur. Ekki eru allir vel til þess fallnir að vera með sjálfstæðan rekstur og hæfileik- ar þínir gætu legið annars staðar. En ef þú ert harðákveð- in í að leggja í hann ein þá veistu núna þínar veiku hliðar og getur farið að bæta úr þeim. 7-10 Þú hefiir það til að bera sem þarf við sjálfstæðan rekstur. En þú þarft að bæta úr almennri viðskiptaþekkingu þinni. Lestu þér eins mikið til og hægt er og vertu óhrædd við að notfæra þér reynslu annarra, spyrjast fyrir hjá þeim og leita ráða. 11-13 Gott hjá þér. Þú hefúr hæfi- leika á sviði viðskipta og þekk- ingu á fjármálum. Þú ert tilbú- in að hrinda hugmyndum þín- um í ffamkvæmd. Gangi þér vel. HÆTTURNAR Yfirleitt fara tvö af hverjum þremur smáfyrirtækjum á hausinn og eitt af hverjum þremur gefst upp á fyrstu 30 mánuðunum. En 40% smáfyrir- tækja lifa fyrstu 10 árin af og almenna velgengnin fer vax- andi. Einnig er meira um ráð- gjöf til smáfyrirtækja en áður var. Hvers vegna ganga þá ekki flest fyrirtæki? Hér er Ilsti yflr hættusvaeðin sem öll má rekja til lélegrar stjómunar. 1. Of lítil fjármögnun. — Van- metin útgjöld. 2. Of stórt lán. — Of miklir pen- ingar fengnir að láni í hlutfalli við eigið fjárframlag. 3. Of lágt verð. — Vegna sam- keppni. 4. Vandamál með félaga. — Vantar skriflegan samning og síðan verður félögum sundur- orða, sérstaklega ef félaginn er vinkona/vinur eða ættingi. 5. Léleg fjármálastjórn. — Of mikil eyðsla, gleymist að hafa auga með bókhaldinu. 6. Ofpöntun. — Of margar pantanir á stuttum tíma sem leiðir til þess að ekki er hægt að fjármagna þær. 7. Lítil sala. — Vantar markaðs- setningu. 8. Einhæfar vörur. 9. Mjólkun á fyrirtækinu. — Of miklir peningar teknir úr fyrir- tækinu til persónulegra þarfa. 10. Skortur á áætlanagerð. Hvernig geturðu þá tryggt að fyrirtæki þitt byrji vel? í fyrsta lagi þarftu að spyrja sjálfa þig hvers vegna þú vilt hefja rekstur og hvers þú væntir af honum. Ef þú vilt bara auka við tómstundagam- an þitt skaltu gleyma því. Mað- ur verður að hafa góða heilsu, vera einbeittur, vera ffekur, geta unnið langan vinnudag og taka ekki mark á orðinu „nei“. SPURÐU SJÁLFA ÞIG Fjölskylduhagir þínir eru jafnmikilvægir og ástæður þín- ar og hæfileikar. Færðu stuðn- ing ffá þeim sem standa þér næst? Það verður vonlaus bar- átta ef þú getur ekki fengið þá á þitt band. Hugmynd þín að fyrirtæki krefst góðrar könnunar til þess að ganga úr skugga um að hún sé fram- kvæmanleg. Eru nægilega margir tilbúnir til þess að kaupa handsmíðuðu stofu- borðin þín eða ryðffíu rörin eða áklæðishreinsunarþjón- ustu þína í nægilega langan tíma til þess að þú getir mætt kostnaði og fengið hagnað? Hvar eru viðskiptavinir þínir? Hverjir eru samkeppnisaðilar þínir? Hvað getur þú boðið viðskiptavinum þínum sem aðrir geta ekki boðið upp á? Hvað sem þú gerir — láttu ekki fjárhagsáhyggjurnar verða öllu öðru yfirsterkari. Ef hug- mynd þín er gróðavænleg og vel út hugsuð muntu um síðir finna fjármagnið sem þú þarfhast. Það mikilvægasta er að þú njótir ffamtaks þíns. Það á að vera gaman að hefja rekst- ur á fyrirtæki sem nýtir hæfi- leika þína til fulls. VELGENGNI í Norwich í Englandi býr kona að nafrii Tricia Smith. Hún var ffáskilin og átti 16 ára dóttur þegar hún opnaði kven- fataverslun sem sérhæfir sig í fötum fyrir stórar konur. Eftir að hún fékk hugmyndina gerði hún rekstraráætlun til eins árs með