Vikan


Vikan - 10.08.1989, Side 22

Vikan - 10.08.1989, Side 22
T0M5TUMDIR HESTAMENNSKA KARLASPORT? Vikan rœðir við nokkrar konur sem tóku þótt í íslandsmótinu í hestaíþrótum í Borgarnesi ó dögunum TEXTI 0G MYNDIR: HJALTI JÓN SVEINSSON Þúsundir íslendinga taka þátt í hestamennsku af lífi og sál og nú er svo komið að flokka má hana sem almenningsíþrótt á borð við sund og skíði. Gjarnan er sagt að hesta- mennskan sé fjölskylduíþrótt sem allir geti tekið þátt í - ungir og gamlir, konur, karlar og börn. Samt er það svo, að á íslandi eru miklu fleiri karlmenn en konur virkir í hestamennskunni. Vissulega hafa fjölmargar konur hana að áhugamáli og oft má sjá heilu fjölskyldurnar hirða hestana sína í húsi á vetrum og ríðandi á gæðingum sínum til dæmis í ferðalögum á sumrin. Samt eru karlmenn áberandi fleiri og þeg- ar kemur til keppni í hestaíþróttum og sýningum hvers konar - þá eru konur yfirleitt mjög fáar á meðal þátttakenda. í nágrannalöndunum er þessu hins vegar öfugt farið. Blaðamaður Vikunnar var staddur á íslandsmótinu í hestaíþróttum sem haldið var í Borgarnesi fyrir skömmu. Sem endranær voru konur þar í miklum minnihluta á meðal keppenda. Blaðamaður gaf sig á tal við nokkrar þeirra, spurði þær nokk- urra spurninga um þær sjálfar og reyndi um leið að fá svar þeirra við því, hvers vegna konur væru í raun svo lítið áberandi á mótinu. Berglind Ragnarsdóttir: Fer á hestbak á hverjum degi Segja má að fyrstu kynni Berglindar Ragnarsdóttur af hestamennsku hafl verið þegar hún reið yfir Kjöl á landsmót hestamanna í Skagafirðinum 1982. Bróðir hennar var þá einnig með í för ásamt fleira fólki en foreldrar Berglindar fylgdu hópn- um á bíl. Nú sem þá stunda þau hesta- mennskuna með börnum sínum og styðja þau með ráðum og dáð. Systkinin Berglind og Sveinn taka bæði þátt í keppni og þetta árið keppir Berglind í fyrsta skipti í full- orðinsflokki. Eins og Olil Amble var hún að bíða þess að taka þátt í gæðingaskeiðinu. Aðspurð sagði hún það mjög skemmti- legt að fá í fyrsta skipti að spreita sig á meðal hinna fullorðnu, svo og hinna fjöl- mörgu atvinnumanna. „Keppnin er harð- ari, en maður hefur bara gott af því. Mér finnst slæmt hvað fáar stelpur eru í þessu en mér sýnist þeim vera að fjölga." Beglind er ekkert smeyk, enda tók hún þátt í þremur greinum á íslandsmótinu, á tveimur hestum, - í tölti, fimmgangi og gæðingaskeiði. Hún sagði að hún eyddi miklum tíma í hestamennskuna bæði sum- ar og vetur og ekkert rúm gæfist til að stunda önnur áhugamál. veturna, þegar hestamir eru á húsi, reyni ég að fara á bak á hverjum degi,“ sagði þessi unga og efiii- lega hestakona. 20 VIKAN 16.TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.