Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 18

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 18
16 VIKAN, nr. 51, 1940 VIPPA-SÖGUR Pabbi Allans er að leika sér. ______ Barnasaga eftir Halvor Asklov. - „Það má nú segja, að þetta sé hunda-heppni,“ varð Vippa litla að orði, en hann var alveg frá sér num- inn af kæti yfir því, að vera nú kom- inn í vist hjá samlanda sínum. En það þótti honum taka út yfir allan þjófabálk, að húsbóndinn skyldi þekkja sig. Aldrei hafði honum dott- ið í hug, að hann væri svona frægur. „Þetta er ákaflega einfalt mál,“ sagði húshóndinn. „Ég er kvikmynda- leikstjóri, og við höfum sendimenn úti um víða veröld, — við köllum þá leikara-snata, því að þeir eru alltaf og allsstaðar að snuðra uppi fólk, sem líklegt er til að geta leikið í kvikmyndum. Einn þessara sendi- manna sá þig einhvem tíma á sýn- ingu í „Tívólí“. Hann sendi okkur tafarlaust mynd af þér og stakk upp á því, að við skyldum fá þig til að leika í kvikmynd. En síðan símaði hann, að ekkert gæti af því orðið, af því að þú værir týndur. Nú hefir tilviljunin ráðið því, að þú lentir hér, í kvikmyndaborginni. Og það tæki- færi mátt þú ekki láta ganga þér úr greipum. Hvemig lýst þér á, að gefa þig að kvikmyndunum ? “ „Ég skil þig nú ekki almennilega,“ svaraði Vippi litli, „en ekki held ég, að ég fari nú að gefa sjálfan mig.“ „Eg á við, hvort þú • myndir ekki vilja láta taka af þér kvikmyndir?" Vippi vildi þá vita fyrst, hvort það væri nokkuð sárt. Hann vildi ekki lofa neinu, fyrr en hann vissi, að hverju hann gengi. Leikstjórinn sló hendinni á lærið og skellihló. Hann fullvissaði Vippa um, að þessu fylgdi ekki nokkur sársauki, — „það er alveg jafn sárs- aukalaust og að láta taka af sér mynd hjá Lofti,“ sagði hann. „Jæja, — þá getum við byrjað strax.“ „Það er nú svo sem ekki hlaupið að því, karl minn, að búa til kvik- mynd,“ sagði leikstjórinn. „Við erum heldur ekki á neinum hlaupum, finnst mér,“ varð Vippa að orði, „heldur sitjum við hérna.“ „Þetta þarf heilmikinn undirbún- ing. Þú verður nú hérna hjá mér, fyrst um sinn, eða á meðan þú ert að læra enskuna. Og svo þeytum við þér upp sem stjömu, þegar vel stend- ur á.“ „Mér er nú ekkert um það, ef þið ætlið að þeyta mér mjög hátt,“ sagði Vippi, og gerðist nú ókyrr í sætinu. „Og ég aftek alveg, að láta hengja mig upp eins og stjömu," hélt hann áfram og leit homauga til jólatrés- ins. Honum datt sem sé í hug, að húsbóndinn ætlaði að þeyta honum upp í topp á jólatrénu og hengja hann þar, því að stjömuna vantaði. Húsfreyjan sat uppi í rúminu og var að furða sig á því, hvað maður- inn hennar tefðist lengi. „Hvar er hann pabbi?“ spurði All- an litli, sem var vaknaður líka. „Hann fór fram í stofu, til þess að aðgæta, hvort ekki hefði gleymst að loka útvarpstækinu, ‘ ‘ sagði mamma hans. „Okkur fannst við heyra hljóðfæraslátt. En vertu nú þægur og reyndu að sofa áfram, — þá verða jólin komin, áður en þú veizt af, og jólagjafirnar þínar. „Já, — en mamma mín,“ maldaði Allan litli í móinn, „ég er alveg viss um, að jólasveinninn er kominn hing- að og búinn að fylla sokkana mína af gjöfum, og nú er hann pabbi lík- lega frammi að leika sér að þeim.“ „Vertu nú ekki að bulla þetta, Allan minn! Hann pabbi þinn hefir Og svo kom Allan til hans og klapp- aði á kinnina á honum. ekkert gaman af leikföngunum þín- um.“ „Manstu ekki á jólunum i fyrra, mamma?“ hélt Allan áfram. „Þá drógst það líka, eitt kvöldið, að hann pabbi háttaði, og þegar við komum fram í stofuna, sat hann á gólfinu og var að leika sér að rafmagnsvögn- unum mínum.“ Frúin fleygði af sér yfirsænginni, brá sér í inniskóna sína og sagði: „Farðu x sloppinn þinn, Allan minn! Við skulum fara bæði, og sækja hann pabba þinn.“ „Þarna sérðu nú sjálf,“ kallaði litli drengurinn upp, sigri hrósandi. Þau höfðu læðst fram í stofuna og stóðu húsbóndann að verki: Þarna sat hann og var að leika sér að brúðustrák. „Og líttu á, — jólasveinninn er búinn að koma hingað. Sokkarnir mínir eiu fullir af gjöfum. Húrra!