Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 33

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 33
VIKAN, nr. 51, 1940 31 Öldungur sýnir * 1,,Bjarnaborg“ við Hverfisgötu eru marg- ar vistarverur og þar býr fjöldi fólks, — flest olnbogabörn og fátæklingar, sem almenningur er ekki að gera sér far um að vita nein deili á. En í einni þessari vistarveru, uppi á háalofti, býr öldungur einn, sem vakið hefir á sér allmikla at- hygli þessa dagana. Hann heitir Guðmund- ur Kristinsson og var fyrrum bóndi, ætt- aður úr Skagafirði, en fluttist til Reykja- víkur árið 1907 og hefir dvalið hér síðan og lengst af átt heima í Bjarnaborg. Hann er rösklega sjötugur að aldri, og kemur nú allflestum á óvart, með því að sýna fjölda útskorinna gripa, og marga þeirra snilldarlega gerða. Sýning þessi hefir ver- ið í Safnahúsinu uppi og var opin rúm- lega vikutíma. Hafði komið þangað margt manna, og til marks um það, hve vel sýn- ingargestum hefir litist á gripi þessa odd- haga öldungs er það, að þegar sýningunni var lokað, sunnudaginn 8. des, — en þá hafði hún verið opin 16 klukkustundir samtals, — var gamli maðurinn búinn að selja þá alla, að undanskilinni einni ofur- lítilli skoppara-kringlu. Enda lék gamli maðurinn á als oddi og snerist eins og snarkringla, svo að ekkert varð við hann talað á þeim stað, þegar tíðindamaður ,,Vikunnar“ kom þangað og ætlaði að hafa tal af honum. Og ekki var að því hlaupið, að finna hann í Bjarnaborg, því að í stig- unum upp á loftið þar, hefir sá sem þetta ritar verið einna hræddastur um líf sitt. Guðmundur er mesti hagleiksmaður og hugvitsmaður líka. Enginn efi á því, að þar hefir verið efni í mikinn lista.mann, ef kringumstæðurnar hefðu verið eitthvað öðruvísi. Tréskurð lagði hann ekki fyrir sig fyrr en hann var orðinn fullorðinn, og ekki eingöngu, fyrr en hann var orðinn um fimmtugt. Þá fótbrotnaði hann svo illa, að hann varð að hætta atvinnu, sem hann 100 listaverk hafði áður stundað, — að vefa. Og þá mun honum hafa þótt það koma sér vel, að hann hafði einu sinni fengið ofurlitla til- sögn í tréskurði hjá Stefáni heitnum Ei- ríkssyni. En Guðmundur hefir verið iðinn og all afkastamikill um dagana. Árin sem hann fékst við vefnað, mun hann hafa bókfært, hvað hann óf mikið, og lætur nærri, að dregill sá myndi ná frá pósthúsinu í Reykjavík og upp undir Rauðavatn, ef bútarnir væru festir saman og lagðir á veginn. Er þetta mikil vinna, því að í hverjum metra eru um 2400 skil. Þó að lítið hafi farið fyrir Guðmundi, þá hefir hann selt ákaflega margt smíðis- gripa á ári hverju, síðan hann fór að fást við þá list, og líklega fæstir vitað eftir hvern gripirnir voru, sem þeir keyptu, því að þeir voru seldir hér og þar, — einkum þó á Thorvaldsensbazarnum. En elztu gripirnir á sýningunni voru aðeins 10 ára gamlir. List Guðmundar er al-íslenzk, að vonum. Hann hefir haft til fyrirmyndar ýmsa þjóðlega muni og áhöld og gert eftir þeim listaverk: taðkláfa, meisa, torfhrip, stokka, klömbruhnausa, barkróka, klifbera og hrossabresti. Fjöldan allan hefir hann skorið af allskonar hirzlum, smáum og stórum, svo sem öskum og ýmiskonar kössum og kistum. Gripirnir, sem vekja einna mesta athygli á sýningunni, munu vera Högnakylfan og Sóleyjan. Er kylfan einkar haglega gerð, skorin í íslenzkt birki, lögðu surtarbrandi, og kylfuhausinn hin mesta völundarsmíð, útbúin sem gesta- þraut. Sóleyjan er allstór gripur og mun eiga að vera kortaskál, en í fætinum eru fimm askar. Flestir eru gripirnir skornir í tré, en margt var þarna einnig muna úr málmi og hvalbeini, og ennfremur voru þar munir úr hraunsteini, hörpudiskum og kufungum. Það mun hafa verið fyrir áeggjan Matt- híasar Þórðarsonar fornminjavarðar, að Guðmundur réðist í að hafa þessa sýningu, því að í slíkt hefir hann ekki ráðist áður. Þó voru gripir eftir hann og ofnir dúkar Sóleyjan, einn af eftirtektarverðustu gripunum á sýningunni. á iðnsýningunni 1921 og fékk hann þá verðlaun fyrir hvorttveggja. Þetta var ákaflega fróðleg sýning og að mörgu leiti merkileg, — og fyrst og fremst ramíslenzk. Rúðugler einfalt og tvöfalt, einnig 4, 5 og ó m/m er venjulega fyrirliggjandi. Útvegum ennfremur allar tegundir af slípuðu, hömruðu og möttu gleri, einnig gangstétta- og veggjagler. Svörum öllum fyrirspurnum um hæl. Eggert Kristjánsson & Co. h.f.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.