Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 51, 1940 5 eJ/jtói síha. SújiOi&iö.hn &y<.a.hsjon: „Nema þér snúið við og verðið eins og börnin ..." ENGILL Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá. Þegar vér vorum börn var jólaguðspjallið ekki aðeins frásaga, sem vér hlustuðum á, heldur veruleiki, sem vér lifðum í, þegar íburðarlaus, látlaus en háleit helgi jólakvöldsins fyllti híbýl- in og umvafði vora eigin sál. Engill Drottins stóð hjá oss og dýrð Drottins ljómaði í kring- um oss, vér sáum himnana opna þetta kvöld og það var í rauninni svo augljóst mál fyrir opinni, lotningarfullri skynjun barnsins, að geisli guð- dómsins sjálfs hafði brúað fjarlægðina milli himinsins og jarðarinnar, og þessi geisli var barnið í fjárhúsjötu hirðingjans, friðurinn, sem umvafði það, var friður Guðs á jörðu, birtan í skimandi augum þess var velþóknun Guðs yfir mönnunum. Það var ekkert ævintýri, engin vafa- söm, guðfræðileg fullyrðing, að Guð væri sjálfur gestur hér á meðal vor mannanna, það var stað- reynd jólanna, veruleiki og innihald hinnar helgu nætur. Og vér minnumst þess ef til vill, að vér sungum með titrandi, tilbiðjandi fögnuði: ,,Sá Guð, er ræður himni háum, hann hvílir nú í dýra- stalli lágum.“ — „Hann þína tötra tók á sig, að tign Guðs dýrðar skrýði þig.“ Oss er ef til vill ekki eins auðvelt nú að finna staðreyndir og veruleika bak við helgimál jól- anna. Er það ekki með sum af oss, eins og vér höfum týnt einhverju og er ekki skarkalasemi, ys og þys jólaundirbúningsins fálmkennd til- raun hins fullorðna manns til þess að finna aft- ur það, sem mætti barnssálinni í tign og friði hinnar heilögu nætur áður fyrri? Eitt skáldið hefir kveðið um sitt glataða jólakerti. Það er ................................................................. i ■ 11■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■i■■■■■11■■■■■ ■ ■ ■■■11■ ■■11 ■ i ■ ■ ■ 11 ■ i ■ 11 ■ ■ iii ■ ■ 111 ■■ i ii■■■■■111■■■■■11/^ átakanleg mynd: Barn, sem er búið að týna kert- inu sínu á jólanóttina, horfir ráðvillt, stúrið og utanveltu á jólakrásir og jólaskraut, kertislaust, ljósvana, finnur, að það hefir glatað því, sem gerði jólin að öðru en erilsamri tyllistund í röð hinna rúmhelgu daga. En hvað erum vér nú- tímamenn? Erum vér ekki mörg eins og börn, sem hafa glatað jólakertinu sínu, tómhent, ljós- laus, snauð og öreiga mitt í gnægðum tilbrigð- anna, mitt í umsvifum og íburði hátíðahalds- ins? Ef til vill andar nóttin að oss söknuði eftir einhverju, sem vér áttum, en eigum ekki nú, ef til vill hvíslar þögnin að oss látlausum, en alvar- legum orðum hins mikla meistara: „Nema þér snúið við og verðið eins og börnin ....“ En samt er þessi nótt öðruvísi en allar aðrar stundir. Hin jarðneska tilvera er blævuð af himneskum bjarma, sem stafar frá stjörnudýrð að baki allra stjarna, mannlífið sveipað í fegurð og blíðu, sem ekki er hátíðarslikjan ein. Hver maður, sem einhverntíma hefir haldið kristin jól, á einhverja hlutdeild í þessari dularfullu skynjun jólakvöldsins, einhverja meðvitund um návist hins himneska og heilaga, einhvern grun, eitthvert hugboð um nærveru himnanna þessa nótt, nærveru Guðs. Ef til vill er það barnið, sem blundar í hverjum fullorðnum manni, ef til vill hið sannasta, dýpsta, innsta og upprunalegasta í oss sjálfum, sem bærir á sér og lætur oss fá að sjá endurskinið af dýrð Drottins, sem ljómar í kringum oss, vegna þess að almáttugur skap- ari himins og jarðar hefir birzt oss, opinberazt í barninu í jötunni sem elskandi, frelsandi faðir. Tökum á móti gjöf hinnar heilögu nætur eins og börn, fögnum hátíð ljóssins í skammdegis- myrkrunum, hátíð friðarins á friðvana tíma, snúum við og verður eins og börnin í lotningar- fullri, námfúsri afstöðu til hans, sem er friðar- höfðinginn, ljós heimsins. Hann er ekki aðeins fegursta og helgasta minning mannkynsins, heldur dýrasta fyrirheit þess og bjartasta von, sem aldrei verður frá því tekin. Og þú átt hlut- deild í þessu fyrirheiti og þessari von. Guð gefi þér gleðileg jól! Megi engill hans standa hjá þér og dýrð hans ljóma í kringum þig!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.