Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 9

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 51, 1940 7 púhimvi [MagnúsdóttVL: Gjöf sorgarinnar Eitt er skilyrði sorgar, það er ástin, án hennar er engin hryggð. Hún er upphaf alls, sem er, móðir sorgar og gleði, og því eru þær systur, sorgin og gleðin og oft hvor annarri sameinaðar. Litli drengurinn, sem fæddist á Hrauni í Öxnadal fyrir fimm aldarfjórðungum og nokkrum árum betur, átti sér margvísleg- ar raunir eins og önnur lítil börn. Það kom fyrir að gullin hans brotnuðu og týndust, og bezti vinurinn hans, hann pabbi hans fór að heiman og tók hann ekki með sér, en reiddi hann aðeins út að vallargarðin- um. Slíkar raunir eru líkar gróðrarskúr- um, sem fara mildum höndum um við- kvæma barnssál. Og litli drengurinn hló við blómgresinu, himninum og hraundröngunum og snerist hugglaður í kring um mömmu sína. Hann vissi sem var, að gull geta menn ávallt eignast og pabbi kemur bráðum heim. En eitt sinn kom faðir litla drengsins ekki heim, hönd dauðans hafði snortið hann. Þá kom grátklökkvi í gígjustreng litla skáldsins, hann hafði hlotið gjöf sorgar- innar. Hve föðurmissirinn leið honum að hjarta má glöggt sjá af ýmsum ljóðum hans, t. d. „Kvæði til vinar“ og „Saknað- arljóð“. I Saknaðarljóðum minnist hann á föðurástina, er var honum hið sama og „guðfögur sólin grænum grösum“, og harm móðurinnar: „er hún aldrei sá aftur heim snúa leiðtoga ljúfan ljós á jörðu sitt og sinna. Það var sorgin þyngst.“ Bernskan leið hjá, htauðug, ljúf og sár. Sólskin og hret skiptust á. Gleði yfir ljúf- um laufvindum og fegurð jarðarinnar, sorg yfir þeim, sem eru úti í hretum lífs- ins. Föðurmissirinn hafði víkkað skilning hans, og vakið samlíðan hans með öllu, sem þjáðist. Hann fór að heiman með fullt fangið af órættum óskum, draumum um langt, auðnuríkt starf, þjóð sinni og ættjörð til heilla. Þó áttu þessar þrár hans eftir að verða að heilagri ástríðu. Jónasi leið vel í skóla, líf hans var ekki blandið þeirri beizkju að fá ekki að njóta gáfna sinna, leiðinni til menntunar og frama hafði verið lokið upp fyrir honum. Hvarvetna blöstu við honum ný, dásamleg verkefni. Gáfur hans duldust engum; hátt- prýði hans aflaði honum vinsælda meðal kennara og skólabræðra. Á skólaárum sínum felldi Jónas hug til þeirrar stúlku, sem fylgir ljóðunum hans í gegn um aldaraðir. Því að til hennar orti hann það ástaljóð, sem er perla allra slíkra ljóða: „Hlekki brýt eg hugar og heilum mér fleygi faðm þér í.“ Þessi orð verða betur skilin en skýrð, því að þau eru eins og töluð út úr hjarta allra, sem unna af allri sinni sál, sem ekki eru lengur einn einstaklingur, heldur finna sameininguna við aðra sál. Þóra Gunnarsdóttir dó háöldruð, líf hennar hefir ef til vill verið ríkt, ef til vill snautt, um það vitum vér ekki. Sögu henn- ar lýkur í rauninni um leið og samfylgd þeirra Jónasar. Hann hefir gert þjóð sinni hana ógleymanlega, sem unga, saklausa og yndislega stúlku, líkasta blómknapp, sem hann gæti borið og varið „öll yfir æfi- skeið.