“ „Hann mun vera að leika sér, bless- aður litli drengurinn! Fyrirgefðu, við tiuflum þig víst. En okkur langar ósköp mikið til að hafa svefnfrið,“ sagði húsfreyjan háðslega við mann- inn sinn. „En hvað hann er skoplegur, hann pabbi, — hann er alveg blóðrauður í framan," kallaði Allan, — „og ___ ja, hérna, — er hann handa mér, þessi brúðustrákur ? Getur hann tal- að?“ hélt hann áfram. Og síðan hljóp hann til pabba síns og rak einn fing- ur í magann á Vippa. „Æ, æ!“ hljóðaði Vippi. „Ertu al- veg frá þér, drengur, ég er nýbúinn að borða.“ „Hlustaðu! Hann er að segja eitt- hvað,“ sagði Allan, himinglaður. En þegar hann ætlaði að fara að reka fingurinn í hann aftur, þreif pabbi hans Vippa. Hann var hræddur um að Allan myndi gera út af við hann. „TJhú, hú-ú-ú! Hann pabbi er að taka strákinn minn, mamma,“ vældi Allan og skældi hástöfum. „Hann er að striða mér!“ Mamma hans hristi höfuðið, og var talsvert gröm. „Þú þarft ekki að halda, að þú sért skemmtilegur, Georg,“ sagði hún. „Hvers vegna ertu að stríða baminu, um hánótt? Fáðu honum brúðuna, og svo skulum við fara að sofa.“ „Hér vil ég ekki eiga heima, ef ég á það á hættu, að hann sonur þinn kremji mig og merji til óbóta,“ sagði Vippi, og var fokvondur. Leikstjórinn ætlaði að láta hann á borðið aftur. „Vertu nú rólegur, Vippa-tetur!“ sagði leikstjórinn og fór svo að tala á ensku við konuna sína og drenginn. Vippi þóttist skilja, að hann myndi vera að skýra fyrir þeim, að þetta væri alls ekki brúða, heldur bráðlif- andi maður, því að þau störðu á hann, alveg forviða, og svo kom All- an litli til hans og klappaði á kinnina á honum. Hann gerði það undur var- lega og blíðlega og aðeins með ein- um fingri, til þess að láta Vippa skilja, að hann ætlaði ekki að meiða hann. Og svo kinkaði hann kolli og sagði: „Rauðgrautur!" Það var sem sé eina orðið, sem hann kunni á máli Vippa. Vippi kinkaði líka kolli og brosti til Allans. Þeir myndu geta orðið góð- ir vinir, hann og þessi drengur, ef að Allan sýndi honum tilhlýðilega nærgætni. Síðan fóru þau öll upp í rúm. All- an fékk auka-kodda í sitt rúm, og á honum svaf Vippi litli vært til morg- uns. Það fór vel um Vippa hjá þessu fólki. Og hann komst furðanlega fljótt á lagið með að gera sig skilj- anlegan á þessu tungumáli, sem honum hafði fundist svo kjánalegt, fyrst í stað. En fyrst og fremst átti nú Allan litli heiðurinn af þessu, því að hann var ágætur og óþreytandi kennari. En oftast kallaði hann Vippa „Rauðgraut". Þeim kom prýðilega vel saman. En það þótti Allan litla sárast, að mega ekki fara með Vippa út til leikbræðra sinna, eða bjóða þeim heim, til þess að sýna þeim hann. „Þeir segja allir, að ég hafi engan „Rauðgraut", — eg sé bara að skrökva þessu og gorta,“ sagði hann, þegar hann var að fárast út af þessu við pabba sinn. Hann hafði bannað þetta í eitt skipti fyrir öll. „Vippi hefir ekkert að gera í hend- urnar á félögum þínum. Ég vil ekki eiga það á hættu, að þeir slíti af hon- um fætur og handleggi." Og Vippi var sjálfur ákaflega ánægður með þessa ráðstöfun. Hann langaði síður en svo, að lenda í hóp drengja, sem ef til vill lentu í handalögmáli út af honum, eða tættu hann í sundur, af eintómri forvitni. Fegurðardrottning. • Þessi stúlka heitir Soffía Feshuk og vann fyrstu verðlaun í fegurðarsam- keppni í Quaker City í Bandarikjunum. Launaður greiði. Þessi litla stúlka hérna á mynd- inni fyrir neðan heitir Diana Long og er sjö ára gömul. Hún er enskt flóttabarn og er nú hjá Robert P. Vanderpoel og konu hans í Chi- cago í Bandaríkjunum. Vanderpoel fær þannig tækifæri til að endur- gjalda þá þakklætisskuld, sem hann stendur í við ömmu Diönu litlu, sem hjúkraði honum, þegar hann særðist hættulega í síðustu heimsstyrjöld.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.