Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 32

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 32
30 VIKAN, nr. 51, 1940 í Jóla-matseðillinn. AÐFANGADAGSKVÖLD. Hrísgrjónagrautur með rúsínum (handa 8 manns). 200 gr. hrísgrjón. 2 lítrar mjólk. Ögn af salti, kanel, sykur og rúsínur. Hrísgrjónin eru þvergin vandlega. Mjólkin sett yfir eldinn og þegar hún sýður, eru grjónin sett út í og hrært í þar til sýður aftur. Rúsínumar eru þvegnar og þegar grauturinn hefir staðið í rúma þrjá stundarfjórðunga eru þær settar út í og grauturinn síðan soðinn enn í stundarfjórð- ung. Borið á borð með kanel, sykri og mjólk eða rjómablandi. Ekki má gleyma möndlunni og möndlugjöfinni, hún setur hátíðarbrag á máltíðina. Mandlan er afhýdd til þess að hún þekkist ekki í grautnum og sett út i grautinn um leið og hann er borinn inn. Sá, sem er svo heppinn að fá möndluna, fær gjöfina. Hún þarf ekki að vera dýr eða merki- leg, en þannig innpökkuð, að hún þekkist ekki. Steikt dilkakjöt. Eitt vænt dilkslæri nægir handa átta manns. Lærið er steikt annað hvort í potti eða í ofni, og þá í heilu lagi; mörgum þykir það betra. Lærið er sett í skúffuna, stráð á það salti, og ef það er magurt þá er borið á það smjörlíki. Látið í ofn- inn kaldann (ef það er rafmagnsofn) og látið eiga sig í 1 klukkustund. Þá er ausið yfir það dálitlu af vatni, og það gert öðru hvom í y2 klst. Þá er kjötið tekið úr ofninum og því haldið heitu. Xlr soðinu af kjötinu er sósan búin til. 200 gr. af smjörlíki er brætt og 200 gr. af hveiti jafnað út í. Þynnt út með soðinu og sett í hana matarlitur. Til • bragðbætis er gott að setja ögn af rjóma í sósuna. Hvers konar grænmeti, sem fyrir hendi er má bera með kjötinu og brúnaðar kartöflur. Rabarbarahlaup. 1 2 dl. af sjóðandi vatni eru uppleyst 250 gr. sykur og 10—12 blöð af matarlimi, sem fyrst hefir verið látið liggja í köldu vatni í 10 mínútur. Þetta er sett út í y2 líter af kaldri rabarbara- saft og öllu saman hellt í hringmót eða skál, sem vætt hefir verið í köldu vatni og stráð innan með sykri. Setja má niðursoðna rabarbarabita út í hlaupið. Áður en hlaupið er borið fram er það skreytt með 4 dl. af þeyttum rjóma, sem í hefir verið sett ögn af sykri og vanilledropum. JÖLADAGUR. Hangikjöt með kartöflustöppu og grænum baunum. Til þess að húsmóðirin þurfi sem minnst að hafa fyrir matnum á jóladagsmorguninn, er til- valið að borða kalt hangikjöt, sem soðið hefir verið daginn áður. Vænt dilkslæri dugir handa átta manns. Kjötið er skorið í sneiðar og borið þannig fram kalt; með því er borin kartöflu- stappa og grænar baunir. Kartöflumar i stöpp- una eru soðnar, afhýddar og hakkaðar. Settar í pott yfir eld og sett út í mjólk og dálítið af smjörlíki þangað til það er orðið hæfilega þykkt. Ögn af hvítum pipar og sykur sett í eftir bragði. Baunimar eru teknar úr dósinni, settar yfir eld og hrært dálítið af hveitijafningi saman við og sykur eftir bragði. Soðnar í 5—10 mínútur. Sveskjugrautur. Af því að nú munu fást sveskjur í fyrsta skipti í mörg ár, mun mörgum vera nýnæmi í að fá sveskjugraut. Handhægast er að búa grautinn til daginn áður. 750 gr. af sveskjum er sett í sjóðandi vatn og soðið stundarkom og steinamir síðan teknir úr þeim. Þá eru þær settar í pott ásamt heilum kanel og sítrónuberki og ofurlítið af vatni, og þétt lok sett yfir. Þegar sveskjurnar eru soðnar í mauk er settur út í sykur eftir bragði, kartöflu- mjöl hrært út í köldu vatni, sett saman við og soðið í 5 mínútur. Hellt í skálar og látið kólna. Út á grautinn er hafður rjómi eða rjómabland. ANNAR JÓLADAGUR. Smásteik. 1 smásteik má hafa kindakjöt, kálfskjöt eða nautakjöt. Kjötið er hreinsað vandlega og skorið i ferstrenda, hæfilega stóra bita. Þeim er velt um í hveiti og brúnaðir í feiti og lauk við góðan hita, þangað til þeir verða móbrúnir að lit. Á meðan verið er að brúna kjötið, þarf að hræra vandlega í, svo að allir bitamir brúnist jafnt. Þegar búið er að brúna er kryddið sett út í, svo sem pipar, negull, lárberjalauf og salt, sín ögnin af hverju eftir bragði, og loks er hellt yfir svo miklu af heitu vatni að yfir fljóti. Steikin er soðin í 1—2 klukkutíma eftir þvi hvaða kjöt það er, en nauðsynlegt er, að hún sé vel soðin. Skyr og rjómi er bæði ljúffengur og hand- hægur eftirmatur. Jóla-baksturinn. Laufabrauð. 