aðstoð bókar sem hún rakst á: „The Greatest Little Business Book“. Tricia segir: „Þar sem ég vissi ekki hve mik- ið ég skyldi kaupa eða hve miklu ég ætti að eyða í það bjó ég mér til einhverja upphæð sem færi í lager og gerði áætl- un um hve mikið ég gæti búist við að selja á degi hverjum. Þá gat ég nokkurn veginn reiknað út tilvonandi gróða og sá hvað ég hefði efhi á að borga í leigu á verslunarhúsnæðinu." Með þessa útreikninga í far- teskinu fór hún til bankastjóra, sem neitaði henni fýrst í stað um lán. En effir miklar fortölur og með því að taka annað veð af húsinu sínu tókst henni að sannfæra hann. Svo safnaði Tricia eins miklu af ókeypis upplýsingum og ráðum og hún gat og þegar hún hafði einhverjar spurning- ar lagði hún þær fýrir kunn- ingja sem voru í rekstri og við- skiptum og höfðu reynslu. Eft- ir að hún hafði fundið verslun- arhúsnæði við hæfi og hafði náð sambandi við fram- leiðendur fór hún í eins manns auglýsingaherferð. Hún notaði dagblöðin, dreifirit, setti risa- stórt auglýsingaskilti á bílþak- ið hjá sér og bauð öllum við- skiptavinum ókeypis léttvíns- glas fyrstu vikuna sem verslun- in var opin. Hún eyddi sem svarar 360.000 krónum í aug- lýsingar fyrsta árið en nú leggur hún alltaf 4% af árlegri fjárhagsáætlun í auglýsingar og leggur áherslu á mikilvægi þeirra. Öll þessi vinna borgaði sig. f versluninni, Conway’s Beauti- ful Fashions in Larger Sizes, seldist meira en hún hafði bú- ist við og veltan á fyrsta árinu var 3-780.000 krónur. Hún hefúr nú opnað aðra verslun í Ipswich, sem fyrrverandi við- skiptavinur hennar rekur fyrir hana, og er með á prjónunum að opna fimm aðrar verslanir. Hún ráðleggur fólki að setja sér markmið. Allt annað kem- ur ef það er gert. Hún varar einnig við því að engar frí- stundir muni gefast fýrsta árið. Nokkrar bækur, sem gætu orðið konum til aðstoðar við að hefja rekstur á smáfyrirtæki, eru: The Woman’s Guide to Starting Your Own Business eftir Deborah Fowler, sem gef- in er út af Grapevine, Thors- ons Publishing Group. Tlie Greatest Little Business Book eftir Peter Hingston, gefin út af Hingston. The Small Business Guide eftir Colin Barrow, gef- ið út af BBC Publications. Fyrirtækið mitt, útgefandi Fé- lag íslenskra iðnrekenda, dreif- ing Almenna bókaforlagið. 52 VIKAN 16. TBL1989 5ITTMVAÐ Milcíl ferdalög bíða Ungfrú Hollywood A þessu ári eru liðin tíu ár síðan tíma- ritið Samúel og Hollywood tóku höndum saman og völdu Ungfrú Hollywood og buðu henni síðan til kvikmyndaborgarinnar frægu í Banda- ______ C\/'11rnn irJA hliifttí»rl'i Samúels. Nú hefur samstarf skemmtistað- arins við Samúel verið endurvakið og leit hafin að níu stúlkum á meðal gesta staðar- ins til að taka þátt í keppninni sem standa mun fram í janúar. Stúlkurnar verða að öllum líkindum ljósmyndaðar á sólarströndu í næsta mán- uði og síðan kynntar þrjár og þrjár saman á síðum Samúels og einnig á sérstökum samkomum í Hollywood. Krýningarkvöld- ið verður svo á Hótel íslandi í lok janúar þar sem búast má við miklum fjölda áhorf- enda eins og á fýrri krýningarkvöldum keppninnar. Vegleg verðlaun falla Ungfrú Holly- wood í skaut. Nefhilega lúxusferð vestur um haf til Hollywood rétt eins og fyrsta stjarna skemmtistaðarins fór í á sínum Þessi mynd var tekin af þeim Önnu Mar- gréti Jónsdóttur og Ólafi Laufdal þegar Anna Margrét hafði verið krýnd Ungfrú