Vikan


Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 8

Vikan - 19.12.1940, Blaðsíða 8
6 VIKAN, nr. 51, 1940 .yiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii111111111111111111111111111111 immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiimmmmmmmimmiv,. IJr Vísnabók Guðbrands biskups Þorlákssonar. Vjl fé&cJaweði Eftir sr. Einar Sigurðsson í Heydöium. Séra Einar Sigurðsson var fæddur að Hrauni í Aðaldal árið 1539. Átján ára gamall var hann vígður til prests og þjónaði á ýmsum stöðum á Norðurlandi og átti við mikla fátækt og ómegð að búa. En Oddur sonur hans varð skóla- meistari á Hólum og síðar biskup í Skálholti og lauk þá basli séra Einars. Hann lézt 1626 og hafði þá verið prestur i 69 ár. „Séra Einar var merkilegasta skáld siðskiptaaldar á Islandi. Kvæði hans ber að stíl og kveðandi svip vikivaka og annars alþýðlegs kveðskapar, eru bæði mjúk og ynnileg," segir Sigurður Nordal í „Islenzkri lestrarbók“. Nóttin var sú ágæt ein, um alla veröld ljósið skeiu. I»að er nú heimsins þrautar-mein, að þekkja’ hann ei sem bæri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. 1 Betlehem var það barnið fætt, sem bezt hefir andar-sárin grætt. Svo hafa englar um það rætt sem endurlausnarinn væri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir fundu bæði guð og mann. 1 Iágum staii var lagður hann, þó lausnari heimsins væri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Örmum sætum eg þig vef. Ástarkoss eg syninum gef. Hvað eg þið mildan móðgað hef, minstu’ ekki á það, kæri. Með vísnasöng eg vögguiia þína hræri. TTpji úr stallinum eg þig tek, þó öndin mín sé við þig sek; barns mun ekki bræðin frek. Bið eg þú sért mér næri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Þér geri’ eg ei rúm með grjót og tré, gjarnan læt eg hitt í té. Vil eg mitt hjartað vaggan sé. Vertu nú hér, minn kæri. Með vísnasöng eg vögguna A þig breiðist elskan sæt. Af öllum huga’ eg syndir græt. Fyrir iðran verður hún mjúk og mæt; miður en þér þó bæri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Af kláru hjarta kyssi’ eg þig. Komdu sæll að leysa mig. Faðmiög þín eru fýsilig, frelsari minn hinn kæri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. þína hræri. Teikningar eftir Guðm. Thorsteinsson. 'v<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiaiifliiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii^ (sJ7Zaríus ZoTr.. (37iíelsen: Fœðingarstaður frelsarans. Enginn vafi getur á því leikið, sam- kvæmt ritningunni, að Betlehem hafi verið fæðingarborg Jesú. En hvar fæddist hann í þessari borg ? Hvort var það heldur í gripahúsi, eða helli? Og hafi hann fæðst í helli, var það þá í hellinum, sem er undir ,,fæðingarkirkjunni“, eins og haldið er fram? Sé reynt að svara þessum spurningum, er nauðsynlegt að íhuga enn af nýju hina fornu frásögn í 2. kap. Lúkasar-guðspjalls, 7. vers. Þar er sagt um Maríu: „Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu.“ Orðið, sem hér er feitletrað, er á gríska frummálinu ,,katalyma“ — orð, sem víðar kemur fyrir í biblíumálinu, bæði hjá Lúkasi sjálfum og Markúsi, í frásögninni um undirbúning þeirra undir seinustu páskamáltíðina, en þar segir, að Jesú hafi lagt fyrir lærisveinana að spyrja ónafn- greindan eiganda hússins, sem hann vís- aði þeim til: „Hvar er „katalyma“ mitt, þar sem ég megi neyta páskalambsins með lærisveinum mínum? Og maðurinn svarar með því að vísa þeim á „loftsal mikinn“, sem þannig er það sama og ,,katalyma“. En orðið kemur einnig fyrir í gamla- testamentinu. I fyrri bók Samúels er sagt frá því (9., 22.), að Samúel leiðir Sál inn í „katalyma", til þess að láta bera honum veitingar, og í annari Móse-bók (4., 24.) er orðið notað um staðinn, þar sem Móse gisti, þegar hann var á leiðinni frá Midi- anslandi til Egyptalands. Þar er það not- að í stað hebreska orðsins „malon“, sem aðeins þýðir: staður, þar sem menn gista“, — en um það er ekkert sagt, hvort þetta hafi verið í opinberu gistihúsi, á heimili, eða í tjaldi. Annars þýðir katalyma eiginlega: stað- ur, þar sem menn leysa af sér byrðarnar — með öðrum orðum staður, þar sem menn geta hvílt sig eftir erfiða ferð. En hvernig var þessu háttað í þessu til- felli ? Skýringu er auðveldast að fá, með því að virða fyrir sér gamalt hús í gyðinga- borg eða þorpi. Húsin eru oft bygð yfir helli, sem graf- inn er í mjúkan, kalkkenndan sandstein- inn. Þessi hellir er venjulega notaður sem gripaskýli og er því inngangur í hann frá veginum. Yfir hellinum er svo byggt sjálft íveruhúsið, úr sama efni. Ofan á því getur svo enn verið „loftsalur", sem ætlaður er þá gestum. Húsið verður þannig þrjár hæðir. Hellirinn endist lengst. í Analot, fæð- Framhald á bls. 25.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.