Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 20

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 20
18 VIKAN, nr. 51, 1940 miklu meira far um að vinna þér vel nú, þar sem ég veit að við eigum sameiginleg- áhuga- mál. Sei, sei, — og þú sjálfur lærisveinn Cinq’s gamla!“ Hann skók hnefann gletnislega framan í Hermann. „Hvað skyldum við svo sem geta kennt þér, sem þú getur ekki sjálfur kennt okkur?“ Hermann brosti. Það kom alltaf við hann, þeg- ár honum var hrósað, — þó að það væri alræmd- ur morðingi, sem það gerði. „En þetta má ekki verða morð,“ sagði hann: Það vil ég ekki fyrir nokkum mun. Segðu mér, — þekkir þú King Kerry?“ Hinn kinkaði kolli. „Þú veist, hvar skrifstofur hans eru?“ „Hver skyldi sá vera, sem ekki vissi, hvar hann er að hitta, þann mikla mann, með allar milljónirnar i peningaskápnum! “ „Ég hefði nú gaman af að sjá milljónimar, sem þú fyndir þar. En hins vegar myndir þú finna þar ýmislegt, sem nokkurs er virði fyrir mig.“ Micheloff var á báðum áttum. „Þetta virðist vera stór-fyrirtæki,“ sagði hann. Þeir töluðust við á frönsku-tæpitungu. „Það er ekki hlaupið að því, að komast inn í þessi húsa- kynni — húsvörður og allskonar varúðarráðstaf- anir, — og svo er peningaskápnum líklega lokað með bókstafalás, — er það ekki?“ Hermann játti því. „Það var bókstafalás, hér áður fyrr," sagði Micheloff með uppgerðar angurværð, „en svo kom fyrir sorglegt andlát.“ „Ég hefi ástæðu til að ætla, að hann breyti til um bókstafi í hverri viku, — sennilega hefir hann breytt til í gær. Ég skal ráðleggja þér tvö orð. Þú getur reynt —.“ Allt í einu glaðnaði yfir hon- um. „Það skyldi þó aldrei vera,“ tautaði hann fyrir munni sér, síðan sagði hann hægt, upphátt: „Reyndu nafnið Elsie.“ Micheloff kinkaði kolli. „Það er aöeins annað orðið“ sagði hann. „Og það er allt og sumt, sem þú færð hjá mér í þetta sinn,“ sagði Hermann og sýndi á sér fararsnið. „Ef þér mistekst, verður þú að reyna að bjarga þér upp á þinar eigin spýtur. Ég læt þig sjálfan um að ráða fram úr ein- stökum atriðum. Aðeins þetta að lokum, —■ ég vil fá bréfaböggla, sem merktir eru „einkamál“. Láttu allt, sem snertir viðskiptamál, ósnert, en hirtu allt, sem merkt er „einkamál“.“ Hann skildi eftir tvo hundrað punda seðla, og Micheloff ætlaði að fara að faðma hann, en Her- mann hrinti honum harkalega frá sér. „Þau eiga ekki við mig, þessi frakknesku vina- hót þín,“ sagði hann, og til þess að blíðka litla manninn, bætti hann við: „Ég er búinn að venja mig af þeim.“ Litli maðurinn hló dátt, á meðan hann var að fara ofan stigana. Marteinn, þjónninn, beið húsbóndans, þegar Hermann kom heim. „Færðu mér bolla af vel sterku kaffi, og farðu svo að hátta!“ sagði hann. Hann gekk rakleitt upp í vinnustofu sína, kveikti ljósið og fleygði jakkanum á stólbak. Síðan dró hann annan stól að skrifborðinu og settist niður, með hönd undir kinn. Þannig sat hann hreyfingarlaus og starði fram undan sér, þangað til Marteinn kom með kaffið. „Þakka þér fyrir! Góða nótt!“ sagði hann. „Hvenær í fyrramálið ?