Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 28

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 28
26 VIKAN, nr. 51, 1940 BLAÐASALINN. Framh. af bls. 15. P. bað Lissu að koma heim til sín. Nú er dagurinn tengiliður á milli tveggja tilbreyt- ingalausra endapunkta. Á morgnana sækir hann blöðin á brautarstöðina. Á kvöldin afhendir hann Lissu peningana. P. getur ekki neitað Lissu um neitt. Eitt kvöldið bað hún hann að lána sér rúmið hans handa hinum eða þessum. Nú sefur P. sjaldnast í rúminu sínu. Lissa sefur í því hjá einhverjum mönnum, sem hann kann- ast ekkert við. Það ætti nú að fara að breytast, hugsar P. á hverjum degi. P. býr í timburskúr utan við bæinn, fyr- ir utan verksmiðjurnar, fyrir utan fá- tækrahverfin. Það er stundargangur þang- að. P. fer aldrei með sporvagninum, gerði hann það fengi Lissa tuttugu penningum minna. En þetta er löng leið. P. notar tímann til þess að hugsa og til þess að verða fullþreyttur. Þetta hefir verið drungalegur rigningar- dagur. Fjöldinn hefir hraðað sér fram hjá P. án þess að nokkur kæmi til hans. Á svona rigningardögum er ekkert að hafa. Ef P. hefði getað eignast vaxdúkstösku, hefði það verið mikill munur. Þegar rignir verður P. að geyma blöðin undir jakkan- um. Þá sér enginn hvers vegna hann stend- ur þarna. Og að hrópa, það getur hann ekki. Auðvitað getur hann sagt: „Miinch- ener Neueste“, ,,Frankfurter“ gefálligst, komi einhver, sem hefir keypt blöð af hon- um áður, en þá segir hann það feimnislega í hálfum hljóðum. 1 dag fór Zeisig bóksali snemma heim úr búðinni og gleymir að kaupa blað. Zeisig hlýtur að hafa einhverja ástæðu til þess, sem kemur P. ekki við. Litli bóksalinn gengur fram hjá án þess að líta upp, hverf- ur; P. fylgir honum með augunum og gráa flókahattinum hans, þangað til hann er orðinn svartur af regninu, svo hverf- ur hann innan um hina hattana. Zeisig leit aldrei við. Skrifstofumennirnir þurfa að flýta sér heim í hlýjuna. Einn þeirra fer án þess að kaupa blað. Og nú er komið kvöld. P. stendur eins og vofa undir einu ljóskerinu. Regnið skolar götuna svo að hún glansar og dreg- ur úr ljósbirtunni. Það eru fáir á ferli. P. er á heimleið, hund-gegndrepa. Þau eru of mörg blöðin, sem hann geymir undir treyj- unni. Reksturshallinn er mikill í dag. Hann getur ekki skilað aftur blautum blöðum. Og við hvert skref, sem P. stígur, finn- ur hann tóman vasann slettast við lærið. Allar götu, öll hús, sem ná í einhverja ljósglætu að neðanverðu, verða að myrkri uppi í regninu. P. fylgir einni húshliðinni upp á við í gegnum það ljósgráa, það dökk- gráa þangað til það er orðið svart. Ef til vill er það himininn. Getur líka verið hluti af húsinu, ef til vill með herbergi, og P. hefði getað fengið að vera þar, ef hann hefði viljað. Þá hefði hann ekki þurft að ganga svona langt. En P. gengur sína leið. Hvað skyldi nú Lissa segja? P. heyrir alveg greinilega, að Lissa er ekki mjúk á manninn: — Þú ert reglulegur kúalubbi. — Og svo íhugar P. langa stund hverju hann eigi að svara. Á þessa leið, eitthvað á þessa leið ætlar hann að segja, auðvitað ekki alveg svona, en svona hér um bil: — Taktu nú eftir Lissa, það er komið nóg af þessu, nú verðurðu að fara. Eg sé um mig og þú sérð um þig, Lissa. En Lissa mun alveg áreiðanlega svara, eins og hún hefir alltaf svarað áður, af því að hún trúir ekki, að mér sé alvara. En í kvöld er þetta hrein alvara. Lissa mun áreiðanlega segja: — Hvað heldurðu, að þú sér, afi? En nú vill P., að breyting verði á þessu, og hann ætlar að segja eitthvað svona: — Heyrðu nú, Lissa. Ég hefi gefið þér allt, peningana mína, rúmið mitt, heiður minn, allt — nei, þetta dugar ekki. P. er alveg hundvotur og Lissa mun áreiðanlega hlæja að honum og segja: — Hefurðu nú líka eignast heiður, afi? — Nei, svona þýðir ekki að halda áfram. Nú veit P. alveg ákveðið, hvað hann ætlar að segja. Og hann staðnæmist á einu götuhorninu og virðir sjálfan sig fyrir sér og það, sem gerist nú. Svona, alveg nákvæmlega svona ætlar P. að segja: — Lissa, ég er líka maður. Og lengi getur maður umborið svívirðing- arnar, en allt hefir sín takmörk, Lissa. Og P. finnur, að hann verður að vera hörku- legur í