Hollywood 1984. Þau sitja nú saman í dómnefhd þeirri er velja skal Ungfrú Hollywood 1990. tíma. En auk þess mun hún fara í þriggja vikna ferð til Japan þar sem hún verður fulltrúi íslands í keppninni um titilinn Miss Wonderland 1990, en stúlkur úr Feg- urðarsamkeppni íslands hafa áður verið fulltrúar landsins í þeirri keppni. Framkvæmdastjórar keppninnar eru tveir, þau Pétur Steinn Guðmundsson að- stoðarframkvæmdastjóri SAM-útgáfúnnar og Gróa Ásgeirsdóttir móttökustjóri á Hótel Borg. Gróa er einnig framkvæmda- stjóri Fegurðarsamkeppni íslands. { dómnefndinni situr að sjálfsögðu fyrsta stúlkan sem hlaut titilinn Ungffú Hollywood, Auður Elísabet Guðmunds- dóttir, en auk hennar mun sitja í dóm- nefnd önnur stúlka sem borið hefúr þann sama titil, Anna Margrét Jónsdóttir. Síðar átti hún eftir að bæta á sig tveimur titlum til viðbótar; Fegurðardrottning Reykjavík- ur og Fegurðardrottning íslands. Auk þess komst hún svo í þriðja sæti keppninnar um titilinn Miss World. Aðrir í dómnefnd eru Ólafur Laufdal, eigandi Hollywood, Þórarinn Jón Magnússon ritstjóri og Magn- ús Hjörleifsson, Ijósmyndari. Ráðgerðar eru fjölbreytilegar nýjungar í tengslum við keppnina og ekki nokkur vafi að hún mun draga að sér sömu athygli og hér áður þegar þessir sömu aðilar stóðu saman að vali Ungfrú Hollywood. □ Fyrsta stúlkan sem kjörin var Ungfrú Hollywood, Auður Elisabet Guðmunds- dóttir, í Hollywood Bandaríkjanna. Sú er kjörin verður nú, áratug síðar, mun feta t fótspor Auðar auk þess sem hún fer til Japan. Auður Elisabet á sæti í dómnefnd- inni núna. UÓSM.: ÓLAFUR HAUKSSON Karlakórinn líka! Hvert vígi karlmanna fellur á fætur öðru. Kvenmaður er meira að segja farinn að stjórna Karlakór Reykjavíkur. Og nú velta margir því fyrir sér hvort kvenfólk eigi eftir að fá jafúréttisráð til að beita sér fýrir því að önnur eða þriðja hver rödd í kórnum komi úr kvenmannsbarka... „Það sem enginn sér" Við seljum það ekki dýrara en við keyptum það, en sagt er að til greina hafi komið að gefa út á einni af safnplötum sumarsins framlag íslendinga í Eurovision með endurbættum texta. Nú skyldi lagið heita: „Það sem enginn sér — og enginn vill heyra..." Sniðug sölubrella Mikil og stöðug sala Skodabifreiða hér á landi er talin felast í stórsnjallri sölubrellu Jöfúrs. Nefnilega að hafa haft Halla (bróður Ladda) í söludeild þessarar tegundar smábíla. Halli er svo lágvaxinn að Skodinn, sem hann er að sýna viðskiptavininum, virðist hin mesta „drossía". BLAÐAVIÐTALIÐ LEIDDI TIL ÚT- GÁFU JÓLABÓKAR Lesendur Vikunnar minnast vafalaust viðtals sem birtist í blaðinu í fýrravor, þar sem Regína á Ströndum talaði tæpi- tungulaust úr pokahorninu. Viðtalið tók Jón Kr. Gunnarsson. Regína kom víða við í viðtalinu enda er hún þekkt fyrir að hafa skoðanir á öllum hlutum og skýra skorinort frá sínum við- horfum. Þegar blaðamaður Vikunnar loks stóð upp eftir langt og gott spjall við Reg- ínu var honum orðið ljóst að eitt viðtal nægði ekki til að gera þessari kjarnorku- konu full skil. Til þess þyrfti heila bók. f stuttu máli sagt; það varð að samkomu- lagi þeirra á milli að ráðist yrði í bókarút- gáfu. Handritið fór fyrir nokkru í prent- smiðju og bókin verður á næsta jólabóka- markaði. Er ekki að efa að hún á eftir að seljast drjúgt. 16 TBL 1989 VIKAN 53 PÁLL KJARTANSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.