Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 51, 1940 11 Nr. 7 (1881). SVAR.T Hvitt leikur og nær jafntefli. Nr. 8 (1867). SVART HVlTT Hvitt mátar i 3. leik. Nr. 9 (Steinitz-bragð. 1903). SVART fyr, meðan hann var inn- an við tvítugt. Árið 1878 gaf hann út allstórt rit um skákþrautir, Chess Stra- teg>% og setti þar fram skoðanir sínar á þeim meginreglum, sem hann taldi að gilda ætti um þetta efni. Hafði Loyd með þess- ari starfsemi sinni mikil áhrif á skákþrautagerð annarra og var jafnan hafður í hávegum sem hinn mesti snillingur. Hér eru birtar nokkrar skák- þrautir hans, sem sumar eru næsta erfiðar, en allar fallegar og skemmtilegar. Loyd var allra manna gamansamastur, og kom það oft fram í skákþrautum hans. Eru þær þrautir sumar jafnvel enn kunn- ari en það, sem hann hefir bezt gert frá sjónarmiði listarinnar. I næsta blaði verða birtar nokkrar skákþrautir Loyds af því tagi, Loyd galdrakarl. að er almannarómur, að skáksnilling- ar og góðir stærðfræðingar hafi svip- að gáfnafar, og víst er um, að þetta fer mjög oft saman. Hugur Loyds hneigðist snemma að stærðfræði, og því var eðlilegt, að hann hugsaði sér að velja sér lífsstarf eftir því, sem þessi hneigð benti til. Þetta varð og, en þó með öðrum hætti, en hann hafði í fyrstu ætlað. Loyd byrjaði á námi í verkfræði, og hefði hann vafalaust verið ágætlega fall- inn til þess starfs og líklegt, að hann hefði orðið mikill hugvitsmaður í verklegri tækni. En honum tók brátt að leiðast nám- ið og hugði það starf mundi næsta tilbreyt- ingarlítið. Hann hafði þá tekið að búa til ýmsar gestaþrautir, sér til dægrastytting- ar, og nú komst hann að raun um, að tals- vert fé mátti hafa upp úr þessu. Hann Klippið í þrennt um strikin og leggið stykkin þannig saman, að reiðmennirnir sitji rétt á baki. ákvað því að hætta námi. Segir hann sjálfur svo frá, að hann hafi farið til kennara síns og sagt honum, að nú væri hann hættur. Kennarinn varð forviða, spurði hann, hvað hann ætlaðist fyrir, og lagði fast að honum að íhuga vel, hvað hann væri að gera. Loyd tók þá pappa- spjald upp úr vasa sínum og rétti kennar- anum og spurði, hvort hann gæti ráðið þetta. Það var ekki skákþraut, heldur þrautin asnar og reiðmenn, sem síðar varð mjög fræg. Hann hafði þá nýlega selt Barnum, cirkuskónginum heimsfræga, rétt til þess að prenta þrautina á auglýsingar og fengið nokkurt fé fyrir. Þessi þraut vann afarmikla hylli í Bandaríkjunum. Loyd hagnýtti sér hana á þann hátt, að hann bjó til auglýsinga- spjöld með myndinni á fyrir stór verzlun- arfyrirtæki og seldi þeim í auglýsinga- skyni. Þessi mynd var prentuð í tugum miljóna eintaka og hefir stytt mörgum kynslóðum stundir. Ein af helztu vefnað- arvöruverzlununum í New York hefir stjörnu að firmamerki, og þessi stjarna er frá ösnunum komin. Þegar verzlunin var stofnuð, höfðu eigendurnir keypt miljón eintök af ösnunum, með firmanafninu á, og dreift meðal almennings. Á þessi spjöld hafði Loyd af rælni sett stjörnu á auðan blett á spjaldinu. Nokkru síðar spurði for- stjóri verzlunarinnar hann að því, til hvers þessi stjarna væri. Loyd svaraði: ,,Til þess að koma smásveinum til að spyrja.“ Hinn hló og sagði: „Þarna sjáið þér; hún kom mér til að spyrja. Nú hefir stjarnan staðið á þessum miljón spjöldum frá okkur; hví ekki að gera hana að firmamerki?“ Snemma beygist krókurinn sem verða vill. Loyd segist hafa verið 9 ára gamall, þegar hann bjó til „nágrannana þrjá“. Þrír menn áttu hver sitt húsið innan girðingar með 3 hliðum á, eins og myndin sýnir. Þeir höfðu orðið saupsáttir, og mest fyrir það, að eigandi stóra hússins (A) sagði, að hann hefði engan frið fyrir hænsnum hinna. Hann lét því gera girtan gangstíg frá húsi sínu að hliðinu andspænis því. Þá tók B sig til og gerði sams konar stíg að hliðinu andspænis sér (B), og sama gerði C. Hvernig fóru þeir að því, að fá stíg, hver frá sínum dyrum að hliðinu beint andspænis, án þess að stígarnir skærust? Margar af þrautum Loyds voru ákaf- lega erfiðar viðfangs. Ein var t. d. kringl- ótt pappaspjald með mörgum kringlóttum skilrúmum, og á skilrúmunum hlið hér og þar, eins og völundarhús. 1 miðjunni var girðing með hliði á, og galdurinn var sá, að halla spjaldinu og hrista það, þangað til fjöldi af smákúlum, sem látnar voru inn í völundarhúsið, væru allar komnar inn í girðinguna í miðið. Það brást ekki, að þegar síð- asta kúlan valt inn, valt inhver önnur út um annað gat. Sagt var, að fjöldi full- orðinna manna hefði ekki gætt vinnu sinnar vegna þessa leikfangs, og um æruverðugan prest var það sagt, að hann hafi staðið heila vetrarnótt undir götu ljóskeri og velt kúlunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.