Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 27

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 27
VIKAN, nr. 51, 1940 25 — Hittumst hinumegin! — Verið þér sælir á meðan. Hann sleppti hendinni. Sneri sér við og tók um hurðarhúninn, en svo óþyrmilega, að hann hraut af, án þess að hurðin opn- aðist. Þá sparn hann fæti í hurðina, svo að hún brotnaði, — og vatt sér út úr búðinni. Verzlunarstjórinn stóð um stund sem steini lostinn. Svo þaut hann út á eftir Jóni. Hann sá stóra manninn þjóta af stað og stefna til f jalls. En ekki gat hann feng- ið af sér að kalla til hans og stöðva hann. — Hann ætlar fjallaleiðina, tautaði hann. Ekki inn dalinn. Svo að enginn verð- ur á vegi hans. Hann fór inn í skrifstofuna aftur. Ans- aði engu, sem á hann var yrt í búðinni. Settist þar við skrifborð. En var eirðar- laus. — Það er afleitt, tautaði hann. Æsing- in hafði sjatnað við það, sem hann jós úr sér, svo að honum var runnin reiðin. — Slátri hann kúnni, þá er ekkert eftir. Og hver úrræði hefir hann þá? Hann er víst þverlyndari en svo, að hann segi sig til sveitar. En sú æsing, sem í honum var. Og f jandans geðvonzkan. Hann er litlu betri en ég. — En slíkan mann gæti ég notað, sagði hann ennfremur við sjálfan sig. Hann er víst tveggja manna maki við vinnu. Og samvizkusamur, — það hefir hann alltaf reynst vera. Það var reyndar synd, að ég skyldi neita honum. Ég hefði vel getað hjálpað honum til að koma fótunum fyrir sig aftur — í stað þess sem ég reyndi að ota honum á sveitina. Hví þá að láta hann sitja og svelta þarna uppi í kofa-skriflinu ? Þar getur hann aldrei bjargast, og síst nú, er hann hefir misst allt sitt. Einnig láns- traustið. Hann sat um stund hljóður og hreyfing- arlaus. Síðan reis hann hægt á fætur og gekk fram í dyrnar. — Jólin eru að ganga í garð, tautaði hann; — honum fannst hann þurfa að af- saka áform sitt með þeirri athugasemd. — Hver ykkar hefir hest og sleða? spurði hann bændurna. Ýmsir sögðu til sín. Hann valdi þann, er hann þekkti bezt. Bað hann að finna sig inn fyrir. Og lokaði, svo sem hægt var með brotnu hurðinni. — Geturðu farið ökuferð fyrir mig? — nú í nótt? — Inn á heiði, — í k'ofann, þar sem Stóri-Jón á heima? — Þarf þess í nótt? Verzlunarstjórinn beit á vörina. Það lá við að hann sleppti sér aftur. En svo gekk hann til bóndans og hvíslaði að honum: — Það v e r ð u r að vera í nótt. Þú verður að sjá til að verða á undan hon- um, með því að fara inn dalinn. Eða ná honum — hann fór f jallaleiðina. Eina kýr- in hans er í húfi. Þú veist að hann hefir misst allt fé sitt. Eg varð hálf-ær áðan og synjaði honum þess, sem hann bað um. Hann var líka viti sínu f jær. — Ég fer þá þegar í stað. Hvað á ég -að gera? — Færa honum ofurlítið af varningi. Ég skal láta búa það út í flýti. Og á með- an skrifa ég nokkrar línur, sem þú tekur með þér. Sjáðu um að hann lesi þær. Er færðin góð? Verður bjart í nótt? Heldurðu að þér takizt þetta? — Það held ég. Ég skal gera hvað ég get. Ég fer þá að beita hestinum fyrir sleðann. * Ekillinn náði göngugarpinum þar sem saman koma f jallaleiðir og sveitavegur. Hann fékk honum bréfið. Hinn braut það upp og las. Síðan settust þeir sinn hvoru megin á sleðann og óku áfram. En aldrei mun ekillinn gleyma því, hve kátlega Stóri-Jón komst að orði, er hann hafði lesið bréfið: — Nú er ég steinhissa! Hvað gengur að manninum ? (Saga þessi er þýdd, með leyfi höfund- arins, af Árna Jóhannssyni úr „Jule- kronen“ 