Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 19
VIKAN, nr. 51, 1940
17
Framhaldssaga eftir EDGAR WALLACE
„Það skal ég segja yður,“ sagði Kerry kump-
ánalega, „þegar ég er búinn að telja smápening-
ana mína.“
King Kerry leigði sér lítið hús í Cadogan
Square. Það var honum líkt að búa i annars
húsi. Annað athyglisvert við hann ■— milljóna-
mæringinn — var það, að hann leigði sér húsið
fullbúið húsgögnum, en skýringuna á þessu er
að finna í uppáhaldsmáltæki hans: „Kauptu
aldrei það, sem þú hefir ekki þörf fyrir.“
Hann hafði roskna ráðskonu til að annast um
sig þá fáu tíma, sem hann var heima, og þar fékk
hann þá ró, sem hann hafði þörf fyrir. Húsið
var ekki tekið á leigu á hans nafn, og enginn
af nábúum hans hafði hugmynd um, hver þessi
maður var, sem venjulega kom heim um miðja
nótt og aldrei sást nema þegar hann skaust út
og inn um húsdyrnar. Jafnvel Elsie Marion, sem
vissi, hvar húsið var, hafði aldrei komið þar.
Hann varð þvi ekki lítið gramur, þegar hann
dag nokkurn sat við miðdegisverðarborðið og
ráðskonan kom inn og tilkynnti honum, að mað-
ur væri að spyrja eftir herra Kerry.
„Ég sagði honum, að það væri enginn hér, sem
héti því nafni,“ sagði ráðskonan, sem var jafn
fákunnandi um nafn húsbónda síns og aðrir í
húsinu.
Sennilega fréttaritari, sem leitað hafði hann
uppi, hugsaði King Kerry.
„Vísið honum inn i dagstofuna,“ sagði hann
og lauk við að borða, í ró og næði.
Gremjan leið brátt úr huga hans — þegar
öllu var á botninn hvolft, var ekki lengur nauð-
synlegt að fara svona huldu höfði. Að viku lið-
inni mundi hann verða lagður af stað til megin-
landsins, til að taka sér verðskuldaða hvíld. Allt
var nú farið að ganga vel. Stórlaxarnir í Ox-
ford Street voru sigraðir, fyrirætlunin um end-
urbyggingu Lundúnaborgar var orðin heyrum
kunn, nú eða aldrei var tími til að taka sér
lífið létt.
Hann braut saman servjettuna, fór upp stig-
ann og inn í litlu dagstofuna.
Það stóð maður við arininn og snéri baki að
dyrunum. Um leið og „maðurinn, sem keypti
London“ lokaði hurðinni, sneri gesturinn sér við.
Það var Hermann Zeberlieff. Andartak stóðu
þessir menn andspænis hvor öðrum án þess að
mæla orð.
„Hverju á ég að þakka þennan heiður?“
byrjaði Kerry.
„Ég þarf að tala við yður um fjármál," sagði
Hermann þunglega.
„Ég veit ekki til, að ég eigi nokkuð vantalað
við yður um fjármál," sagði King Kerry rólega.
„Jæja!“ sönglaði Hermann háðslega. „Þér vit-
ið þó ef til vill, að ég er í talsvert óþægilegri
klípu. Tækifæri, sem mér gafst til að koma mér
úr henni ónýttuð þér miskunnarlaust. Ég var
kominn í bannsett fyrirtækið yðar."
„Ekki var það að mínum óskum," svaraði hann,
— „ég vissi ekki um það, fyrr en það var út-
Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni.
King Kerry er dularfullur, amerískur
milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna
segja að ætli að kaupa London. Á bak við
hann stendur auðhringur, sem kallar sig
„L“. Kerry hefir þegar keypt verzlunina
Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion
vinnur, og ráðið hana til sín sem einkarit-
ara. — L-hringurinn hefir feikna miklar
ráðagerðir á prjónunum í sambandi við
lóðakaupin í London. En hann á sína and-
stæðinga og á meðal þeirra eru Hermann
Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack &
Brigthen, Leete. Bray, sem ætlar að verða
húsameistari, er vinur og nábúi Elsiear.