1 kg. hveiti. iy2 teskeið lyftiduft. 1 teskeið salt. 5—6 dl. mjólk. Fita til að sjóða í. Mjólkin er soðin. Hveitið er sett á borð, þar í er blandað salti og lyftidufti, og nú er mjólk- inni, sem er sjóðandi heit, hrært í. Hrært, þar til þetta er alveg jafnt, en á þá að vera vel þykkt. Þá er deigið hnoðað, þar til það er gljáandi, hart og sprungulaust, en það má ekki festast við borðið. Það á að vera seigt og hart. Mótað í lengjur, sem skomar eru í jafn stóra bita. Bit- arnir hnoðaðir milli handanna í jafnar kökur, sem eru breiddar svo þunnt út, sem mögulegt er. Þá er kakan tekin undan diski og skorin út í alls konar laufaskurði. Hægt er að skera stafi o. m. fl. Kökurnar eru soðnar í feiti við mikinn hita og eiga að vera ljósbrúnar. Laufabrauð er mest búið til fyrir jólin, og er það gamall og góður siður. Nota má helming rúgmjöl saman við hveiti í iaufabrauð. Kartöflutvíbökur. , 100 gr. hveiti. 100 gr. kartöflur. 2 teskeiðar lyftiduft. % tesk. salt. %, tesk. sykur. 20 gr. smjörlíki. y2 dl. mjólk. Öllu blandað í hveitið. Smjörlíki og soðnum, söxuðum kartöflum blandað saman við. Vætt í með mjólkinni. Hnoðað í lengjur, sem er skipt í 12 bita. Hnoðað í hnöttóttar kúlur milli hand- anna. Látnar á smurða plötu. Pikkaðar. Bakaðar móbrúnar. Skomar í sundur, þegar þær eru kaldar og þurrkaðar eins og tvíbökur. Rúg-kex. 125 gr. rúgmjöl. 125 gr. hveiti. 180 gr. smjörlíki. y2 teskeið hjartarsalt. 1 teskeið edik. % dl. kalt vatn. Rúgmjöli og hveiti er blandað saman, smjörliki mulið þar í, lyftiduftinu hrært saman við, vætt í með edikinu og vatninu, hnoðað og látið bíða á köldum stað í y2 klst. Flatt mjög þunnt út, pikk- að, tekið undan glasi og bakað ljósbrúnt. Finnskt kaffibrauð. 100 gr. hveiti. 120 gr. smjör eða smjörlíki. 50—75 gr. sykur. 5—6 möndlur. Hveitið er látið á borðið, smjörið mulið saman við, — þar í er blandað sykrinum, — og deigið hnoðað, þar til það er jafnt. Þetta deig verður að hnoðast bæði laust og fljótt, þvi að annars verður það of feitt. Búnar til úr því pylsur, sem em gerðar flatar með steikarahníf, smurðar með eggjahvítu, skorið á ská í smábrauð, sem dýft er ofan í saxaðar möndlur með sykri. Bakaðar við mikinn hita. Barnakökur (40 stykki). 3 egg. 180 gr. sykur. 180 gr. smjörliki. 180 gr. hveiti. Sultutau. 100 gr. flórsykur. 2 matskeiðar vatn. Smjörið er brætt og kælt. Egg og sykur hrært,. smjörið hrært þar út í, síðan hveitið. Deigið smurt frekar þunnt, en jafnt á plötu og bakað ijósbrúnt. Helmingur kökunnar er smurður með berjamauki. Hinn parturinn lagður o'fan á. Út- hrærðum flórsykri smurt þar ofan á. Skorið í tígla. Kókókaka. 1 bolli sykur. 1% bollar hveiti. iy2 teskeið lyftiduft. X4 teskeið salt. £ % bolli kókó. 2 egg eða 1 egg og 2 tesk. eggjaduft. 1 y2 dl. mjólk. 2 matskeiðar brætt smjör. Vanille. Hveiti, sykur, lyftiduft, salt og kókó er hrært saman í skál, vætt með mjólkinni, eggjunum og brædda smjörinu. Hrært, þar til það er vel jafnt. Látið í vel smurt hringmót, bakað í y2 klst. Hvolft úr mótinu. Það er gott að smyrja þessa köku með flórsykri, sem hrærður er út með sítrónusafa. Einnig er gott að bera þeyttan rjóma innan í hringnum. Brúnkaka. 250 gr. smjörlíki. 2 egg. 375 gr. sykur. 1 teskeið kanell. 1 teskeið negull. 1 teskeið natron eða lyftiduft. Rifið flus af einni sítrónu. 100 gr. rabarbararúsínur. 50 gr. súkkat. 500 gr. hveiti. % iíter mjólk. Smjörið er hrært með sykrinum, þar í eggjun- um. Öllu kryddinu og lyftiduftinu er blandað í hveitið, látið út í og mjólkin hrærð þar í. Látið í smurt mót og bakað við fremur lítinn hita.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.