Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 26

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 26
24 VIKAN, nr. 51, 1940 — Það er svo sárt fyrir börnin, bætti hún við litlu síðar. Stóri-Jón svaraði engu. Hann horfði að- eins á hana og var að hugsa um, hvort hann ætti að stinga upp á því, að slátra kúnni. Hún lét hugfallast og fór að gráta, er henni varð litið framan í hann. — Ég skal reyna að fara niður í kaup- staðinn, mælti hann. En auðvitað get ég ekki komið heim fyrr en á morgun. Þor- irðu að vera ein með börnin ? — Mér finnst ég ekki vera hrædd við neitt framar, svaraði hún og harkaði af sér. Svo bætti hún við blíðlega: — Þú drekkur mjólk- ursopann úr kúnni áður en þú ferð. Og hún bjó sig til að fara að mjólka. — Nei, svaraði hann og reyndi að bera sig vel. — Ég ætti þá að sitja fyrir matbjörginni. Hann tók tóman poka, stakk honum undir hendi sér og fór. * Hann náði til kaupstaðarins undir kvöld. Búðin var full af viðskiptamönnum, er stóðu framan við búðarborðið. Inn fyrir fengu þeir ekki að koma, nema einn eða tveir í senn. Og þeir fátækari urðu að halda sig fyrir utan, meðan þeir voru af- greiddir. Þrír búðarsveinar voru á þönum innan við borðið. Hann sá, að viðskiptavin- imir voru látnir afhenda úttektarseðla, til þess að afgreiðslan gengi greiðlegar. Hann fékk sér lánaðan blýant og snepil af um- búðapappír og skrifaði það, sem hann ósk- aði að fá. Hann hugsaði sem svo: Ég sé, að allir aðrir fá það, sem þeir biðja um. Ef til vill fæ ég líka það, sem ég skrifa á blaðið, — af því að jólin fara í hönd, — eða af því að ösin er svo mikil. Og hann bætti við á miðann, umfram nauðsynjarnar, tveimur jólakertum og einni brúðu. Þreklega höndin skalf, er að honum kom og hann rétti búðarsveininum miðann. En sveinninn afgreiddi hann ekki viðstöðulaust ■— eins og hina. Hann fór fyrst og leit í höfuðbókina. Síðan fór hann með miðann inn í skrifstofu. — Hjartað barðist í Stóra- Jóni, eins og í dreng-snáða, sem staðinn er að prettum. Að vörmu spori kom sveinninn út úr skrifstofunni og til Stóra-Jóns. — Verzlunarstjórinn vill fá að finna þig inn í skrifstofu. Öll von og gleði Stóra-Jóns slokknaði samstundis. Hann slangraði inn fyrir borð- ið. Og sagði við sjálfan sig: — Kertin — og brúðuna----------það fæ ég að minnsta kosti ekki. Hann nam staðar rétt innan við skrif- stofudyrnar. — Þér skuldið tvö hundruð krónur, sagði verzlunarstj m og leit upp. Stóri-Jón samsinnti því. — Hvenær hafið þér í hyggju að borga þá skuld? — Svo fljótt, sem ég get, svaraði Stóri- Jón ofur-lágt. — Með öðrum orðum: aldrei. Verzlunarstjórinn reis úr sæti og rétti honum úttektarmiðann. — Þegar þér borgið, látum okkur segja: annað hundraðið, þá getið þér fengið það, sem þarna stendur, — bæði kertin og hitt, bætti hann við í hæðni-róm. Og hann hélt áfram önugur: — En meðan það er ógert, ættuð þér að minnsta kosti ekki að lifa í óhófi. Og n ú fáið þér ekki neitt. Lítil telpa kom innan úr íbúðarherbergj- unum til að sýna pabba sínum jólagjöf, sem þegar var búið að gefa henni. Verzl- unarstjórinn klappaði á kollinn á henni og vék henni með hægð inn fyrir aftur. Síðan settist hann við skrifborðið og lét sem w hann sæi það ekki, að Stóri-Jón stóð kyrr og bjóst ekki til brottferðar. — Við eigum enga björg í heimilinu. — Og kýrin er að verða geld. Það var löng þögn milli setninganna. — Verzlunarstjórinn sat við skriftir og gaf orðum Jóns engan gaum. — Og á morgun eru jólin, hélt Stóri- Jón áfram. Verzlunarstjórinn spratt á fætur. — Hvað kemur þetta mér við? Ég er í annríki, maður. Farið þér til hrepps- nefndaroddvitans. Vilji hann árita miðann, þá getið þér fengið vörurnar út í reikning hreppsins. Verið þér sælir. Hann snéri sér frá Stóra-Jóni, settist aftur og sneri bakinu við honum. Stóri- Jón var litverpur og nötraði á beinunum. Augun leiftruðu af hvoru tveggja í senn: bæn og hatri. — Ég fer e k k i til oddvitans, mælti hann loks þunglega. Það lá við, að honum vefðist tunga um tönn. Svo þagði hann um stund, unz hann tók aftur til máls: — Ég á tvö hungruð börn heima. En nú stökk verzlunarstjórinn á fætur aftur og vatt sér að honum, sótrauður og nötrandi af reiði. — Hvern f jandan varðar mig um þetta! Á ég að ala önn fyrir krógunum yðar? Ég hefi verið allt of ör á að lána yður. Þér skuldið verzluninni miklu meira en svo, að ég geti á nokkurn hátt réttlætt það. Þér megið þakka fyrir, að ég læt ekki sækja kúna yðar og slátra henni. Og að ég læt ekki rífa kofana ofan af yður og selja hvert tangur og tetur. Þér hafið sjálfur byggt þá, svo að trjáviðurinn hlýt- ur að vera nýtilegur enn. Og sé það yður ósamboðið að fara á sveitina, þá eruð þér líklega meiri maður en svo, að þér standið hér lengur betlandi. Stóri-Jón hafði staðið hokinn og auð- mjúkur. Nú reis hann upp, færðist í auk- ana og varð teinréttur. — Já, það er ég sannarlega. Ég er of góður til að dýrka slíkan lúsa- blesa, sem þér eruð. Hefi ég ekki alltaf verzlað við yður? Og alltaf staðið í skil- um af fremsta megni? Ég ímynda mér, að á þessum viðskiptum hafi verzlunin auðgast fyllilega um þá fjárhæð, sem ég er nú talinn skulda. Nú hefi ég orðið fyrir óhappi. Yður er það víst vel kunnugt, að allar kindurnar mínar fór- ust í fjárskaðabylnum mikla. Ég hefi fundið að- eins fáeina dauða skrokka, — flesta óæta. Og um- svifalaust vísið þér mér á sveitina. En — lifandi leita ég ekki á hennar náð- ir. Sú ánægja skal yður aldrei hlotnast. Hann hló kuldahlátur. — Verið þér sælir, sagði hann og þreif um hendi verzlunarstjórans, áður en hann varði. Og minnist vel orða minna: ég og mínir sveitina, — ekki í lifanda lífi. Hitt læt ég mig litlu skipta, fyrir hvaða fé okkur kann að verða holað í jörðina, eða hvort fyrir því verður haft, þegar við erum dáin úr hungri. Nú fer ég heim og slátra kúnni. — Gleðileg jól! Stóri-Jón kreisti hönd verzlunarstjór- ans svo fast, að hann varð að bíta á jaxlinn, til að æpa ekki upp yfir sig. Hann hugði hvert bein vera brotið í hend- inni. Stóri-Jón laut að honum og hvæsti beint framan í hann: fara e k k i á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.