Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 17

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 17
VIKAN, nr. 51, 1940 15 m ftnnonii SMÁSAGA EFTIR MARCUS LAUESEN DkHVHOHU Morgun, miðjan dag og kvöld stendur P. framundan Ráðhúsinu í stórbæ einum í Suður-Þýzkalandi og selur blöð. Hann selur aðeins góð blöð, engin skopblöð, engin myndablöð. P. hefir þess vegna sína föstu viðskipta- vini, borgarstjórann, borgarritarann, þrjár eða fjórar stúlkur, sem vinna á borgar- stjóraskrifstofunni, Zeisig bóksala, for- stjóra ferðaskrifstofunnar, stúlkurnar hans, sem kaupa Frankfiirter Zeitung af meðaumkun með P., þær lesa annars að- eins „Munchener Illustrierte“ eða „Berlin- er“. P. veit þetta mæta vel. Það ber við, að P. selur ókunnugum mönnum eitt og eitt blað, mönnum, sem staldra við til þess að hlusta á klukku- spilið. P. kennir í brjósti um þá ókunnugu. Að þeir skuli standa kyrriroghlustaátóna, sem hann kann alveg utanbókar. P. snýr sér aldrei við til þess að horfa á Bæheims- riddarana dansa í turninum. Á hverjum degi staðnæmist einhver, sem hann þekkir ekki og lítur upp. Þá veit P. hvernig ástatt er, það eru gulu buxurnar, bláu jakkarnir og rauðu vestin. Dansinn, sem hófst áður en P. fæddist og mun halda áfram á hverri stund árið út og árið inn, þangað til að ormarnir hafa nagað myndirnar upp til agna. P. hefir svo sem séð hvernig menn einblína á fótinn á einum dansmanninum. Þegar P. kemur á morgnana klukkan átta, dansa bændurnir í turninum. Þegar hann kemur aftur klukkan tólf dansa þeir. Á kvöldin þegar P. gengur heim eftir lok- unartíma dansa þeir. Á öllum tímum dags- ins heyrir hann þetta vesæla klukkuspil, þetta eymdarlag: Leise zieht durch mein Gemut.------- Á daginn veitir hann því að vísu ekki eftirtekt. Sporvagna og bílafjöldinn yfir- gnæfir þennan loftkennda söng. P. reynir heldur ekki til að hlusta á klukkurnar. Það eru nógu margir samt með hendina á bak við eyrað, og P. veit, hvað það þýðir. Svona er ýmislegt, sem er alveg sjálf- sagt. P. snýr sér ekki við til þess að gæta að því, sem hann veit fyrirfram hvernig er. Ætti hann kannske að fara að líta við til þess að fullvissa sig um, að Ráðhús- torgið væri þarna? Enginn maður tekur heldur hendinni aftur fyrir bakið til þess að ganga úr skugga um, að það sé á sínum stað. Ætti P. máske að líta niður fyrir tærn- ar á sér til þess að sjá, hvort hellan, sem hann stendur á, hefir ekki skriðið undan fótum hans. Allt það sjálfsagða, sem er að baki, læt- ur P. eiga sig. Framundan er það, sem hann beinir at- hyglinni að. Ekki bílarnir, ekki sporvagn- arnir, ekki skrölt, öskur, skellir og smell- ir þessara æðandi véla. Það eru hlutir, sem koma P. ekki hið minnsta við. En einkenni- legt er það, með þetta streymandi mann- haf, þessa iðandi kös, sem líður fram hjá. Eins og þetta væri ein heild: svartir, gráir, bláir, brúnir, dökkir, ljósir, langir, stuttir, röskir, seinlátir, hljóðir, hávaðasamir, frjálsir, heimóttir, ungir, gamlir, dansandi, hryggir og glaðir menn. Og þessi sífellda suða frá margfjölda barka þegar barns- röddin verður fullorðinsleg og stælt vegna þess, að hún blandast saman við þunga hinna eldri radda, og hin hása rödd hinna eldri verður unglegri og skærari, vegna þess að hinar yngri raddir nota þær sem grunntón. Og þessi þunglamalegi sónn af fótataki fjöldans, enginn taktfastur gang- ur, engin fallandi, einungis þetta tramp og stamp rétt eins og P. minnist frá sinni fyrstu kirkjuferð, þegar hann heyrði hvernig blástursbelgirnir ýskruðu að baki orgelhljómanna. Það er P. viðkomandi. P. á engan metnað. Hann veit að ekkert mundi breytast þótt hann kæmi ekki ein- hvern daginn. Þá kæmi einhver annar í hans stað og seldi blöð. P. hefir lifað það, að sjá umferðina auk- ast, verða hraðari og hávaðasamari, að Ráðhúsið var dubbað upp og gangstéttin, sem hann stendur á, var breikkuð. Þetta hefir enga