Kerry trúir Elsie fyrir því, að hann hati
Zeberlieff af því að hann hafi hagað sér
svívirðilega gagnvart konu. Vera, hálfsystir
Zeberlieffs, býr hjá honum, af því að faðir
þeirra setti það skilyrði i erfðaskránni, að
þau byggju saman í fimm ár og nú eru að-
eins nokkrir dagar eftir af þeim tíma. Vera
óttast bróður sinn. Bray kemur til að sækja
Veru, og aka þau til skólans, þar sem hún
úthlutar verðlaunum. Bray, sem er einn
nemendanna, fær verðlaun. Hjá Zeberlieff
eru fjórir menn til miðdegisverðar. Vera
vill ekki koma niður til þeirra, en Zeber-
lieff fer þá upp til hennar og ætlar að ráða
hana af dögum. Það tekst þó eliki. Vera
brýtur rúðu í búðarglugga Kings, til þess
að láta setja sig i fangelsi. Elsie hefir keypt
„Evening Herald“ fyrir King. Zeberlieff
vill gifta systur sína Hubbard „fagra", til
þess að klófesta þannig auðæfi hennar.
Zeberlieff hittir Bray og ræðir við hann
um systur sína og gefur Bray svefnmeðul
í víni og lokar hann niðri í kjallara. —
Vera losnar úr fangelsinu, og þegar Her-
mann kom að heimsækja hana, ógnaði hún
honum með skammbyssu. Þegar Hermann
kemur heim til sín, er Leete þar fyrir og
segir honum, að lögreglan sé sennilega á
hælunum á honum. Þegar Hermann kemur
niður í kjallara, er Bray horfinn. Leete og
Hermann fara í kaupmannaklúbbinn, þar
sem kaupmennirnir bera saman ráð sin til
baráttu gegn Kerry. Allt í einu kemur
Kerry inn og gefur sig á tal við Modelson
gamla kaupmann. Bray hefir verið sagt
upp, en Kerry ræður hann til sín sem
húsameistara. Kerry skýrir blaðamönnum
frá fyrirætlunum sínum um lóðakaupin í
London. Einn þeirra spurði hann, hvort það
væri satt, að L-hringurinn hefði tapað 'átta-
tíu milljónum punda á þessum kaupum.
tæki. En það er tilgangslaust að fara út í þá
sálma. Það, sem mér er hinsvegar áhugamál,
að þér skiljið er það, að eins og nú er málum
komið, er bilið að verða býsna mjótt á milli
min og fátækrasjóðs."
5 „Það kemur ekki mál við mig.“ King Kerry
,átti það til að vera harðbrjósta, þegar það datt
•;í hann.
„En það lcemur mér ákaflega mikið við,“ sagði
«Hermann og bar ótt á. „Þér verðið að hjálpa
mér. Þér hafið komið mér í vandræði, og þér
verðið nú að vera svo vænn, að ljá mér hönd,
•;til þess að bjarga mér úr þeim.“
• j „Ég vil ekkert fyrir yður gera,“ svaraði Kerry,
kljáð."
„Og þá notuðuð þér fyrsta tækifærið, sem yður
bauðst, til þess að bola mér út úr því aftur,“
sagði Hermann með uppgerðar brosi. „Annars
i„ekkert, alls ekkert."
* Zeberlieff yppti öxlum. „Þá býst ég við,“ sagði
•*hann, „að ég neyðist til að þvinga yður til þess.“
. „Þvinga mig?“ Það brá fyrirlitningarglotti á
er ég hræddur um, að ég sé hégómlegur beininga- -^alvöruþrunginn svip hins gráhærða manns.
rnaður," hélt hann áfram, og var nú angurvær, „Þvinga yður,“ endurtök hinn. „Sjáið þér til,
„hégómahátturinn hefir alltaf verið ólán mitt. herra Kerry, þér eigið konu —
Ég stóðst ekki þá freistingu, að láta það spyrj- „Nefnið hana ekki í þessu sambandi," sagði
ast, að ég væri þátttakandi í þessu mikla fyrir- *Kerry og stilti sig.
