Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 24

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 24
22 VTKAN, nr. 51, 1940 Fréttamyndir. Tennisdrottning og kóngur. Donald McNeill frá Oklahoma og Aiice Marble frá Californíu óska hvort öðru til hamingju með sigurinn i einmenningskeppni á tennis-landsmóti í Forest Hills í New York. Gekk sér til heilsubótar. Fyrir tveimur árum varð John F. Stahl, sem þá var 57 ára, að hætta störfum á pósthúsinu í San Francisco vegna veikinda. Hann fór til Canal Zone sér til heilsubótar. En dvölin þar varð honum til lítils gagns. Hann ákvað því að fara gangandi heim til San Francisco, sem eru 4.500 km. Eins og myndin til hægri sýnir, hefir hann hlotið heilsuna aftur á þeirri göngu. Heiðraður fyrir flugafrek. George E. Price, flugmaður í Los Angel- es i Californíu hefir verðið sæmd- ur heiðursmerki flugmanna fyrir að lenda bilaðri hernaðarflugvél, án þess að nokkurn sakaði. Til herþjónustu. Nýliðar úr 71. herdeild Bandaríkjahers sjást hér á myndinni, þar sem þeir koma frá því að hafa fataskipti áður en herþjónustustarf þeirra hefst. Fegurðardrottning Ameríku. Frú Raymond Planchet, frá New Dorp, var kjörin fegurðardrottning Ameríku 1940, úr hópi þrjátíu keppenda víðsvegar úr Bandaríkj- unum, sem allar voru giftar. — Samkeppnin fór fram i New York. Gladys Swarthout, óperusöngkona við Metropolitanóperuna i New York sést hér á myndinni með verðlaunabikar, sem hún hlaut í Hollywood,- fyrir metaðsókn að úti-óperunni þar, þegar hún söng aðalhlutverkið i ,,Carmen“ síðast- liðið sumar. — Áheyrendur voru 24.019. Þriggja marka ungbarn. Þessi tólf þumlunga reglustika sýnir lengd Virginíu litlu Burgess, sem er tveggja og hálfs mánaöar gömul. Hún vó þrjár merkur, þegar hún fæddist. Líkumar fyrir því, að hún lifði voru taldar ein á móti þúsund. Nú er hún rúmlega sex merkur og virðist dafna prýðilega.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.