Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 7

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 7
LEIKLI5T MARGRÉT ÁKADÓTTIR LEIKKONA: Verdum að leyfa öðrum að nióta hæfileikanna „Ég skil stundum ekki hvemig mér tókst að eignast svona bam ... annar eins galla- gripur og ég er.“ Margrét Ákadóttir með dóttur sinni Helgu Amardóttur. TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR LITLJÓSM.: KATRÍN ELVARSDÓTTIR í útlöndum eru leikarar það fólk sem almenningur virðist einna helst vilja fylgjast með og fá allt um að vita. Að vísu veitir leiklistin mönnum innsýn í annan heim og kannski meira spennandi heim en þeirra eig- in - heim þar sem gleðin og ævin- týramennskan eru oft ráðandi - þannig að margir virðast standa í þeirri trú að líf leikara hljóti að vera eins og í þessum tilbúna heimi. Önnur ástæða fyrir áhuga fólks á leikurum er að þeir eru listamenn og með list sinni tekst þeim að vekja ýmsar tilfinningar í brjósti fólks - aðdáun, gleði, sorg, öfund... sem gera það að verkum að fólk vill gjarnan fá meira um listamanninn að vita; kynnast því hvaða mann hann hefur að geyma og á þetta jafnt við um ísland sem útlönd. Einn slíkra listamanna er Margrét Ákadóttir leik- kona og féllst hún á að leyfa Vikules- endum að kynnast sér nánar. „Vertu komin í Óperuna klukkan átta á mánudagskvöldið." Stundvíslega er mætt en dyrnar eru læstar. Ungan mann ber sem betur fer þarna að í sömu svifum og hann hleypir blaðamanni inn. Enginn er á svið- inu né í salnum. Von bráðar fer þó fólk að streyma í salinn, leikarar, leikstjóri og aðr- ir sem standa að sýningunni á leikriti Will- iams Shakespeare Macbeth. Margrét er aðalleikkonan í leikritinu, leikur lafði Mac- beth en hann sjálfan leikur Erlingur Gísla- son. Margréti höfðum við beðið um viðtal fyrir þó nokkuð löngu en henni fannst það ekki tímabært fyrr en hún væri að leika í Macbeth og hún vildi líka að blaðamaður kæmi að horfa á hana í rennsli á leikritinu áður viðtalið hæflst. Það er spennandi að fá að vera á æfingu í leikhúsi. Sjö rennsli yfír leikritið í heild eru áætluð til viðbótar við rennslið þetta kvöld, þannig að margt á eftir að breytast og batna ffam að frumsýningarkvöldinu 30. júlí. Áður en leikritið hefst fer leik- stjóri með leikurunum yfir það sem betur hefði mátt fara í síðasta rennsli: Haddi, vertu ekki með hendur á mjöðm í atriðinu... Strákar, þegar þið voruð að sýna sorgina þá sneruð þið allir baki í áhorfendur. ...þá gleymir þú því sem ég sagði síðast og segir nú: Eyru þín... Bjössi minn, þú þarft að vera kominn miklu fyrr inn... „Förum þá í gengum þetta, en hröðum þessu öllu og þéttum," segir Inga Bjarna- »on leikstjóri að lokum. Ljósin slokkna og Inga hrópar-. „Gjörið svo vel að byrja.“ Leiktjöldin voru öll tilbúin og komin á sinn stað, en þau gerði Gunnar Örn list- málari og er þetta frumraun hans á þessu sviði. Ljósin eru að dofna en þá vill leik- stjóri fá að vita hvort hægt sé að beina ljós- um þangað sem hún situr, hún þurfi að geta lesið handritið. Svo reynist ekki vera og henni er í staðinn boðið vasaljós, sem híft er niður af svölunum í snúrunni á krullujárni. „Hvað með mig?“ segir aðstoð- arleikstjórinn, Ingunn Ásdísardóttir. „Ég á að sitja hér til hliðar og þarf líka að lesa.“ „Fleiri vasaljós eru ekki til,“ segir maður- inn á svölunum ákveðnum rómi sem segir að hann vilji ekki heyra orð um þetta meir, en hann bætir þó við: „Það er sjaldnast sem ekki er lesbjart." Og það er ekki laust við að manni finnist maður vera hluti af leiksýningunni þetta kvöld, jafnvel þó set- ið sé úti í sal sem óbreyttur áhorfandi. Macbeth í daglegu tali Þó Inga hafi beðið um að að öllum atrið- um yrði hraðað og þau þétt, þá lýkur 16. TBL. 1989 VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.