Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 22
20
VTKAN, nr. 51, 1940
ýtízku vélar, prentletur og áhöld,
og vandvirkir prentarar
txip^CL Lfðuh. u/mdaðzí o.q. smelckíe^a. uúmu
Bókaprentun
Blaðaprentun
Myndaprentun
Litaprentun
Smáprentun
allskonar o. fl.
Gúmmístimplar
allskonar
Prentpappír
Skrifpappir
Karton
Umslög
Helga sat við vöggu sonar
síns niðursokkin í dagdrauma.
Hann var orðinn allra myndar-
legasti drenghnokki — 15 mán-
aða gamall. — Hún hafði lokið
við að gefa honum kvöldmatinn
og var búin að kyssa nokkrum
sinnum htla mjúka hnakkann
hans og hendurnar með rauðu
nöglunum.
Hann var sofnaður. Kinnarn-
ar voru rjóðar og varirnar
bærðust við og við, rétt eins og
hann væri ennþá að drekka.
Hún fann jafnan og hlýjan
andardráttinn leggja að hend-
inni. Lengi sat hún og virti hann
fyrir sér og missti ekki af hinni
minnstu hreyfingu hans. Meðan
hún sat þannig niðursokkin í
hugsanir sínar, — fann hún
gleði hjá sér yfir því, að hann
var svona ósjálfbjarga — og að
það voru hendurnar hennar,
sem áttu að meðhöndla hann og
strjúka honum, og yfir því, að
það var hún, sem átti að gæla
við hann og syngja yfir honum vögguljóð-
in. — Með vitundin um það, að hún var
honum allt, jók þá gleði hennar að hafa
fætt hann í heiminn.
En hvað hún ætlaði sér að elska hann
— á skynsamlegan hátt; þannig að ást
hennar mundi aldrei verða honum til
þvingunar. — Hann mátti aldrei hverfa
frá henni. Hún ætlaði að vera bezti vinur-
inn hans, sem hann gæti opnað hjarta sitt
fyrir og trúað fyrir öllum leyndarmálum
sínum. Einhvern tíma, þegar alvörusvipur
færðist yfir andlitið og fuglinn finnur sig
svo vel fleygan, að geta yfirgefið hreiðrið,
mundi hún þá hafa það afl, er gæti lokkað
hann aftur að hjarta sínu, — hjartanu,
sem nú slær svo ákaft hans vegna?
Ef til vill mun hann einhvern tíma
gleyma henni, og aðrar hendur en hennar
strjúka mjúka hárið, og einhverjar aðrar
varir heldur en hennar þrýsta kossi á varir
hans — og afmá margra ára umhyggju
og ást. — En þegar hann svo sneri heim
aftur vængbrotinn og þjáður og þreyttur
af baráttu lífsins, þá mundi hún með gleði
taka á móti honum og veita sál 'hans hugg-
un og frið.
„Helga mín! Hvað er að þér? Hvers
vegna ertu að gráta?“
Maðurinn hennar var orðinn leiður á að
bíða eftir henni og hafði því læðst inn í
svefnherbergið til að vita hvað henni liði.
Brosandi með tárin í augunum tók hún
undir handlegg hans og leiddi hann út.
„Hafðu ekki hátt!“ sagði hún, „þú vek-
ur drenginn. Mig var bara að dreyma.“
Litli drengurinn lá í vöggunni og brosti
í svefninum. Hann dreymdi einnig, — en
það var ekki framtíðardraumur.