„Ég kemst þó líklega ekki hjá því, því miður,"
svaraði hinn. Röddin varð nú blíðleg, næstum því
ástúðleg. „Ég verð að gera yður ljóst, að hún
á kröfu á hendur mér. Mér finnst sem á mér
hvíli nokkur ábyrgð, gagnvart henni, þegar þess
er minnst, hvert heiðurs-nafn hún bar, áður en
hún giftist yður,“ bætti hann við, „og áður en
þér skilduð við hana.“
Kerry þagði við.
„Áður en þér skilduð við hana,“ endurtók Her-'
mann. „Það var ákaflega leiðinlegt mál. Og ég
er hræddur um, að þar hafið þér ekki sýnt þá
meðfæddu hæversku og hið mikla drenglyndi, sem
blöðin róma svo mjög.“
„Ég kom fram við hana, eins og við átti,“
sagði Kerry með talsverðum þunga. „Hún var
að reyna, að koma mér á kné, og þar að auki
rak hún stórfellda samkeppni við mig, að mér
óafvitandi, og hagnýtti sér til þess alla þá vit-
neskju, sem hún hafði getað aflað sér sem eigin-
kona mín, um hagi mína. Hún var óþokka-
kvendi."
„Er,“ tautaði hinn.
„Þá er hún það,“ sagði King Kerry, „og ef
þér komið hingað í hennar umboði, þá getið
þér alveg eins talað við vegginn þama.“
„En hvað mynduð þér nú segja, ef ég benti
yður á konuna yðar í hópi aðdáenda yðar hér í
Lundúnum. Ef ég segði t. d., alveg'óvænt: „Þetta
er frú Kerry, konan hans King Kerrys, sem
. . . o. s. frv. ?“
„Það myndi engin áhrif hafa á ákvörðun rnina,"
sagði King Kerry.
„Við sjáum nú til,“ varð Hermanni að orði.
Siðan tók hann hatt sinn, hneygði sig fyrir
Kerry og skálmaði út úr stofunni.
Kerry stóð langa stund kyrr i sömu sporum,
eins og hann væri negldur í gólfið. Hann var
grár í framan og ellilegur.
26. KAFLI.
Maðurinn, sem opnaði peningaskápinn.
Hermann Zeberlieff fór út úr bifreið sinni í
einni fjölförnu götunni og hvarf inn í þrönga
hliðargötu. Hann nam staðar stundarkorn, fyrir
framan eitt gráa og ömurlega húsbáknið í þess-
ari götu og skimaði varfæmislega í lcringum sig.
Hann var i einu því hverfinu, þar sem æði margir
glæpamenn eiga heima. Og af því að hann ætlaði
nú að heimsækja einn slíkan náunga, var hann
vopnaður.
Hann hafði grun um það, að húsið hans í
Park Lane myndi hafa verið undir lögreglueftir-
liti, upp á siðkastið. Hann vildi ekki eiga það á
hættu, að athygli lögreglunnar yrði beint að
Micheloff, litla, smáeygða og ófríða „frakklend-
ingnum", svokallaða.
Zeberlieff fór inn í húsið, án þess að berja að
dyrum, skálmaði yfir dúklaust anddyrisgólfið og
upp stigana, allt upp á fjórðu hæð.
Þar barði hann á dyr, og var kallað inni, glað-
legri rödd: „Entrez!"
„Kom inn!“ þrumaði Micheloff. „Komdu inn,
kæri vinur!"
Hann strauk rykið af stólgarmi, en Hermann
lét sem hann sæi það ekki, og staðnæmdist á
miðju gólfi.
„Aflæstu hurðinni," sagði hann. „Ég á við þig
áríðandi erindi, og gef ekki um að við séum
ónáðaðir."
Litli maðurinn brá þegar við og snéri lyklinum
í skránni.
„Vinur rninn," sagði Hermann, „ég ætla að bjóða
þér ágæta atvinnu, — líklega miklu arðsamari
en þig hefir dreymt um. Þúsund pund færð þú
handa sjálfum þér, og önnur þúsund pund handa
félögum þínum. Það verður síðasta viðvikið, sem
ég mun biðja þig að gera fyrir mig. Ef það
tekst, þarfnast ég ekki þinnar aðstoðar oftar,
takist það ekki, þarfnast ég þín enn síður."
„Það skal takast, gamli vinur," sagði litli mað-
urin með miklum ákafa. „Ég mun gera mér