Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 15

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 51, 1940 13 Nýv viðburðarík framhaldssaga eftir DAVID HUME: Með dauðann á hœlunum. II. KAPlTULI. I Fjórir menn láta lífið. ► 'r< y Lefty Vincent lokaði augunum og geispaði. t Glamrið í biljardkúlunum hljómaði í eyrum hans.; '-' Hann tróð sígarettustubbinn í sundur með hæln-'- um og leit á kiukkuna. Dauf nellikuangan breidd- ist út um herbergið, þegar hann tók hvítan silki-' vasaklút upp úr brjóstvasanum. Fjórmenningarn- j' ir, sem sátu við borðið með honum, horfðu á, hann með kviðafullri eftirvæntingu og biðu eftir ‘ því, að hann gæfi skipanir sínar. En Lefty tók sér nýja sígarettu úr piatínuveskinu, kveikti á vindlakveikjaranum og hallaði sér lengra aftur á bak i stólnum. Þung augnalokin sigu aftur niður yfir dökk augun og dökk augnahárin gerðu augun næstum ósýnileg. En Vincent sat raunverulega og horfði kulda-- legum rannsóknaraugum á fjórmenningana og las þá niður í kjölinn með þeirri glöggskyggni á mannlegt eðli, sem hafið hafði hann upp úr kjall- ara í fátækrahverfi New Yorkborgar til þeirrar frægðar, sem náði frá Atlantshafi til Kyrra- hafs. Það var ekki mikið, sem Lefty átti ólært um meðbræður sína, bæði menn og konur. Þannig hugsaði hann sjálfur, þar sem hann sat þarna og horfði á starfsmenn sína. Johnny Ryan, sem sat honum til vinstri hand- ar, var óskeikul skammbyssuskytta, en lítið greindur og skorti algerlega hugmyndaflug. Lefty vissi, að Johnny mundi fylgja húsbónda sínum til helvítis, ef svo bæri undir, en hann skorti alla forystuhæfileika. Við hlið hans sat Burly Coll- ins. Hann var öðruvísi. Burly var metorðagjarn og hugsaði, að ef til vill mundi hann sjálfur geta orðið foringi. Lefty áleit fyrir sitt leyti, að hon- um mundi frekar hlotnast kúla í gegnum höf- uðið. En Bui'ly var að minnsta kosti ódeigur. Það voru þeir ekki allir. Litli maðurinn andspænis honum tottaði órólegur ópíumsígarettuna sina. Lefty leit vantrúaður á hann. Hann var sjálfur ekki hræddur við að reykja ópíumssígarettur, ef svo bar undir, hann hræddist ekki einu sinni kokain. En Pete litli Catini var taugaóstyrkur. Vincent hefði heldur viljað mann með lungna- bólgu en taugaveiklaðan mann. Lefty tók sér vænan reyk af sígarettunni og horfði á skjálf- andi hendur Catinis. Fjórði maðurinn við borðið sat órólegur í sætinu, starði á klukkuna á veggn- um andspænis, og þegar hann fann, að augu for- ingjans hvíldu á honum, brosti hann vandræða- lega. Lefty hafði aldrei haft mikið álit á ,,ananas“ Weber. En hann var öruggur sprengjukastari, og þeir voru ekki á hverju strái. Burly Collins sperti upp blá augun og leit með athygli á foringjann. Hann var fróðleiksfús, og foringinn gat alltaf kennt honum eitthvað. Hon- um var nauðsynlegt að afla sér eins mikillar þekkingar og hann gat fram að þeim degi, að hann tæki við af Vincent. Hann brosti. Að hann hugsaði svo hátt, var eitt af því fáa, sem Lefty vissi ekki. Ef til vill fengi hann ekkert að vita um það fyrr en eitthvað kæmi skyndilega fyrir sem lyfti Burly upp í foringjasætið. En Lefty hugsaði með sér, að bezt mundi að ryðja Burly úr vegi hið allra fyrsta. Flókahurðin opnaðist. Lítill maður, grettinn i framan læddist inn. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Hjólbörurnar með öllu tilheyrandi bíða við dyrnar.“ Lefty lagaði hálsbindið sitt og kinkaði kolli. „Ágætt, Fino. Þú hefir vænti ég náð í allt, sem ég bað þig um?“ „Já. Þér hljótið að þekkja hjólbörur, þegar þér sjáið þær. Þetta er nýjasta módel.“ Lefty leit á úrið sitt. Klukkan var tuttugu mínútur yfir eitt. „Jæja, drengir, sagði hann. „Þá skulum við koma. En förum að öllu rólega. Munið, hvað ég hefi sagt. Þá gengur það allt eins og í sögu.“ Hann reis á fætur eins kæruleysislega og hann ætlaði á skemmtigöngu. Hann var grannvaxinn og lágvaxinn og vel klæddur — ósvikið kvenna- ’ gull. Hann notaði sér lika af þvi, en starfssvið hans var miklu víðtækara. Fimmenningarnir fylgdu honum út um bakdyrnar, gegnum lokað sund að litlum garði og læddust inn í bílinn, sem beið. Klukkan var nákvæmlega hálf tvö, þegar bill- inn nam staðar fyrir framan Conway bankann. Lefty fór fyrir þeim, rölti fram hjá fólkinu á gangstéttinni og raulaði lag fyrir munni sér. Það voru aðeins þrír viðskiptamenn í bankanum. Lefty hafði heldur ekki búist við fleirum. 1 heilan mánuð hafði hann haldið uppi njósnum um Conway bankann. Harry Furness, aðalgjaldkeri bankans, leit fram fyrir afgreiðsluborðið og heilsaði Vincent brosandi. En brosið varaði ekki lengi. Lefty beindi stórri skammbyssu yfir borðið og sagði lágt: „Réttið mér allt, sem er í kassanum, og reynið engin undanbrögð. Ef þér teygið yður eftir skot- vopni eða þrýstið fætinum á viðvörunarbjölluna, verður það yðar síðasta verk í þessu lífi. Réttið mér nú seölana og látið nú hendur standa fram úr ermum. Furness gaut skjálfandi augunum til hinna gjaldkeranna meðfram borðinu. Þeir gátu ekki hjálpað honum. Þeim var öllum haldið í skefjum með byssum. Viðskiptavinirnir þrír stóðu með uppréttar hendur. Catini beindi að þeim lilaup- stuttri vélbyssu, sem hann hafði undir hendinni. Furness horfði i augu Leftys. Þau voru einstak- lega sakleysisleg. Hann fikaði hendinni að stórri seðlahrúgu á borðinu og þreif skammbyssu, sem lá falin á bak við hana. „Asni!“ sagði Vincent. „Þér getið sjálfum yður um kennt. Gerið svo vel!“ Furness reikaði aftur á bak, þegar kúlan kom í magann á honum og hneig niður á gólfið. And- artak ríkti dauðaþögn í bankanum. „Flýtið ykkur, piltar!“ hrópaði Vincent. „Það er bezt að komast burtu sem fyrst.“ Um leið og hann sagði þetta, greip hann stóru seðlahrúguna og hörfaði aftur á bak fram að hurðinni. Furness lá enn þá stynjandi á gólfinu, þegar fjórmenningarnir hurfu út um dyrnar. Bílstjórinn steig á benzíngjafann og bíllinn þaut af stað niður götuna. Tveim minútum síðar gullu lögregluflauturnar við. Eltingarleikurinn var byrjaður. Klukkan sjö þetta sama kvöld skiptu þrír menn ránsfengnum á milli sín í Carson City. Það voru Lefty Vincent, Johnny Ryan og „ananas“ Weber. Fino hafði fengið sinn hluta — 500 doll- ara — útborgaðan og skilið við þá í Sacramento. Collins og Catini höfðu verið skildir eftir í Tehoe- vatninu. Þeir höfðu fengið svo margar kúlur í sig, að þær nægðu til að líkin sykkju. Þetta var í apríl. Þó að allir