málrómnum. Og nú segir hann: — I síðasta sinn hefir þú hórast í rúminu mínu, Lissa. I síðasta sinn hefi ég kysst þig, Lissa. Vertu sæl. Farðu og syndgaðu ekki framar, Lissa. P. heldur áfram í rigningunni. Nú geng- ur hann hratt með föstum skrefum. Hann hugsar um, að það geti orðið nauðsynlegt að beita valdi við Lissu og kasta henni á dyr. Þá það. Þá verður P. að gera það. En þá mun nú Lissa sennilega hljóða og þá mun einhver dólgurinn gefa sig fram. P. sér strax dólgslegan mannræfil gægjast fram úr myrkrinu og koma á móti honum með steytta hnefana. En P. stekkur á hann og rekur hann undir sig með einu höggi, fleygir sér á hann ofan og grípur fyrir kverkar honum: — Blóðsugan þín, þjófur- inn þinn, kvikindið þitt, mannhundurinn þinn, segðu eitthvað ef þú getur, segðu eitthvað, guli níðingurinn þinn. Ha, ertu dauður, hrædýrið þitt. Og P. dregur líkið yfir í rúmið. Hvernig þykir þér rúmið mitt, afskræmið þitt, ha? — Og P. breiðir út faðminn, frjáls, — frjáls héðan í frá. Og athafnir hafa fylgt með orðum og hugsunum. P. hefir rétt sig upp, hann gengur hraðara, réttir út faðminn. Allt í einu heyrir hann hringla í glerbrotum. Hann kennir sársauka í hendinni. Hann hefir rekið hana í gegnum gluggarúðu í fátæklegu húsi, sem hann þekkir ekki. P. stendur kyrr, — það koma sjálfsagt einhverjir. Þeir koma líka: innan úr hús- inu, utan af götunni. Þeir slá hring um P. Hann sér hnefana alveg við nefið á sér. — Fyrirgefið, segir hann, — ég var ann- ars hugar. Lögregluþjónn skrifar nafn, heimilisfang, atvinnu, og lítur á blöð hans. Blaðasali P., númer ellefu, staður hjá Ráð- húsinu. — Hvort P. geti greitt rúðuna? — Hvað kostar hún ? — Tvö mörk. — P. lítur niður fyrir sig. Öll blöðin liggja á götunni. Svona mörg blöð á hann óseld. Þá á P. ekki tvö mörk í vasanum. — Ekki í dag, segir P., en ef til vill á morgun. — Hvort hann geti ekkert greitt ? — Þér getið feng- ið það, sem ég hefi. Og P. leitar með blóð- ugri hendinni í vasanum: — Eitt mark og sextíu og fimm pfennig. P. má fara. Hann heyrir lengi háðs- hrópin á eftir sér. Hann brýtur heilann um, hvaðan þau hafi komið öll orðin, sem hann dengdi yfir mann, sem hann þekkti ekkert. Það hlýtur að mega gera þetta, án þess að viðhafa því líkt orðbragð. Hann er kominn út á þjóðveginn. Þar glampar ekki á neitt malbik og þar er langt á milli húsanna. Ef P. héldi nú áfram og beygði ekki út af veginum hjá ljóskeri númer níu? Ef P. færi nú ekki heim í skúrinn, sem hann sér eins og óljósan skugga skammt frá, ekki fram hjá honum aðeins í kvöld, held- ur kæmi þangað aldrei aftur ? — Lissa hef- ir mikið, ákaflega fallegt, rautt hár, fann- hvítt andlit og hátt, hvelft brjóst. Og P. minnist þess, hvernig hún var í fyrsta sinn, þegar hún kom til hans. Litl- ir, spriklandi fætur, háir, grannir legg- ir, og mjúk hné. Stuttur kjóll, þröngur um lendarnar, þessi yndislegu brjóst, sem gengu í bylgjum, holdgranna, hvíta andlit- ið og allt þetta logandi hár. Og P. hefir beygt út af veginum undir ljóskeri númer níu. — En til hvers er það, þegar P. hefir engin not af fegurð hennar, þegar Lissa er bæði frek og grimm. P. er kominn alla leið að kofanum. Lissa hlýtur að vera heima, það sézt ljósglæta í gluggaborunni. 1 kvöld verður P. að biðja Lissu að fara. Hann ætlar að gera það ósköp gætilega, svo að það særi hana sem allra minnst. Það marrar í hurðinni, þegar P. opnar skúrinn. Hann hefir gleymt rösku skref- unum. Reiðin er fokin út í veður og vind. Hann hikar, þokar sér hægt inn í þessa skuggálegu herbergiskytru, sem honum virðist verri en hið aumasta dýrahreysi. Kertaljós logar í blikkdós á borðinu, og varpar daufum bjarma um herbergið, en loft og gólf og allir krókar eru í skugga. P. rétt grillir hvernig járnrúmið hans myndar dekkri skugga í þessu hálfrökkri. Kassana þrjá, sem eru í kringum borðið í staðinn fyrir stóla, sér hann ekki, og ekki heldur myndirnar, sem hann hefir klippt úr gömlum blöðum og límt upp á veggina, til þess að gera ofurlítið nota- legra í kringum Lissu. Lissa sér hann. Hún situr framundan ljósinu og reykir vindling. Hún styður höndunum undir hökuna og hallar höfðinu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.