Vikan


Vikan - 10.08.1989, Qupperneq 25

Vikan - 10.08.1989, Qupperneq 25
TOM5TUMDIR Sigrún Erlingsdóttin Keppum á jafnréttisgrundvelli Sigrún Erlingsdóttir er 17 ára og er því með yngstu keppendunum í fullorð- insflokki, sem hún keppir nú í annað árið í röð. Hún kvaðst hafa farið fyrst á hestbak áður en hún varð eins árs og hafl faðir hennar haldið á henni fyrir ffarnan sig í hnakknum. Hún var aðeins 8 ára þegar hún keppti fyrst, síðan hefúr hún att kappi við félaga sína á hverju ári, fyrst í barna- flokki, síðan unglingaflokki og nú í fúllorð- insflokki. Því er Sigrún enginn nýgræðing- ur í hestamennskunni. Hún var nýkomin frá því að keppa í tölti, en hún hafði verið svo óheppin að vera fyrsti keppandinn í greininni sem er mjög óvinsælt. Dómar- arnir eru nefhilega sagðir hafa tilhneigingu til að nota fýrstu tvo til þrjá hestana til þess að koma sér í æfingu og átta sig á hlutunum. Því gjaldi keppendur þess í einkunnagjöf sem er þá óþarflega varkár og lág. Þess má geta að í töltkeppninni voru 58 keppendur skráðir, þar af voru aðeins 7 konur. Sigrún hefúr alla tíð verið með hesta sína í hverfi Gusts í Kópavogi. Móðir hennar, Sigrún Sigurðardóttir, hefur stundað reiðkennslu í mörg ár og auðvitað hefúr dóttirin hlotið mesta kennsluna hjá henni. { sumar starfar Sigrún sjálf við reið- skóla hestamannafélagsins Andvara í Garðabæ. Hún var spurð að því hvort ekki hafi verið mikii viðbrigði að keppa í fúllorðins- flokki í fyrsta skipti: ,Jú, það eru gerðar til manns miklu meiri kröfur og auðvitað er keppnin meiri og harðari. Það var mikil breyting að hrapa niður úr efstu sætunum í unglingaflokki niður í lægri sæti á meðal hinna fúllorðnu." — En hvers vegna eru svona fáar konur hér á meðal keppenda eins og raun ber vitni? „Margar stelpur taka þátt í unglinga- starflnu en það er eins og þær missi móð- inn þegar þær verða eldri. Við hljótum bara að vera svona góðar eiginkonur mannanna okkar — við leyfum þeim að stunda hestainennskuna af lífi og sál á meðan við sitjum heima og gætum barna og eldum mat,“ sagði Sigrún og hló við. Aðspurð hvað tæki við næst, sagði hún að landsmót hestamanna yrði haldið í Skagafirði næsta sumar. „Auðvitað reyni ég að vinna mér þátttökurétt til að mega keppa þar fýrir félag mitt, Gust í Kópa- vogi.“ Hún sagðist ekki vera vitund feimin við að eiga í harðri baráttu við alla þessa karla: „Mér finnst mjög gott að í hestamennsk- unni keppi konur við karla á jafnréttis- grundvelli. Þess vegna fýndist mér kjána- legt að efrta til keppni í kvennaflokki,“ sagði Sigrún Erlingsdóttir að lokum. 16.TBL 1989 VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.