Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 13

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 13
5KAFMIÐALEIKURINN Ljósmyndarar og sjónvarps- tökumenn mynduðu sýninguna í gríð og erg fyrir þekktustu tískublöðin og tískuþætti sjón- varpsstöðva víðs vegar um heim. Pierre Cardin heldur sýningar tvisvar á ári og nýjungarnar sem hann setur fram þykja ætíð heimsfréttir. Vitaskuld dró ljósmyndari Vik- unnar ekkert af sér við mynda- tökur frekar en stéttarbræður hans á staðnum og myndir hans munu birtast innan tíðar á síðum blaðsins. Skoðunarferð I nýjum eðalvagni frá Peugeot Tímann í París nýttu mæðg- urnar vel. Það er að sjálfsögðu ekki annað hægt en að líta í nokkrar tískuverslanir í þessari háborg tískunnar og breiðstrætið Champs Elysées þurfti líka að kanna frá Sigurboganum niður að Concorde torgi sömu leið og skrúðgangan, sem kostaði millj- arð, fór nokkrum dögum áður í tilefrii byltingarafinælisins. Eiff- elturninn var svo skoðaður í ná- vígi og góðum tíma varið í skemmtigarð Parísar þar sem ekki var hikað við að fara í rússi- banann. Til að gera skoðunarferð Ágústu og Kolbrúnar sem þægi- legasta lögðu Peugeot verksmiðj- urnar frönsku til nýjasta eðal- vagn sinn nýkominn af færiband- inu. Hárauðan Peugeot 505 V6 með leðursætum og öðru fíneríi — og ekki mátti minna vera en að einkabílstjóri fylgdi með og leið- sögumaður að auki. Lesendur geta rétt ímyndað sér hvort biffeiðaáhugamaðurinn Gunnlaugur Rögnvaldsson hafi ekki fengið fiðring er hann komst í kynni við ökutækið og fullvíst má telja, að hann eigi eftir að segja okkur nánar frá viðkynn- ingunni hér í Vikunni síðar. Kvöldstund í Maxim’s Þegar minnst er á franska mat- argerðarlist kemur ósjálffátt upp í hugann nafn frægasta veitinga- staðar heims, Maxim’s, sem opn- aður var í miðborginni fýrir nærri hundrað árum. Pierre Cardin keypti staðinn fyrir fáein- um árum, en gætti þess vandlega að breyta þar engu. Enda staður- inn innréttaður og skreyttur af einstökum listamönnum. Listamenn, rithöfúndar, aðals- menn og fagrar konur hafa sótt staðinn til að dáðst að matnum og húsakynnunum — og láta dáðst obbolítið að sér líka. Fyrstu árin voru erfið í rekstrinum, en þegar þekkt fólk í þjóðfélaginu, ÞRIÐJA OG SÍÐASTA VERALDARFERÐIN DREGIN ÚT: Sólarlandaferd og hórblósari komu ó sama miðann Arnold de Contades og hans fagra vinkona Irma de Montigny, ákváðu að halda snobbliði París- ar veislu í Maxim’s vannst stór sigur; það var búið að gefa snobburunum línuna og þeir tóku að streyma á staðinn upp- ábúnir. Aldamótaárið öðlaðist Maxim’s svo heimsfrægð, en þá var heims- sýningin mikla haldin í París. Maxim’s komst á blað sem perla Parísar á fyrsta ári nýrrar aldar. Það gat síðan enginn sem vildi teljast maður með mönnum farið svo um borgina að hann kæmi ekki við á staðnum og fengi sér í það minnsta kampavínsglas. Nú eða allt að tólf rétta máltíð eins og þarna hafa stundum verið bomar fýrir gesti sem trúlega hafa átt erfitt með að gera upp á milli þeirra freistandi rétta sem á matseðlinum em. Vinsældir Maxim’s hafa gert það að verkum, að þar hefúr ver- ið hægt að hafa allt fyrsta flokks. Því fengu hafnfirsku mæðgurnar svo sannarlega að kynnast er þær þáðu þar glæsilegan kvöldverð á mánudagskvöldinu. Hver munn- biti töfraði fram sælutilfinningu og virðuleg salarkynnin kórón- uðu ánægjuna. Heilsað upp á Albert Þar sem Kolbrún Jónsdóttir stóð að stofhun Borgaraflokksins með Alberti Guðmundssyni og hafði síðar flutt sig með honum yfir í Frjálslynda hægriflokkinn þótti ekki annað hægt en að líta í heimsókn til hans í sendiherra- bústaðinn. Hringt var í Albert skömmu fýrir Parísarferðina og fagnaði hann því heilshugar að mega taka á móti þessari vinkonu sinni og dóttur hennar eina kvöldstund. Tóku sendiherrahjónin hin ángæðustu á móti þeim og fýrr en varði upphófúst líflegar um- ræður um stjórnmál enda ekki við öðm að búast þegar tveir fyrrverandi sessunautar af Al- þingi koma saman. Hvert næst? Eftir svo glæsilega stórborgar- ferð sem hér hefur verið lýst leiðir ritstjóm Vikunnar eðlilega hugann að því hvert næst skuli halda með ferðaglaða lesendur. Fjölmargar hugmyndir skjóta upp kollinum og verður þess tæpast langt að bíða að nýr leikur með ævintýraferð á borð við þessa í aðalvinning verði hleypt af stokkunum. Hér var um að ræða ferð að verðmæti ríflega kvartmilljón króna - en hún var svo sannarlega þess virði! Skildir þú komast í næstu ferð? Fylgstu vel með svo þú missir ekki af möguleikanum. Linda Björk Richter heitir stúlkan sem vann ferð til Costa del Sol í skafrniðaleik Vikunn- ar. Nafri hennar var dregið út 30. júní og þar sem hún var orðin hundleið á rigningar- skúrinni sem hófst í apríl og er ekki enn lokið ákvað hún að skella sér á sólarströnd 25. júlí síðastliðinn. Andri Már Ingólfs- son, forstjóri Ferðamiðstöðv- arinnar Veraldar, afhenti henni farmiðana fyrir tvo. Linda á- kvað að bjóða bróður sínum með en hann hafði einnig orð á rigningunni. Þau eru því núna að sóla sig á Costa del Sol og búa í vellyst- ingum á Castillo de Vigia hótelinu sem var tekið í notk- un fyrir nokkrum vikum. Ferðamiðstöðin Veröld hefur einkarétt á gistingu við hina vinsælu strönd. Þriðja og síðasta Veraldar- ferðin í skafmiðaleiknum er fyrir tvo í hálfan mánuð með gistingu á Castillo de Vigia eins og hinar tvær. Þegar dreg- ið var úr skafrniðunum þann 29. júlí síðastliðinn kom upp nafh, Ásdísar Hreinsdóttur, Skeiðarvogi 67 í Reykjavík. í Ijós kom að skafmiðinn hafði áður fært henni Braun hárblás- ara frá versluninni Pfafif. Og þegar Ásdís hefur lesið þessar línur getur hún haft samband við ritstjórn Vikunnar til að fá ávísun á sólarlandaferðina, sem er að verðmæti 125 þús- und krónur. Andri Már, forstjóri Veraldar, afhendir Lindu Björk farseðilinn í sólina. Langþráður draumur hennar að rætast að sjá sól þetta sumarið. Linda býr við Sunnuflöt í Garðabæ. LJÓSM.: egill 16. TBL 1989 VIKAN 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.