“ Slík hefir minning hennar vakað í huga hans. Þau skildu, þegar ástin var heit- ust, eftir yndislegt ferðaæfintýri. Hver vill spá í eyðurnar, hvernig líf Jónasar hefði orðið, ef hann hefði kvænst Þóru Gunnarsdóttur á ungum aldri ? Ef til vill hefði líf hans orðið auðugra af kyrrlátum unaði, og prestastéttin íslenzka einu skáldinu ríkari. En hver veit þá nema frumdrættir Ferðaloka hefðu farist------? Og er það líklegt að ást Jónasar til ís- lenzku þjóðarinnar í heild sinni hefði þá orðið jafn eldleg og hún varð er hin ófull- nægða æskuást fékk framrás í starfi hans til að upphefja þjóð sína úr niðurlægingu og vesaldóm? Ef vér lítum yfir líf Jónasar, þá finnst oss það undursamlega ríkt. Hann var svo lifandi, svo sannur og ástríkur í allri sinni baráttu. Á bak við allt var treginn, sorgin, sem lifði í blóði hans og fylgdi honum alla leið, gjöful á snilld og fegurð. Jónas Hallgrímsson unni þjóð sinni með slíkum eldmóði, að allt, sem miður fór í fari hennar varð honum þjáning. Gullöld þjóðarinnar man hann, yfir henni hvílir sá frægðarljómi, sem samtíð hans bliknar fyrir. Hann spyr: „Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin bezt?“ Hann sér í anda „Feðurna frægu, frjáls- ræðishetjurnar góðu,“ sigla knörrum sín- um að íslenzkri strönd, og reisa sér bú í blómlegum dölum. Hann sér hetjur ríða um héruð í litklæðum með blikandi vopn, sér þær iðka íþróttir og auka hreysti sína og frægð. Hann sér skrautbúin skip stefna að landi. Hann spyr aftur: „Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Hnignun þjóðarinnar sannar hann með því að lýsa virðingarleysinu fyrir hinum fornhelga þingstað Islendinga, Þingvelli, er hann segir í öðru kvæði að alþjóð hafi ver- ið helgaður. „Búinn er úr bálastorku bergkastali frjálsri þjóð.“ Og ennfremur: „Glöggt eg skil, hví Geitskór vildi geyma svo hið dýra þing. Ennþá stendur glöð í gildi gjáin kennd við almenning.“ Jónas mælir þessum átakanlegu orðum til íslenzkra æskumanna: „Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá.“ Svo hörmulegt finnst honum ástand þjóðar sinnar, að það gæti hrært klaka- bundinn stein. Honum finnst hann heyra rödd, sem kveður margt — „um horfinn þjóðaranda, hreystibrest og kveifarskap og neyð.“ En hann dreymir fyrir nýrri dögun, fyrir fjörstraumnum, er alla beri með sér — samanber: „Fýstist enginn þá að sitja kyrr.“ Hann finnur sárt til hinnar andlegu kreppu þjóðarinnar, og því biður hann þess við heimför íslenzkra menntamanna frá Kaupmannhöfn: „Hamingjan veiti voru fósturláði, svo verði mörgum deyfðarvana breytt, allan þann styrk af ykkar beggja ráði, sem alúð, fjör og kraftar geta veitt.“ Því að þeim mönnum, sem bergt hafa á menntabrunnunum verður að treysta til þess að vekja og glæða guðdómseldinn, kjarna þjóðarinnar. Til þess að vekja þjóðina til dáða, verð- ur hann að koma við kaun hennar, jafn- vel þó honum kenni sjálfum til um leið. Og því deilir hann á aðburðaleysi þeirra, sem alltaf vantar brýni til þess að ljáina bíti, þeirra, sem ekki beri sig eftir björg- inni í sjónum, og sofi sætar en söngurinn hljómi. Hann deilir á eftiröpunina, á hálf- dönsku yfirvöldin. Það særir hann að þjóð- in skuli hafa gleymt liðinni frægðartíð, og að hún skuli ekki lengur kjósa Þingvöll fyrir aðsetursstað allsherjarþings íslend- inga, en vilja heyja það þing á mölinni í Reykjavík, þessum tilkomulausa fiskibæ, sem honum virðist s' orta öll skilyrði til þess að verða hjarta jóðarinnar. Mitt í sorginni yfh fráfalli Bjarna Thor-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.