“ spurði þjónninn. Hermann kastaði höfði önuglega. „Ég mun skrifa timann á spjaldið," sagði hann. Hann hafði ofurlítið spjald á svefnherbergis- hurðinni, til þessara hluta. Ósjálfrátt hrærði hann í kaffinu og drakk það rjúkandi heitt. Síðan fór hann að sinna bréfum, sem biðu afgreiðslu, og var brátt alveg niður- sokkinn í þetta starf. Það var sérkennilegt um þennan mann, að þó að hann ætti nú yfir höfði sér að verða gerður gjaldþrota á hverri stundu, sendi hann riflegar fjárhæðir ; ýmsar áttir, til sjúkrahúsa og góðgerðastofnana, sem til hans voru að leita. Hann skrifaði fáein bréf, — rit- höndin var stórgerð og óskipuleg, — en bréfin voru fáorð og gagnorð. Og hann var ekki lengi að svara því, sem svara þurfti, en settist síðan fyrir aftur, með hönd undir kinn og starandi fram undan sér. Og þannig sat hann, þangað til kirkju- klukkan sló fjögur. Þá fór hann inn í svefnher- bergi sitt og aflæsti hurðinni. 27. KAPlTULI. Maðurinn, sem stal umslögunum. „Oh, Mr. Kerry, You can make me merry; Buy me Trafalgar Square, I want to keep my chicken there! Oh, Mr. Kerry, Just dot my wishes down; I can comb my moustache with the Marble Arch If you’ll lend me London Town.“ Þetta var ekki dýrkveðin fyndni, en tekið með fádæma fögnuði, þar sem því hafði verið skotið inn í eina stóru revýuna. Enginn hló þó hjartanlegar að þessu en King Kerry sjálfur, sem sat í dimmri hliðarstúku. Hann var með þeim Elsie Marion, Veru Zeberlieff og Gordon Bray. „Hvenær leggið þér upp í ferðalagið, herra Kerry,“ spurði Bray. King Kerry leit við og talaði aftur fyrir sig. „Mig langar til að komast af stað undir viku- lokin,“ sagði hann. „Það er að vísu orðið full áliðið, til þess að fara til Marienbad. En ég verð að taka því, þó að sagt verði, að ég sé á eftir tímanum. Ég er hræddur um, að ég verði að vera að heiman allt að því hálfan mánuð.“ „Hræddur!” sagði Bray brosandi. Milljóna- mæringurinn kinkaði kolli. „Já,“ sagði hann, og varð alvarlegur á svipinn, „raunar langar mig sannarlega ekki til þess að fara þetta. En þegar maður hefir áhuga á störf- unum, sem maður er að fást við, þá hefir það í för með sér, að maður verður að vera sífellt á þönum. Og ekki bagar ellin mig svo enn, að ég geti þetta ekki." Þau horfðu á leikinn til enda, en fóru síðan að fá sér kvöldverð. Vera var í „Sex hundraða klúbbnum,” og þangað fóru þau. King Kerry not- aði fyrsta tækifærið, sem honum gafst, til þess að tala við Veru undir fjögur augu. „Ég verð að hitta yður á morgun," sagði hann. „Það er ákaflega áríðandi málefni, sem ég þarf að ráðgast um við yður, ■— mál sem ég álít, að þér þurfið að fá vitneskju um.“ Hann sagði þetta með svo miklum alvöruþunga, að unga stúlkan varð hálf skelkuð. „Það er þó aldrei eitthvað viðvíkjandi Her- manni, enn þá einu sinni?" spurði hún. Hann kinkaði kolli. Hana fór að gruna, að hann myndi vita allt. „Það er viðvíkjandi honum," sagði hann. „Ég er hræddur um, að þér megið eiga von á ein- hverju, og því ekki góðu. Og trúið mér, að ég er allur af vilja gerður, að hlífa yður við því, ef ég hefði getað." Hún yppti öxlum þreytulega. „Ég er að þrotum komin," sagði hún. „Ég held, að þér skiljið ekki til hlítar, hve erfið þau hafa verið, þessi ár með Hermanni." „Ég held, að ég geti hugsað mér það,“ svar- aði hann. Hún komst aftur í gott skap, meðan á borð- haldinu stóð, og fórst prýðilega að standa fyrir veitingunum og gleðskapnum. Þetta var Elise alveg nýr og dýrðlegur heimur,, og hún horfði hugfangin á fólkið, svífandi og vaggandi, innan um skrautbúin borðin. „Sex hundraða klúbburinn" er íburðarmesti næturklúbbur Lundúnaborgar. 