Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 41

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 41
VIKAN, nr. 51, 1940 39 Selveiðin. Skömmu eftir miðja 19. öld, bjó sá bóndi á bæ einum í Skutulsfirði, sem Gísli hét. Gísli var búhöldur góður og ákafa- maður við verk. Sterkur þótti hann í betra lagi. Á heimili Gísla var strákur nokkur, honum vandalaus, og hafði hann verið al- inn upp á sveit. Þótti bónda heldur lítið til hans koma og var piltur þó ekki óröUt- ur eftir aldri. Um þessar mundir gekk töluvert af sel upp í Seljalandsós og var hann veiddur í net. Höfðu bændur þeir, sem land áttu að ósnum, töluverð hlunnindi af þessu, og var Gísli einn þeirra. Það var einhverju sinni, að Gísli og strákur sá, sem fyrr var nefndur, fóru að draga fyrir sel í ósnum. Áður en ve'ðin hófst, notaði Gísli tækifærið til að leggja stráknum lífsreglurnar, því hann hafði aldrei fengist við þennan starfa fyrri. Hót- aði Gísli öllu illu, ef svo slysalega skyldi vílja til, að strákur missti netið, þegar selurinn synti í það. Aftur á móti kvað hann nú vera tækifæri til að sýna mann- dóm og reka af sér slyðruorð. Hófst nú veiðin. Eftir skamma stund sáu þeir stóran sel og girnilegan. Var hann styggur mjög og ekki auðtekinn. Hófst þarna hinn mesti eltingarleikur og stóð strákur sig prýðilega. Eftir mikil umsvif tókst að króa selinn af, svo að hann sá sér þann kost vænstan að ráðast á netið. Synti hann í jaðarinn, þeim megin sem Gísli var, og kom áhlaup þetta svo snögg- lega og óvænt, að bóndi gætti sín ekki nógu vel. Missti hann endann á netinu og stóð slyppur eftir, en selurinn varð frels- inu feginn, og synti sem ákafast til sjávar. Þegar strákur sá hrakfarir Gísla, brá hann grönum og mælti: „Miklar bölvaðar einspinnuloppur eru á þér, maður!“ Lauk svo þeirri veiði. Gils Guðmundsson. Nicolaj Bjarnason kaupmaður áttatíu ára. P inn af þekktustu borgurum Reykjavík- urbæjar, Nicolaj Bjarnason kaupmað- ur, verður áttræður 22. desember. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum og hóf þar ungur verzlunarstörf, en árið 1879 fór hann til Kaupmannahafnar til verzlunar- náms og dvaldi þar í tvö ár. Haustið 1882 kom hann til Reykjavíkur og réðist þá við Fischersverzlun og starfaði þar, þangað til 1904, að hún var seld. Á þessu tímabili var hann verzlunarstjóri útibúsins í Kefla- vík og síðan aðalverzlunarinnar hér í bæn- um. Eftir það fékkst Nicolaj um tíma sjálfur við verzlun, sá um afgreiðslu flóa- bátsins Ingólfs, tók þátt í þilskipaútgerð og hafði hestvagna til fólksflutninga áður en bifreiðaferðir hófust hér. Nicolaj hefir oft farið utan og stundum dvalið lang- dvölum erlendis. Frá 1908 og til skamms tíma var hann afgreiðslumaður Bergenska gufuskipafélagsins. Nicolaj kvæntist árið 1893 Önnu, dóttur Þorsteins Thorsteinsson kaupmanns á ísa- firði. Nicolaj Bjarnason hefir alla tíð verið mikill starfs- og dugnaoarmaður og vin- sæll mjög meðal allra þeirra, sem hann hefir umgengist. Myndin var tekin af hon- um, er hann var 75 ára. Þjóðsögur ÓSafs Davídssonar, Grima 1.—15. hefti, innbundið í skinn, eru ágætar jólagjafir. Xítgefandi: Þorst. M. Jónsson, Akureyri. Kemisk fatahreinsun og litun. Hafnarstrœti 5, Reykjavik, Simi 3599. Sent um land allt gegn póstkröfu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.