Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 36

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 36
34 VIKAN, nr. 51, 1940 Spilamennimir hafa ein heil spil hvor og eiga þeir að stokka þau og draga hvor fyrir annan. Þar næst á hvor þeirra að draga 13 spil frá og leggja þau á grúfu á borðið hjá sér, nema efsta spilið á búnkanum er haft upp í loft. Síðan eiga þeir að leggja fjögur spil á borðið, eins og sýnt er hér á myndinni. BRELLUSPIL. Tveggja manna spilaleikur. Hér situr annar spilarinn A. Hjálparspil A 13 að tölu. Efsta spilið snýr upp W 3 Ih <D ÍO iao :0 ¥ ' m * Mai Spil, sem A heldur á í hendinni. n ¥ ¥ V =» 8 = ¥ ¥ ¥ Til þess að siá. hvor á að A. leggur fyrst hjartatvistinn á hjartaásinn, næsta spil í hjálparspil- unum er laufaás, sem hann lætur á milli raðanna; nú er hægt fyrir hann að láta bæði laufatvistinn og þrist- inn á ásinn, og myndast þá eitt autt sæti í annari röðinni. Þegar autt sæti myndast er það skylda spilarans að færa spilin til, á milli raðanna ann- ars vegar og ásanna hins vegar, eins og bezt er fyrir hann. Þess, vegna færir A. hjarta 7 í hið auða sæti og = 2 Spil, sem B heldur á hendinni byrja, leggur hvor um sig saman gildi þessara fjögra spila, sem hér eru lögð á borðið; sásem færhærritölu, á að byrja. Til dæmis hér á B að byrja. J = + + + ¥ ¥ » » * A O: Oí 0> c p / Hér situr hinn spilarinn B. Hjálparspil B 11 13 að tölu. ♦ ♦ ♦ f ♦ w Efsta spilið ♦ ♦ I * snýr upp. ❖ ❖ ❖ ♦ * * Sá, sem fær mest gildi út úr 4 spilum, er hann lagði á borðið, á að byrja, og sá, er fyrst kemur öllum sinum spilum frá sér vinnu spilið. Spilareglumar eru í stuttu máli þessar: Á þessar tvær raðir, sem eru á borðinu, á að leggja lækkandi spil í réttri röð, en spilin verða að vera samlita, t. d. lauf á lauf, hjarta á hjarta o. s. frv. Til dæmis má á hjarta níuna leggja áttuna; í bilið á milli raðanna á að láta ásana, en á þá má aðeins leggja hækkandi spil, tvist, þrist, fjarka o. s. frv. B. á að byrja, (sjá myndina), hann lætur fyrst hjarta-ásinn á milli rað- anna, færir laufatvistinn á laufa- þristinn, hjartaáttuna á hjartaníuna og tíguldrottninguna á tígulkonginn, og er hann þá búinn að flytja öll þau spil, sem á borðinu em, eins og hægt er, en efsta spilið sem er á hjálpar- spilum B. er hjarta 7. Það lætur hann á hjartaáttuna, og snýr því næst næsta spili við, það er laufa 5. B. fyll- ir nú í skörðin með spilum af hjálp- arspilunum, laufa 5 lætur hann þar sem hjarta áttan var, spaöakonung, hjartatíu og spaðafjarka. Þessi spil eiga ekki við nein af þeim spilum, sem á borðinu em. Næsta spil í hjálp- arspilunum er laufatía, og þar sem hún ekki heldur á við nein af þeim spilum, sem á borðinu eru, og ekki er hægt að láta hana neinstaðar, verður B. að byrja á aðalspilum sín- um; efsta spilið þar er tígulgosinn, sem hann lætur á tíguldrottninguna, næsta spil er tígulsex, og þar sem ekki er hægt að koma því frá sér, kemur nú til kasta A. — Þegar A. byrjar líta spilaraðirnar út eins og sjá má á þessari mynd. ♦ * * * ♦ + + + + + + ♦ ♦ ♦ li ♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ■éM ♦ ♦ * * ♦ ♦ ++* + + + ♦ ♦ + 4. + ♦ ♦ + + hjarta 8 á 7, getur hann þá fært hjarta 9 á 10, og 8 og 7 á 9, — með þessu hefir A. fengið 2 auð sæti í stað þess eina, er hann hafði, og get- ur hann því komið tveim spilum af hjálparspilunum frá sér. A lætur nú tvö næstu spil af hjálparspilunum í hin auðu sæti, og næstu 2 spil eru tígultvistur og laufasex. Laufasex er hægt að láta á laufafimm, svo hann hefir enn þá annað sætið autt. Næsta spil er tígulás, og lætur hann það, eins og hina ásana, á milli raðanna, og færir hann svo tígultvistinn á ás- inn, svo að hann hefir enn þá 2 auð- um sætum á að skipa. Næstu 2 spil eru spaðatía og hjarta 5, og skipar hann hin auðu sæti með þeim. Næsta spil er tígul 7, og þar sem það á ekki við nein af þeim spilum, sem á borð- inu eru, byrjar A á aðalspilunum; efsta spilið þar er tígul 8, og lætur hann hana á tígul 9, og þá getur hann komið tígul 7 út (á 8), næsta spil í hjálparspilunum er spaða 8, og þar sem hvergi er hægt að koma því fyr- ir, tekur hann efsta spilið af aðal- spilunum; það er tígul 4, og þar sem ekki heldur er hægt að koma þessu spili neins staðar fyrir, á B. að taka við. Raðimar eru þá eins og sjá má á þessari mynd. Með þessum hætti er haldið áfram, þar til annar hvor hefir komið öllum spilunum frá sér. Þegar hjálparspil- in em búin, skal fylla í skörðin með spilum af aðalspilunum, og má mað- ur, þegar búið er að fletta öllum spil- unum, byrja á þessu upp aftur og aftur. Þetta eru aðalspilareglurnar. En spilið heitir brelluspil af því að manni er leyfilegt að taka samlit spil, hækk- andi eða lækkandi, bæði af borðinu og sínum spilum og leggja á hjálpar- spil mótspilarans. — Gleymi spilar- inn að færa til það, sem honum er fært, á borðinu áður en hann flettir af aðalstokknum, ber mótspilarinn í borðið og verður hinn þá að hætta. Og er það hagur mótspilarans að fá þannig tækifæri til að koma að sín- um spilum. Mótmælaganga gegn herskyldulöguimm. Þessar tvær konur voru í hópi kvenna frá Cincinnati, Ohio, sem fóm í kröfugöngu til að mótmæla her- skyldulögunum, sem þá vorú til um- ræðu á Bandaríkja þingi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.