1 öllum þeim sæg, sem þangað sækir, er svo margt merkra manna og kvenna, að hægt er að segja, með nokkrum rétti, að þar sé hægt að sjá „alla Lundúnabúa”. Þetta var ekkert líkt neinu, sem Elsie hafði séð áður. Hér var ekki verið að „mæla“ fólk og stara á einstaka menn. Þarna sáust ótal merkir menn á hverju kveldi, og þó að hvíslað væði um það, að nú væri hann kominn þangað, „Lundúna-kóng- urinn", — þá þótti það ekkert tiltakanlegur at- burður, nema þá rétt sem snöggvast. Vera sat næst Kerry, og þegar búið var að bera fram fyrsta réttinn, hvislaði hún að honum: „Hermann er héma. Hann situr á bak við yður, til vinstri handar." Hann kinkaði kolli. „Ég sá hann, þegar hann var að koma,“ sagði hann. „Það er víst ekki ástæða til að óttast, að hann geri neitt af sér hér.“ Hann leit á úrið. „A3, þér eruð þó ekki að hugsa um að fara strax, herra Kerry," sagði Vera, bænarrómi. „Ég ætla ekki að fara,“ sagði hann. „En, eins og þér vitið, þá er það orðin venja mín, að líta snöggvast inn í skrifstofuna, áður en ég fer heim, — og mér datt þess vegna í hug að aðgæta, hvað klukkan væri.“ Hermann Zeberlieff stóð skyndilega upp og rölti að borðinu til þeirra. Honum var tekið áberandi fálega, en hann lét sér hvergi bregða. „Er enginn hér, sem hvöt finnur hjá sér til þess, að semja frið í bróðemi?" spurði hann kæruleysislega. Gordon Bray var mjög í fersku minni atvik um svefnlyf og ónotalegt ástand, er hann vaknaði í vínkjallara einum í Park Lane, — og hann roðnaði við. King Kerry lét sem hann hvorki sæi Hermann né heyrði, Elsie varð óvær, en Vera brosti glaðlega við manninum, sem einskis hafði látið ófreistað til þess að koma henni fyrir katt- amef. „Má ég fá mér sæti hér hjá ykkur?" spurði Hermann. Þetta var að verða óhugnanlegt. „Gjörið svo vel!“ svaraði King Kerry. „En hvað um gestinn þinn?“ spurði Vera og benti á Hubbard, sem sat einn eftir við borðið. Hermann yppti öxlum. „Hann á von á ein- hverjum," sagði hann. Rétt í þessu kom Leete og settist hjá Hubbard. Hermann birtist þeim í alveg nýrri útgáfu þetta kvöld. Hæverskur og heflaður heimsmaður, kátur, orðhvatur og fyndinn. Þó að Gordon væri gramur, var hann kominn í fjöruga samræðu við Hermann, áður en hann vissi af, þennan mann, sem svo svívirðilega hafði leikið hann. Þau vom fyrir löngu búin að drekka kaffið. Kerry var farinn að gerast óvær í sæti sínu. Það átti ekki við hann, að slóra lengi úti fram eftir kvöldum. Auk þess átti hann ólokið störfum á skrifstofunni, sem hann ætlaði að ganga frá, áður en hann tæki á sig náðir. Hermann hélt áfram að skrafa, og þau gátu ekki annað gert, en að hlusta á hann, — og skemmta sér, þó að þeim væri það þvert um geð. Hubbert og Leete vom löngu farnir. Fólkinu var yfirleitt mjög farið að fækka, við borðin. „Ég held, að við verðum að fara héðan," sagði King Kerry loks, „klukkan er að verða þrjú.“ Þau stóðu upp, og Hermann bað um leið af- sökunar. » „Ég er hræddur um, að ég hafi tafið ykkur,“ sagði hann. Kerry svaraði honum með einhverju algengu hæversku-máltæki. Á meðan Vera var að borga reikninginn, kom Fallingham lávarður, sem Kerry þekkti lauslega, og með honum hópur af háværu fólki. Þessir nýju gestir settust við eitt borðið, en þegar lávarðurinn kom auga á Kerry, flýtti hann sér þangað. „Góðan daginn, herra Kerry," sagði hann, ákaflega alúðlega. „Ég óska yður til hamingju með það, hversu prýðilega áætlanir yðar hafa staðizt. Mér þykir aðeins fyrir því, að vegna þessa góða árangurs verður Lundúnaborg einu undrinu fátækari."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.