Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 14
12 VIKAN, nr. 51, 1940 En Loyd átti það til, að leika á fólk og fá þeim þrautir, sem ekki var nein ráðn- ing á. Af þeim var 14—15 þrautin fræg- ust. Hann reyndi að fá einkarétt á útgáfu þessa leikfangs, sem var þannig, að 15 kubbum með tölunum 1—15 var raðað í kassa með 16 reitum í réttri töluröð, nema 15 var fyrir framan 14 og 16. reiturinn auður, og nú átti að flytja kubbana til, þangað til 14 væri komið fram fyrir 15 og röðin rétt. Þetta var ekki hægt, og þeg- ar einkaleyfisskrifstofan krafði hann um rétta lýsingu á ráðningunni, varð hann að segja eins og var og fékk því ekki einka- leyfið. „Þrátt fyrir það,“ segir Loyd, „eru þúsundir manna í Bandaríkjunum, sem trúa því statt og stöðugt, að þeir hafi ráð- ið þrautina. Ég var um daginn að tala við skósmiðinn minn, þegar gríðarstór Irlend- ingur, sem var nærstaddur og heyrði á tal okkar, sagði: „Er þetta maðurinn, sem bjó til 14—15 þrautina? Eg hefi nú ráðið hana.“ Ég hló og sagði, að það gæti ekki verið. „Ef þú dirfist að segja, að ég hafi ekki ráðið hana, skal ég gefa þér á hann,“ sagði sá írski. Hann var sterklegur og ég sá minn kost vænstan að andmæla ekki. Já, þeir voru margir, sem þóttust hafa fundið ráðninguna, en þúsund dala verð- launanna, sem ég bauð fyrir hana, hefir aldrei verið vitjað. Fyrir skömmu vildi rit- stjóri sunnudagsblaðs í New York fá að birta hana og ég stakk upp á því við hann, að hann skyldi bjóða þúsund dala verð- laun fyrir hana. Hann neitaði. Hann mundi það vel, að hann hafði einu sinni ráðið hana, og kærði sig ekki um að kasta þús- und dölum út um gluggann. Ég varð sjálfur að leggja fram verðlaunin; ég kom með 1000 dali og hann lét þá inn í pen- ingaskápinn sinn. Þeirra var aldrei vitjað." Þá varð jálkurinn allfrægur. Loyd var á ferð frá Evrópu, og samskipa honum var Andrew G. Curtin, sem þá var sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, en hafði áður verið ríkisstjóri í Pennsylvaníu. Einu sinni barst í tal frægt minnismerki í Berkshire í Englandi, það er geysistór hvítur hestur, sem er högginn inn í bratta hlíð og sést víðs vegar að. Það er sagt að hann sé meira en 1000 ára gamall. Mr. Curtin vakti máls á því, hvort hesturinn gæti ekki gefið Loyd efni í einhverja gestaþraut. Loyd sótti sér þá svartan pappír og skæri og klippti út myndina hér að ofan, klippti hana síðan í 6 hluta, eins og sést á mynd- inni, og bað hinn að búa til úr henni gráan hest! Jálknum var afar vel tekið í Banda- ríkjunum og Loyd seldi hann í milljónum eintaka til auglýsinga. Gosinn var ein af skemmtilegustu þraut- um Loyds. Hann var þannig, að skeifa var prentuð á pappaspjald, og á hausana á hóffjöðrunum voru prentaðar tölur, allar fyrir neðan 7. Innan í skeifunni var reykj- Skiptið réttinni i 7 dilka með 3 beinum línum, þannig að hver kind verði sér i dilki. arpípa og á henni talan 13. Þá tölu kallaði Loyd gosann. Leikurinn var þannig, að 2 léku og bentu til skiptis á tölurnar og lögðu saman; sá sem var á undan upp í 51 hafði unnið. Þetta seldi hann líka kaup- mönnum til auglýsinga og bauð 25 dala virði úr verzlun auglýsandans hverjum þeim, sem ynni leik á móti „heppninni, pósthólf 826, New York“! Loyd sagðist hafa leikið meira en hundrað þúsund leiki og aldrei tapað. Hann hafði lykil, og kunni hann utan að, sem gaf rétt svar við hverj- um leik, sem andstæðingurinn lék. Pró- fessor nokkur frá Columbía-háskólanum vildi veðja við hann 100 dölum, að hann gæti unnið leik af honum. Loyd neitaði og kvaðst ekki vilja hafa af honum fé. Þeir léku, og prófessorinn stóð honum ekki snúning. Loyd var spurður að því, hvernig á því stæði, að góðir stærðfræðingar gætu ekki fundið þennan lykil. „Ég skil ekki í því, hvernig þeir ættu að geta það,“ svar- aði Loyd. „En þér hafið þó fundið hann.“ „Nei,“ sagði Loyd, „lykillinn var foreldrið, en ekki afkvæmið. Og hann byggist á út- reikningi." Pelumynd. Hvar er hundurinn ? Sumar af þrautum Loyds voru í sam- bandi við skákborðið, eins og vænta mátti. Ein þeirra er þessi, sem hann kallaði yfir ána: Leikið hvítu riddurunum yfir á vinstra helming borðsins og þeim svörtu yfir á hægra helming, án þess að leika nokkurn tíma aftur á bak, en aldrei mega tveir riddarar vera í senn á sömu reitaröð (a, b, c o. s. frv.). Setjið drottninguna á borðið og leikið henni þannig, að hún fari yfir alla 64 reit- ina í 14 leikjum. Þetta má gera á marga vegu. En Loyd gat ekki aðeins samið þrautir, hann gat einnig sýnt ýmis konar galdra. Hann var mesti snillingur með spil og kunni marga furðulega spilagaldra. Hann var líka æfður búktalari, og ein list sem hann lék oft, var það, sem hann kallaði hugsanaflutning. Hann batt fyrir augu sonar síns, tók síðan spil og hélt því þannig, að bakið sneri að drengnum. Drengurinn sagði viðstöðulaust, hvaða spil það væri, og skeikaði aldrei. Þetta vakti alltaf mikla furðu, en skýringin var ein- föld: Drengurinn bærði aðeins varirnar, en sagði ekki orð; það var Loyd sjálfur, sem með búktali sínu lét mönnum virðast orðin koma af vörum drengsins. Að lokum er hér reikningsdæmi, sem er auðveldara en í fljótu bragði virðist. Afi sagði: María og Anna eru samtals 44 ára að aldri. María er helmingi eldri en Anna var, þegar María var helmingi yngri en Anna verður, þegar Anna er orðin þrisvar sinnum eldri en María var, þegar María var þrisvar sinnum eldri en Anna. Hve gömul er María? „Guð minn góður, ég hefi þyngst um átta pund!"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.