1914). FÆÐINGAKSTAÐUK FKELSARANS. Frh. af bls. 6. ingarbæ Jeremíasar, sá ég þannig helli, sem vel má ætla, að til hafi verið á dög- um spámannsins. Þessir hellar voru einnig notaðir til íbúðar, og til þess eru þeir hentugir, því að í þeim er svalt á sumrin, en hlýtt á vetrum. Ef vér hugsum oss nú slíkt hús á dögum Heródesar, verður frásögn jólaguðspjalls- ins mjög svo skiljanleg. Jósef, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefir verið ættaður úr Betlehem, hefir, strax þegar hann kom til bæjarins, leitað til einhvers ættingja síns, sem átti slíkt hús, enda er það miklu eðlilegra, held- ur en að hann hafi farið í opinbert gisti- hús, en vér vitum þó að þau voru til í Betlehem, og miklu fyrr en þetta gerðist. En ,,loftsalur“ þessa frænda hans, sem notaður var handa gestum, var þá, því miður, alskipaður öðrum gestum, og raun- ar kann hann ekki við, að bjóða Maríu gestingu þar, innan um ókunnuga, eins og ástatt var fyrir henni, því að hún mun hafa verið að því komin að taka léttasótt- ina, og ekki vill hann úthýsa þeim, — enda eru austurlandabúar yfirleitt gestrisnir. Hann sér þá engin önnur ráð, en að búa um þau í hellinum undir húsinu. Fénaður- inn hefir sennilega verið úti, svo að ekki eru skepnurnar til baga, og þarna er þá líka kyrð og næði, sem María mun þarfn- ast. Og svo er þykkt liellisloftið, að ekkert þarf að heyrast upp í húsið, þó að hún kunni að hljóða. Og þarna fæðist svo frelsarinn. Og tóm jata er notuð í vöggu stað, handa nýfæddu barninu, — þetta er undur einfalt. Ef vér hugsum oss, að atburðurinn hafi gerst með þessum hætti, verðum vér auð- vitað að spyrja, hvort þetta geti komið heim við staðháttu í Betlehem. Ekkert er því til fyrirstöðu. I útjaðri borgarinnar er hin fræga ,,Fæð- ingarkirkja“. Hún er sennilega elzta kirkja heimsins, sem enn er notuð, og byggð fyrri hluta fjórðu aldar. Undir þessari kirkju eru margir mjög fornir hellar, sem sýnilega hafa verið til löngu áður en kirkjan var byggð. Og úr einum þeirra, að minnsta kosti, hefir verið utangengt. Það er því margt, sem bendir til þess, að kirkjan hafi verið byggð á grunnum gamalla húsa, svipaðra því, sem lýst hefir verið hér. Ekki stendur steinn yfir steini af því, sem þá var ofanjarðar, en hellarnir eru eins og þeir voru fyrir 2000 árum. Einn af þessum hellum er talinn „fæð- ingar-hellirinn“. Á silfurstjörnu í gólfinu er letrað: „Hér fæddist Jesús Kristur af Maríu mey.“ Ekki er þó hægt að sanna það nú, að þetta sé hinn rétti hellir. Vér getum aðeins sagt, að þessu hefir verið haldið fram í 16 aldir, og að ekkert er það í hinni fornu frásögn eða staðháttum viðvíkjandi, sem rekst svo á, að þetta geti ekki verið rétt. Hér verður ekki lýst þessum helli. Það hefir verið gert svo oft og víða. En dásamlega er það hrífandi, að koma á þennan stað, þar sem kristnir menn frá öllum löndum heims, í þúsunda tali, hafa kropið á kné í 1600 ár, til þess að þakka Guði í auðmýkt fyrir undrið, sem öllum undrum er meira og dásamlegra: Að guð gerðist maður. Kithöfundurinn Lowell Tliomas. Lowell varð frægur fyrir bókina „Æfintýri Lawrence í Afríku“, sem segir frá fornfræðingn- urn brezka, Thomas Edward Lawrence, er fór til Arabíu til þess að starfa að fornminjagrefti, en vann þar það þrekvirki að safna hirðingjaflokk- um Arabíu saman í einn flokk og gerði Bretum með þvi ómetanlegt gagn. Bókin er nýlega kom- in út á islenzku.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.