gluggar væru opnir upp á gátt, fannst spilurunum, sem fylltu salinn, hitinn vera kæfcindi. Það getur verið hreinasti vítishiti í Manhattan í júlímánuði. Johnny Ryan og Fino gengu um gólf í salnum; þeir kunnu illa við sig í kjól og hvítu. En foringinn hafði sagt þeim, að hann vildi gera þetta að verulega fínni spila- stofu. Svo að jafnvel „útkastararnir“ urðu að klæðast í kjól og hvítt. „Foringinn hefir svei mér glöggt auga fyrir kvenfólkinu," sagði Johnny. „Já, það segirðu alveg satt,“ samsinnti Fino. „Ef Ziegfeld hefir talið sig hafa vit á kvenfólki, hefir honum skjátlast. Lefty hefði með lokuðum augum getað útvegað honum miklu fríðari hóp dansmeyja." „Já, það er ég sannfærður um. Ef foringinn drægi sig í hlé frá þessu hérna, ætti eitt af stóru leikhúsunum að fá hann til að velja fyrir sig dansmeyjar. Mannstu eftir Susie í Philadelp- hia og þeirri ljóshærðu í Utica og spönsku stelp- unni í Bay City? Það voru stelpur, sem litandi var á. En nú er hann víst búinn að gleyma þeim öllum. Nú hefir hann ekki auga fyrir neinni nema þessari nýjustu, en ég er viss um, að hann verður eins fljótt leiður á henni og hinum.“ „Ég líka. En ég hefði ekkert á móti þvi að taka við henni, þegar Lefty er orðinn leiður á henni. Hún svíkur engan. Og það er eitthvað svo mikið við hana, Johnny.“ „Já, hún er öðruvísi en hinar. En líttu á þenn- an feita náunga þarna í horninu. Ég held, að hann sé að því kominn að sleppa sér. Við skul- um heldur stjaka honum út fyrir dyrnar. Ef hann hleypir öllu í uppnám hér inni, verður for- inginn alveg vitlaus. Komdu, Fino.“ „Útkastararnir" tveir gengu í kringum spila- borðið og námu andartak staðar fyrir aftan feit- an mann, sem auðsjáanlega hafði tapað sínum siðasta eyri. Johnny leit yfir að glugganum í hinum enda salsins. Lefty Vincent mætti augna- ráði hans og dró hægra augað i pung. Ryan kinkaði kolli, studdi hendinni á öxl feita manns- ins og benti, svo lítið bar á fram að dyrunum. Spilamaðurinn opnaði munninn til mótmæla, en sá móta fyrir skammbyssu, þegar Ryan stakk hendinni niður í vasann. Hann fór þegjandi út. Vincent var í kjól, sem hafði kostað 900 krón- ur. En hann fór vel og það vissi hann. Við hlið hans stóð stúlka. Ryan og Fino höfðu ekki farið með ýkjur. Hún var óvenju fögur. Rúmlega meðal kvenmaður á hæð og tíguleg í vexti. Hún stóð við gluggann og starði á rauðleitan nætur- himininn. Gullbrúnt hárið ljómaði i sterku ljós- inu. Augun voru grá og augnahárin löng og bogadregin. Vitið þér pað? 1. Á hvaða degi var fæðingarhátíð Jesú hald- in áður en hún var tengd við 25. desember? 2. Hvað þýðir nafnið Rigmor? 3. Hvaðan er máltækið „þymir i augum" kom- ið? 4. Hvaðan er nafnið „Uncle Sam“ (Sam frændi), sem notað er um Bandaríkjamenn, komið? 5. Hvað heitir hinn nýi sendiherra Norðmanna á Islandi og hvar var hann áður sendiherra? — Hvenær tók hann við embættinu hér? 6. Hvar nam Kalman land? 7. Hver er hershöfðingi Itala á vígstöðvunum í Egyptalandi ? 8. Hver er þingmaður Suður-Þingeyinga ? 9. Hve oft dregur fullorðinn maður andann á mínútu, er hann hvílist? 10. Hve langt er fullburða barn, er það fæðist? Sjá svör á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.