þýðingu. Þetta kemur P. ekki að öðruleyti við en því, að ef þetta væri ekki, þá væri hann ekki heldur þarna. En þá væri P. líka annars staðar, Og ann- ars staðar myndi mannhafið einnig velta fram hjá. Og annars staðar myndu augu hans einnig hafa sama tilbreytingarlausan margbreytileikann til þess að horfa á. Og það er nú það. Því það kemur fyrir, að hitt og þetta skilur sig frá fjöldanum. Að þetta streym- andi mannhaf skolar ýmsu frá sér. Augu Ps. hafa æfzt með árunum. Nú getur hann, með því að renna þeim aðeins, gert sér ljóst, hvernig þetta gerizt. Hann sér bendu af lifandi fótum. Einir fæturnir hreyfa sig á annan hátt en allir aðrir. Hann sér þá snúa sér alveg við, sér þá koma nær. Ein mannvera, sem á heima í þessum ólg- andi straumi, getur slitnað úr tengslum og komið í áttina til hans. Og vegna þess, að P. sér, hvernig það er ein heild, öll hundruðin, sem fram hjá ganga, kallar hann það, með sjálfum sér, kraftaverk, þegar einhver ókunnugur kem- ur í áttina til hans: — Hvaða blöð hafið þér? P. lætur ekki mikið yfir sér. Væri hann ekki með hvítan blaðabunka undir hend- inni, myndi enginn veita honum hina minnstu athygli. Hann er í bláum, síðum buxum, sem eru of þröngar, af því að sá, sem átti þær áður, hefir verið grennri en P„ og ljósum jakka, sem er of víður, vegna þess, að P. fyllir ekki eins vel út í hann eins og fyrri eigandinn. Hann er með hvít- an hálsklút, sem er alltof fínn eftir öðrum klæðnaði hans, og grátt pottlok, sem lítur út fyrir að vera vaxið skakkt á höfuðið. P. stendur allt af fram á fótinn. Andlitið er skuggalegt. Frá mollulegum, djúptliggjandi augunum breiðist myrkur, sem þurrkar út alla drætti. Það er reiði, en það er ekki illska í þessum augum. Þau liggja einungis svo djúpt inni undir brún- unum. Það er engin festa um kinnarnar eða munninn og hakan er slétt eins og á barni. Hinn ókunni, sem slítur sig frá fjöldan- um og gengur til P. tekur ef til villi ekki strax eftir andliti hans. En P. hikar. Með hægð tekur hann blað úr bunkanum og nefnir verðið ofur gætilega. Augun hanga við ókunnuga manninn eins og þau búist við, að hann segi eitthvað. Þegar sá ókunn- ugi fer að borga, á það sér stað, að hann sjái augun í P. og þá roðnar hann. Sá ókunnugi verður hissa þegar P. villi ekki taka á móti drykkjupeningum, en segir svo lágt, að það er eins og það eigi ekki að heyrast: — Ég hefi mín umboðslaun, herra. Svo fer sá ókunnugi og P. getur ekki vitað það fyrir. Það hefði alveg eins get- að verið einhver annar. IJt úr öllu þessu myrkri, sem þokast fram hjá P„ gat sá ef til vill komið, sem P. vonaðist eftir. Ekki neinn, sem hann þekkir, heldur einhver ókunnugur maður, sem kynni að segja: — Ég þarf yðar með. Þér getið komið með mér. Ég á heima langt út í sveit. Þér getið hirt um garðinn minn. Eða verkamaður kynni að koma og segja: — Heyrðu P„ hvað ertu gamall? Þrítugur, yrði P. að segja. Þú ert of ungur til þess að standa hérna og drepa tímann. Komdu með mér út á landið. Þar er verið að leggja nýjan veg. Þar getum við fengið vinnu. Hærri kröfur gerir P. ekki. Það eru ein- hvers konar örlög, sem aðeins er að vænta aðvífandi, utan úr lífinu. P. hefir vanið sig á að fela augun svo djúpt að enginn sjái, að hverju hann er að gá. En þar inni vaka þau yfir ofurlitl- um draumum. Einhver ókunnugur gæti komið, sem tæki draumana með sér og skildi P. alls lausan eftir. Lissa kom líka frá myrkum fjöldanum. Einn daginn yfirgaf hún hóp ungra stúlkna, kom beint til hans og sagði með opinskárri rödd: — Blað með góðum vist- um, afi. Næsta dag kom Lissa aftur: — Blaðið var ekki gott, afi. Láttu mig hafa annað. P. rétti Lissu annað blað. Það kostar ekkert, sagði P. Svo kom Lissa á hverjum degi og fékk blað hjá P. Og einn daginn bað hann Lissu að hitta sig á afviknum stað um kvöldið. Hún kom nokkur kvöld. Framh. á bls. 26.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.